28 March 2012

Egg fyrir helgina

Hvernig væri að skella í nokkur egg fyrir helgina? Hér eru nokkrar hugmyndir.


Hér eru gömul dagblöð eða blöð úr gömlum bókum límd utan á egg, líklega úr frauði


Þið lærið að gera svona egg hérna


Þetta fallega egg og hvernig það var gert er hægt að sjá hér


Þetta egg er kætt með servíettu og síðan er blúnda sett utan um



Man bara ekki hvað ég fann þessa mynd;(


Egg búin til með því að vefja spottum eða garni sem díft hefur verið í lím og límt utan um litlar blöðrur sem síðan eru sprengdar þegar garnið þornar


Súkkulaði brætt og sett inn í venjuleg egg sem búið er að blása úr


Vintage egg með blúndu, fjöðrum og gömlum myndum


Fallega skreytt pappaegg


það væri nú gaman að skreyta páskaeggjakökur fyrir páskana en hér er sýnt hvernig þar er gert

kveðja Adda


24 March 2012

Páskaundirbúningur

Það er búið að vera alveg dásamlegt veður á Akureyri í dag og þegar vorið læðist svona aftan að manni fer ég að hugsa í pastel litum. Ég er ekkert mjög hrifin af páskagulum lit og hef ekki verið með mikið páskaskraut, jólin eru minn tími. En svona í seinni tíð hef ég verið að skreyta meira með pastel litum, ljós- bleikum, bláum, grænum, gulum  og fjólubláum litum. Ég er líka meira fyrir kanínur en unga þó þeir séu ágætir með og svo nota ég líka fugla og ég er alltaf með greinar úr garðinum sem eru aðeins farnar að grænnka..Hér eru nokkur verkefni sem gaman er að dunda sér við fram að páskum ég vona að þetta nýtist ykkur eitthvað.


það er hæglega hægt að föndra svona sjálfur sjá hér er hægt að fá sniðið

Þessi snið eru frá Pretty blog


Páska hurðakrans héðan


Hér getið þið lært að gera svona falleg silhouette egg 

 og þessi eru frá Mörtu Stewart og hér er kennsluleiðbeiningar


þessi fallega gamaldags páskakarfa er héðan


þessi páskasnið er hægt að nota á ýmsan máta héðan


Nú er upplagt að föndra svolítið með bönunum fyrir páskana sniðið er hér


Ef þið hafið nógan tíma og þolinmæði þá má læra hérna að gera svona pappamassa egg


Egg fyrir prjónafólkið uppskrift hér


Svo má sauma svona krúttlega körfu til að tína eggin í. Sniðið er hér

Þessa krúttlegu páskapúða sá ég hér

Páskaveisla
Þetta væri mjög fallegt að gera fyrir páskana eða sumardaginn fyrsta, mér finnst alltaf  að maður eigi að halda ærlega upp á hann.

helgarkveðja Adda

15 March 2012

Listamaður mánaðarins


Ég var að eignast þessia fallegu mynd sem heitir "á góðum degi" og er eftir listakonuna Guðbjörgu Ringsted  ég hef áður fjallað um Guðbjörgu hér á blogginu mínu en hún gerði jólaprýði póstsins nú fyrir jólin og ég fjallaði um hér. Þjóðlegur arfur íslenskra útsaumsmynstra er meðal viðfangsefna Guðbjargar og þar vinnur hún með balderingar og líkir eftir útsaumi á íslenskum þjóðbúiningum kvenna. Guðbjörg býr og starfar á Akureyrir.

Auk þess að vera frábær listamaður þá safnar Guðbjörg líka gömlum leikföngum og rekur í dag leikfangasafnið í Friðbjarnahúsi og ég hef áður fjallað um hér.

.
Guðbjörg Ringsted, ljósmynd: Skafti Hallgrímssson 


Þessi mynd heitir "Konunglegt danskt "og er einnig eftir Guðbjörgu. Ég skora á ykkur að kynna ykkur verk hennar. Ef þið viljið hafa samband við Guðbjörgu Ringsted í netfangið ringsted@akmennt.is 

kveðja Adda

11 March 2012

Veislur

Þar sem fermingarnar eru að skella á þá ákvað ég að setja inn nokkrar veislumyndir. Fyrir tveimur árum var ég með fermingarveislu og stúdentsveislu með tveggja mánaðar millibili og hér eru nokkrar myndir. Báðar veislunar voru haldnar heima sjá okkur.


Ég nota pom poms mikið þegar ég er að skreyta og fyrir borgaralega fermingu sonarins míns skreytt ég aðalega með hvítum misstórum pom poms, greinum, hvítum rósum og hvítum origami fuglum sem ég lærði að búa til á Youtube


hér má sjá í pom pomsið


Skreytingarnar voru frekar einfalda og litirnir voru hvítt, grænt og pínulítið svart. Ég gleymi alltaf að mynda skreytingarnar áður en gestirnir koma og svo er engin tími eftir að veislan er hafin til að mynda, maður þarf helst að fá einhvern fyrirfram til að mynda fyrir sig. En hér á myndinni er eiginmaðurinn og tengdapabbi


svona leit borðstöfan út fyrir ferminguna en þá vorum við nýbúin að taka borðstofuhúsgögnin í gegn


Ég stíng oft tvemur rósum saman í glæran vasa og læt þær vera alveg ofan í vasanum


Sonur minn vildi hafa kökuveislu og María Rut frænka hans tók að sér að gera fermingartertuna úr sykurmassa, þar sem drengurinn er skáti þá fékk hann útileguköku með tjaldi og varðeldi.
Það er svo frábært fyrirkomulag í fjölskyldunni og ég mæli með það kemur að stórveislum þá kemur hver með eina köku, þetta léttir svo mikið á þeim sem er með veisluna. Svo næsti þegar er veisla í fjölskyldunni þá mæti ég með tertu, möffins eða eitthvað sem hentar, það er mjög lítið mál að búa til eina köku en mikið mál að gera margar fyrir utan allt hitt sem þarf að gera. 


Borðið í held sinni


Við vorum með servíettur frá Heklu með mynd af Lóu, okkur fannst það mjög vorlegt, íslenskt og fallegt. Ég klipti út myndir af Lóu og setti á tvö kerti sem ég notaði sem fermingarkertinn og sjást þarna hægra meginn á myndini,. Þarna sést fermingatertan líka betur.


Ég klippti nokkrar greinar af trjánnum í garðinum og var búin að hafa þær í vatni í 2 vikur þannig að þær voru farnar að grænka aðeins


Ég gerði origami fugla (crane-Trönur) úr hvítum pappír og hengdi kristalla neðan í þær


Hér eru Trönurnar hangandi í grein


svo keypti ég í Sirku svartar siluett myndir úr tré af drengjum og stúlkum og hengdi á greinarnar 


Hér sést þetta betur


Elsti sonur minn útskrifaðist sem stúdent 17. júni og þá vorum við með smárétti, servíetturnar voru íslenskar servíettur eftir Heklu  með mynd af fíflum á og svo notaði ég aftur kertin (með Lóuni) frá því í fermingarveislu yngri sonarins


Hér er pakka drykkja og pakkaborð og svipaðar skreytinga og voru í fermningarveislunni nema nú voru líka bleikar rósir, reynigreinar úr garðinum og íslenski fáninn.


Hér er nýstúdentinn á pallinum sem skreyttur var með íslenska fánanum og þar sem veðrið var alveg dásamlegt gátum við haft borð úti líka.

kveðja Adda

06 March 2012

Blúndur enn og aftur

Ég  fæ aldrei nóg af blúndum í hvaða formi sem er og hér eru nokkur dæmi af Pinteres síðunni minni undir  heitinu Fallegt



þetta finnst mér falleg hugmynd að setja litla blúndudúka í gamla myndaramma


Blúndur eru svo fallegar bara svona einar og sér


Ekki er verra að eiga blúndukjól eða undirkjól


Blúndur í hárið þetta er mjög fallegt fyrir fermingarbarnið

Það má gera heilmikið fyrir trefilsræfil með því að setja á hann blúndu


nú er sniðugt að búa til rómantískann kraga fyrir fermingarnar eða sumarið


Blúnduórói fín skírnargjöf


Svo er frábært að skreyta hversdagslega hluti með blúndu, ég hefði ekki tekið eftir þessari skál nema af því að hún var með blúndu;)


Þetta væri líka sniðugt að nota þessa hugmyndi í matarboði til að merkja diskana


Ég myndi nú örugglega setja seríur  inni í þessa blúndubolta þó svo að þeir séu fallegir svona einir og sér 


Blúndublóm


Blúndu lampaskermur


Ég á líka svipað stóra krukku sem ég geymi mínar blúndur í


Hér er blúnda strengd á gamlan myndaramma og búið að taka úr honum bakið og notað sem skartgripahengi


Blúnda getur breytt víraherðatréi í rómantískan hlut


Eyrnalokkar úr blúndu það er örugglega hægt að klippa svona dúllu úr úr plastblúndudúkum eins og fást í Rúmfatalagernum


Fermingarstúkurnar fyrir fermingastúlkunar.


Pappabox fallega skreytt blúndu


Pant eitt svona handa mér fyrir sumarið sem er rétt handan við hornið


Ekki væri nú dónalegt að kunnað að gera svona eða þekkja einhvern sem kann það.


Þessar mottur eru á óskalistanum og fást hér


Spurning um að fara að útbúa svona fyrir sumarið


kveðja Adda