09 January 2014

Jólarest fyrir rest

Best að reyna að halda áramótaheitið um að vera duglegri að blogga ;)

Ég gleymdi að setja inn mynd af aðventuskreytingunum mínum nú fyrir jólin en yfirleitt geri ég nokkrar en þær eru oft mjög einfaldar. 

Að þessu sinni notaði ég súputarínu sem ég keypti í Húsi fiðrildana í sumar, oasis, mosa svo eru þarna hvít stjarna á bak við og lítill hvítur ísbjörn ásamt könglum, gerfisnjó og glimmer.
Myndin á bak við er eftir Ragnar Hólm Ragnarsson og er af KaldbakiÉg er búin að hafa það alveg dásamlegt um jólin og átti yndislega tíma með mínum nánustu. En nú þarf maður bara að hrista af sér slenið það er líka alltaf gott þegar venjuleg rútína hefst að nýju. 
Um jólin eignaðist ég marga fallega hluti og hér eru nokkrir af þeim.


Ég er að safna munum úr þessu gamla bleika gleri og var svo heppin að fá þessa dásemd í jólajöf.

Þessi fallegr rjúpulöber er frá Heklu Ísland og þarf ekkert endilega að vera jóla allavega ætla ég að nota hann áfram þó jólin séu búin.


Svo fékk ég þessa dásamleu cucu klukku og hún er svo fallega ljósblá alveg í stíl við gamla skápinn minn


Grænblátt er liturinn í ár og ég fékk þennan Curve kertastjaka í jólagjöf en hann og fleiri fallegir vinir hans í fást í ýmsum litum í Hrím.


Þetta dásamlega "muffins" bjó systurdóttir mín til en hún er algjör snillingur stelpan
 ég get bara ekki hætt að dást af því.
Muffinsformið er úr ljósgrænu gifsi, bleika "kremið" er úr pappír og askjan utan um það
er úr hvítum pappír


Það er svo flott undir gler kúpli á tertufatinu frá Margréti Jóns leirlistakonu
það er bara eins og þau hefðu alltaf verið saman

Er þetta ekki dásamlegt! 
Stúlkan knáa heitir Sandra Rebekka og ég hvet ykkur til að fylgjast vel með henni í framtíðini en hún útskrifast úr Myndlistaskólanum á Akureyrir í vor.


svo er það þessi fallegi Hreindýrapúði frá Lagður

Bestu kveðjur Adda

01 January 2014

Gleðilegt ár


kæru blogg vinir gleðilegt ár og takk fyrir árið sem var að líða. Mitt áramótaheiti er að vera duglegri að blogga en síðasta ár var mjög lélégt blogg ár hjá mér en batnandi mönnum er best að lifa ekki satt.Þessi tré gerði ég fyrir jólaboð sem mamma var með 30. des, ég gerði reyndar bæði tré og jólabjöllur en  á bara þessa mynd sem maðurinn minn tók af jólatrjánum.

Mér finnst mjög gaman að búa til eitthvað til að leggja á diskana sem borðskraut fyrir veislur.

Fyrir gamlaárskvöld bjó ég til skauta til að skreyta diskana með sem má svo nota sem jólaskraut


Þórgnýr maðurinn minn tók myndirnar


Ég vona að nýja árið færi ykkur gæfu og góða heilsu
Kveðja Adda