28 February 2012

Kerti og aftur kerti


Ég hef oft sett myndir á kerti t.d. á afmæli dóttur minnar þá hef ég yfirleitt sett myndir á kerti annaðhvort myndir af henni eða einhverju sem tengist afmælisþemanu. Þá var ég yfirleitt með eitthvað séstakt lím til að setja servéttur á kerti.


Hér eru Bangsimonmyndir á kertunum í eins árs afmælinu hennar Emblu (ef þið sjáið þær fremst á myndinni)



fyrir jólin prentaði ég út úr tölvunni nokkrar engla og jólamyndir og festi á kerti  með límstifti. 


En svo er ég búin að sjá  víða á netinu alls konar aðferðir við að setja myndir á kerti til dæmis hjá Lindu á síðunni "Litlir hlutir" og hjá Helgu á síðunni "Allt er vænt..."  (Endilega kíkið á þessar síður þær eru báðar að gera frábæra hluti). Ég átti nokkur kerti eftir jólin sem höfðu verið í (þó nokkrum) aðventukrönsum heimilisins og en var nóg eftir af þegar jólin voru búin. Svo að ég ákvað að gera nokkrar tilraunir við að setja myndir á kertin.

Silkipappír og prentari

Hitabyssan

Í þessa tilraun fór silkipappír sem fæst í öllum betri föndur og bókabúðum og Tiger
hitabyssa sem ég er búin að eiga í mörg ár og nota mikið með stimplunum mínum og hvít kerti.
Ég fann nokkrar gammel myndir á netinu ég fer aðalega inn á The Graphics Fairy sem er algjörlega mitt uppáhald þegar kemur að gamaldags myndum


Það eru öll kerti glæsileg í þessum kertastjökum frá Margréti Jóns en það er ekki verra að vera með kórónu



Ég valdi nokkrar myndir til að setja á kertin, þær myndir sem voru með letri speglaði ég  í tölvunni .Til þess að spegla texta svo hann snúi rétt á kertinu fór ég í word og  ýta á draw og valdi þar rotate or flip og svo flip horizontal og þá er myndin spegluð.
Ég klippti út silkipappír jafnstóran A4 blaði og festi hann niður á ofan og neðan við ljósritunarpappírinn með límstipti og prentaði myndirnar út á glanshliðina á pappírnum. Þá klippti ég myndina af ljósritunarpappírnum og setti hana á kertið og hitaði með hitabyssunni þar til vaxið fór að hitna og við það dökknar myndin og blotnar upp. Maður þarf bara að passa sig að hita kertið ekki of mikið en þá fer allt að kertavaxið að leka niður í stríðum straumum og kertið verður mjög hrufótt og ljótt.


Og þarna er myndin komin á kertið




þetta var fyrsta fórnarlambið og ég var full gróf á hitanum svo það fór að leka niður.


Hér er myndin sem ég notaði en ég þurfti ekkert að snúa henni 


Þessi mynd sést ekki vel en hún er voða rómó


Þarna setti ég saman tvær myndir aðra af rós en undir setti ég sendibréf og það kemur svo fallega úr að mér finnst


Svo er það kórónan en það verður að vera svolítið konungslega heima hjá manni annað slagið


Ég á örugglega eftir að gera fleiri tilraunir seinna og svo á ég eftir að gera einhverjar tilraunir með það að prenta á efni en það bíður betri tíma. Ég vona að þetta hafi komið að einhverju gagni en svo verður maður bara að prófa sig áfram.kert

kveðja Adda

10 comments:

  1. Vá þú ert svo mikill snillingur Adda.Og frábærar útskýringar,kærar þakkir þetta eru dásamleg kerti :)

    ReplyDelete
  2. Svo flott! Og takk kærlega fyrir greinagóðar leiðbeiningar og tillögur að síðum, fer sko pottþétt í að skoða þetta :) Þarf greinilega að fjárfesta í hitabyssu... er eitthvað sérstakt sem ég þarf að hafa í huga varðandi það?

    ReplyDelete
  3. Mjög flott og gaman að heyra hvernig þú gerir þetta. Hef bara notað servíettur og Mod Podge en las einhver staðar að hægt væri að hita skeið og strjúka yfir myndirnar. Ætla endilega að prófa silkipappírinn. Hef prentað texta á tau. Lítið mál en ekki þvottekta. er með bleksprautuprenntara.
    Kveðja, Hanna

    ReplyDelete
  4. Þú ert alltaf svo hugmyndarík kæra systir. Alltaf jafngaman að kíkja inná síðuna þína og sjá hvað þú ert að dunda.
    Kv.,
    Hemma

    ReplyDelete
  5. er ein af þeim sem kíki reglulega á síðuna þína og hef gaman af þó ég sé ekki dugleg að kvitta fyrir innlitið!
    Kv. Kolbrún

    ReplyDelete
  6. takk fyrir ég keypti þessa byssu fyrir mörgum árum í AB búðinn og hef ekkert vit á svona byssum þessi er bara með einum takka on og off
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  7. Þetta kemur rosa vel út hjá þér Adda! :) En af hverju speglaru textanum? Ég sný bara réttu hliðinni upp :Þ

    ps. takk fyrir linkinn :)
    kv. Linda - Litlir hlutir

    ReplyDelete
  8. Þetta er æði.
    Bræðiru þá í raunini pappírinn inn í kertið?

    ReplyDelete
  9. Sæl lenti hérna inn við að leita ráða hverni gá að setja myndir á kerti. En hvernig verður þetta þegar kertið er búin að loga lengi. Brennur myndin...verður þetta einhver eldhætta?

    ReplyDelete