Húsið mitt er á 3 hæðum, kjallari en þar er þvottahús/geymsla sem er alveg ófrágegnið og stórt herbergi sem var geymsla en við útbjuggum sem herbergi fyrir elsta son okkar. Síðan er aðalhæðin sem er eldhús, vinnuherbergi, og pínulítið salerni með sturtu, stofa og borðastofa og þaðan er gengið út á stóran pall. Á efstu hæðinni er ris þar er hjónaherbergið 2 barnaherbergi með geymslu inn af öðru barnaherberginu og salerni. Ég er oft búin að vera að vandræðast með barnaherbergin út af lofthæð og skorti á veggplássi. Smá samana hef ég uppgötvað að ég á ekki að vera að fárast yfir þessu heldur að njóta þess og horfa á það sem áskorun að gera þau flott það má gera margt mjög kósi í svona þakherbergjum. Hér eru nokku dæmi um það frá Pinteres.
Flott lausn í litlu risi
Ég gerði einmitt svona rúmstæði í strákaherberginu, þá tók ég skáp sem var eins og eitt stórt hólf inn í vegginn og nýttist mjög illa og breytti honum í rúmstæði fyrir drenginn. En nú er miðjan mín að flytja úr herberginu uppi í herbergi sem er niðri í kjallara og þá ætla ég að flytja sjónvarpið(alla vega að prófa það ekki allir á heimilinu sammála um ágæti þess að flytja sjónvarpið) úr stofunni upp og flytja píanóið inn í stofu. Ég leyfi ykkur að fylgjast með þeim breytingum þegar ég nenni að hrinda þeim í framkvæmd
Ekki dónalegt að eiga svona fataherbergi
Bókasafn og skrifastofa
Ekkert smá kósí
Stofa í risi
Barnaherbergi snildarlausn
Flott að hafa gott útsýni úr hjónarúminu
Barnherbergi
Þetta gæti nú verið flott ú sumarbústað
Ég er alltaf á leiðinni að mynda hjá mér barnaherberginn en er aldrei alveg búin að gera þau eins og ég vill en koma tímar koma ráð en nú þarf ég að halda áfram að gera upp stólinn sem ég er að dunda við þessa dagana, myndir seinna.
kveðja Adda
Æðislegar hugmyndir! Hlakka til að sjá myndir frá þér :-)
ReplyDeleteÞú ert alltaf jafn hugmyndarík kæra systir. En hvar verður sá elsti þegar hann kemur heim í skólafríum? Veit að þetta á allt eftir að verða rosalega flott hjá þér. Kveðjur til ykkar :)
ReplyDeletetakk takk
ReplyDeleteHemma mín hann verður bara niðri og Bjarmi fer þá aftur upp, rúmið hans verður þar áfram, ég ætla bara að setja blúndugardínu fyrir rúmið. Herbergið í kjallararnum stendur annars autt og við keypum annað rúm þegar Styrmir fór suður með sitt. Við höfðum þetta svona um jólin ekkert mál.
kveðja Adda