29 July 2010

Múffinsæfing

Sæl og blessuð
Ég ætla að taka þátt í "Mömmur og múffins" sem haldið verður í lystigarðinum á Akureyri á laugardaginn. Þá ætlar hópur fólks að baka múffins sem seldar verða til styrktar fæðingardeild FSA
Þessi kaka heitir Red velvet cupcake og er rauð á litin með ostasmjörkremi

Þetta eru súkkulaði múffur með sykursætu bleiku kremi

Bleiku kökurnar

Rauðu kökurnar
Á morgun ætla ég að prófa snikkersmúffins en nota mars í staðin fyrir snikkers

kveðja Adda

27 July 2010

Barnahús

Mér hefur lengi langað í svona snoturt barnahús í handa Emblu en ekkert en orðið úr því. Það er hægt að gera þessi hús svo dásamleg kósí. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af fallegum barnahúsum.

Þetta barnahús er eins og þau sem fást í Húsasmiðjunni og Byko

Svona er nú hægt að gera þau hugguleg að innan

Þetta hús er svo flott í laginu

Þetta er hálfgert trjáhús

Hér er veggfóður notað til að skapa hlýlega stemmingu

Þessi barnahús hér að ofan fann ég á síðunni Family livingÞetta dásamleg barnahús er frá yndislegri síðu sem heitir Blafrebloggen

Kveðja Adda

24 July 2010

Bollarnir mínir


Þetta er fyrsti bollinn sem ég eignaðist, ég man ekki hvað ég var gömul kannski 6 ára. Bollin er mjög lítill og það kemst ekki mikið í hann en góður fyrir litlar hendur.
Á hátíðisdögum fékk ég að drekka kakó úr bollanum

Það er sama mynd á bollanum og undirskálinni sem einhverntíman hefur brotnað og pabbi límt saman af sinni alkunnu snild. Hemma systir átti alveg eins bolla bara fölgrænan.

Þessir bollar eru eftir Margréti Jóns leirlistakonu

Gamall bolli úr Frúnni í Hamborg

Gamaldags bolli sem ég fann einhverntíman í Hagkaup
ég á 6 svona

Ég er að safna bollum og reyni að kaupa einn í hverri tegund. Þessir bollar hér fyrir neðan eru allir úr Frúnni í Hamborg.Mér finnst þessi sérstaklega fallegur


Ég hef alltaf fallið fyrir fallegum bollum þó svo að ég drekki ekki kaffi mér finnst gaman að bjóða fólki upp á kaffi í fallegum gömlum bollum.

kveðja Adda

23 July 2010

Sniðugir fánar


Ég rakst á þessa sniðugu fána úr pappír á þessari síðu en þar má hlaða þeim niður, prenta út og hengja upp hjá sér t.d. nafn afmælisbarnsins eða fallega kveðju.
kveðja Adda

22 July 2010

Nýja fánastöngin

Það er búin að vera draumur minn í mörg ár að eignast fánastöng, mér finnst að svona lítið piparköku hús eins og okkar eigi að hafa fánastöng í garðinum.
Loksins er draumurinn orðin að veruleika og fánastöngin risin og ég gæti ekki verið glaðari.
kveðja Adda

19 July 2010

Freyja

Ég var að klára þessa peysu á mig. Hún er úr plötulopa, þunn, þæginleg og mjög fín utan yfir kjóla. Uppskriftin er eftir Ragnheiði Eiríksdóttur og munstrið er gamalt Íslenskt munstur sem hún fann í Sjónbók.
kveðja Adda

18 July 2010

Fyrir og eftir

Svona leit borðstofan út áður en hún var máluð

Svona lítur þetta út núna eftir að Þórgnýr málaði með kalklit frá Auði Skúla (ekki sérlega góð mynd hjá mér)
passar miklu betur við borðstofuborðið sem líka er málað með kalklit.

kveðja Adda

16 July 2010

Á pallinum

Sumar á pallinum


Þessi gamli baststóll var orðin upplitaður og snjáður en fékk nýtt líf eftir að ég spreyjaði hann með svörtum matt lit

Kósískotið

Ég tíndi blóm úr garðinum og setti í gamla kaffikönnu og bolla.


gömul jarn garðkanna sem ég málið, límdi servíettublóm á og lakkaði svo yfir. Ofan í henni eru svo gerfirósir og punkturinn yfir i ið er svo serían( sem ekki sést á þessari mynd).

Þessi glæsilega járnbelja er frábær undir kassavínið, hún og plastglösin eru úr Sirku.

Sumarhressing, hvítvín og ostur með heimagerðri chillisultu

Kveðja Adda

15 July 2010

Leikfangasafn á Akureyri

Sunnudaginn 11. júlí var opnað sýning á leikföngum og brúðum í eigu Guðbjargar Ringsted í Friðbjarnarhúsi, Aðalstræti 46 á Akureyri. Sýninginn er samstarfsverkefni Guðbjargar, Minjasafnsins og Akureyrarstofu og er vonandi byrjun á einhverju miklu stærra.
Fullt var út úr dyrum allan daginn svo það var erfitt fyrir Þórgný að mynda en ég á eftir að fara aftur til að skoða sýninguna betur og set þá inn fleiri myndir.


Handriðið var fallega skreytt og þessar stóru brúður stóðu heiðursvörð við tröppurnar

Tréstyttur í glugga, ég man eftir því að þegar í var í barnaskólanum á Akureyri þá gerðu við svona tréstyttur af húsdýrunum.


Gubjörg Ringsted á tali við ein gesta sýningarinnar

Gömul trélest í glugga

Sýninginn er í þremur litlum herbergjum á neðri hæð húsins og hér sést inn í eitt þeirra

Hér kennir ýmisa grasa og margur kannaðist við ýmislegt úr bernsku sinni

Skemmtilegt teboð

Puntudúkka

Embla og Dóra gæða sér á svala og kexi á meðan þær teikna

Kaitas vandar sig

Embla fyrir utan húsið

Kveðja Adda