30 January 2013

Falleg barnaherbergi

 Ég rakst á svo falleg barnaherbergi á síðunni hjá Boglig pluss að ég bara varð að sýna ykkur þau.
Herbergin eru í húsið í Bergen í Noregi sem er frá árinu 1927 og þar búa Ingvild, Kell og börn þeirra þrjú.


Falleg litasamsetning


Kósí



Gamli sófinn er bara æðislegur og sniðugt að hengja tjaldið bara upp í loft ekki satt.


krúttlegt


Í eldhúsinu er lítið barnaeldhús fyrir börnin




Það eru svo kósí að hafa svona súð


Ef þig viljið sjá meira úr húsinu þeirra Ingvild og Kell þá getið þið kíkt á það hér

Bestu kveðjur Adda

20 January 2013

Óskalistinn minn

Þegar maður er að vafra á netinu þá rekst maður oft á fallega hluti sem maður væri alveg til í að eiga eða búa til hér fyrir neðan eru nokkur dæmi

Mig langar svo í þessi fallegu fuglarúmföt úr HM home handa okkur hjónunum




Svo veitir ekkert af að lífga aðeins upp á baðherbergið og þá væri ekkert verra að eiga svona fulgasturtuhengi...
...baðhandklæði og mottu allt úr HM home


Brauð eða tertubox HM 

Tetufat úr járni hægt að fá bæði í bleiku. bláu og hvítu
Ég þarf alveg greinilega að komast í HM á næstunni



Geggjað úr frá Fossil


Þetta bleika ljós þarf ég að fá á ganginn hjá mér, skermurinn á ljósinu þar eyðilagðist nú rétt fyrir jól og þetta er algjörlega málið.
Ljósið er frá Krunk


Mig er lengi búið langa í svona krítartöflu frá Tutto nostro en ég finn bara ekki stað fyrir hana ennþá en koma tímar koma ráð


Þetta snyrtiborð er líka fra þeim í Tutto nostro en það eru tveir sniðir á Akureyri sem hafa verið að smíða svona fallega hluti í frístundum


Svo langar mig til að prjóna mér svona fallegan kjól sem ég fann hérna það er hægt að kaupa uppskriftina af honum á netinu


Svo væri sniðugt að sauma svona fyrir símann sinn uppskriftinn er hér


kveðja Adda

18 January 2013

Rómó í janúar

Ég er búin ad vera í þvílíku leti kasti síðan um jólin að mér er farið að þykja alveg nóg um. En í svona leti þá finnst mér alveg upplagt að vafra um á netinu og skoða fallegar myndir og kannski að grípa eina, tvær hugmyndi í leiðinni. En sem sagt nú er í í svona Rómó fíling eins og þessar myndir bera með sér.



þessi mynd er frá Vintage dormer


Ég keypti mér gamlan bleikan ofkors í Hús fiðrildanna fyrir jólin en það vantar á hann skerminn svo ég er búin að vera að skoða lampaskerma og þessir eru bara æði ég segi ekki meir.









Þessir fallegu lampaskermar eru héðan














Ég fann þessa mynd á Pinteres en fann ekki upprunann

13 January 2013

Hringferð í pastellita leit


Ég er mjög hrifin af gömlum hlutum og pastel litum. Ég er lengi búin að safna allskonar myndum af fallegum gömlum hlutum og hlutum í pastel litum. Ég ætlaði að fara að setja hér inn myndir af netinu sem tilheyra báðum þessum flokkum en þá datt mér í hug að labba bara smá hring hér í húsinu hjá mér og mynd þá hluti sem ég á og flokkast undir að vera annað hvort í pastel liti eða gamalt og helst hvor tveggja.

Við byrjum í stofunni, þennan skáp keypti ég í RL þegar við fluttum inn 2007. Ég málaði hann ljósblágrænann og setti gjafapappír í bakið á honum því ég fann ekkert veggfóður sem mér líkaði á Akureyri og að sjálfsögðu get ég ekki beðið eftir því að fara til Reykjavíkur eða panta á netinu ég þurfti að gera þetta strax. Kannist þið eitthvað við svona fljótfærni ég gleymi  iðulega að mynda hlutina áður en ég byrja að gera þá upp, mér dettur allt í einu í hug að byrja á einhverju og þá skelli ég mér bara í það jafnvel á náttfötunum.


Ég gerði nokkra Bóndarósir (pom poms) úr silkipappír, ljósbleikar, ljósblágrænar og hvítar, ég keypti voða fínan silkipappir í A4.


Hvíta kúlan er úr Söstrene Grene og litla ljósgræna kúluna keypti ég í Svíþjóð í nóvember


ég elska þessa liti það er bara þannig;)


Tvær pappastjörnur sem ég keypti í Danmörku fyrir nokkrum árum síðan eru nú komnar úr glugganum og upp á skáp og ég lærði það hjá Dossu snillingi í skreytum hús að setja bara seríu inn í þær til að fá þetta fína ljós


     Það leynist nú svona eitt og eitt bleikt stykki í þessum skáp


Ég á svolítið af fallegu hlutinum frá Pipp sem fást t.d. í blómabúð Akureyrar


Þessi glös keypti ég fyrir margt löngu í Prag


 Bleiku vatnsglösin eru úr IKEA ( að vísu löngu uppseld því miður)


Svo eru það náttúrulega hjörtun mín sem skreyta allar skápahurðir og handföng


Við skulum nú opna skápinn og kíkja aðeins inn í hann. Gamli fallegi blómavasinn er frá Ömmu minni og afa á Húsavík og mér þykir svo undur vænt um hann, amma átti yndislegar bóndarósir í garðinum sínum og mér finnst bóndarósir eigi svo vel heima í þessum vasa. Ég er búin að fá mér Bóndarósir í garðinn og nú bíð ég bara eftir að þær fari að blómstra. Annars eru rauð og hvítvínsglösin keypt í Valrós á Akureyri og bleika skálin á fætinum er úr Sirku.


Ég á eiginlega tvö matarstell annað er þetta rauðbleika sem er hér í neðri hillunni og var keypt í Laura Ashley þegar ég var að hefja minn búskap, það tók langan tíma að safna þessu stelli og margar afmælis og jólagjafir en svo var náttúrulega hætt að framleiða það:(


Svo á ég þetta hvíta stell sem var keypt í verslun á Akureyri sem nú er hætt. Þarna leynast líka nokkrar gamlar skálar ú bleiku gleri sem ég er að safna eins og Kristín vinkona mín sem er með síðuna Blúndur og blóm


Þetta er gamall skenkur sem ég er ekki alveg búin að áhveða hvað ég geri við hvort ég mála hann eða pússa hann bara upp og lakka. Ég er svona að reyna að ná einhverri lendingu eftir jólin og er ekki alveg búin að ákveða hvernig ég vill raða hlutunum upp og svona.



Fyrir ofan lampann hanga tvö "hjól" veit ekki alveg hvað þetta heitir.


hér er nærmynd af þeim annað er hvítt en hitt ljós blágrænt. keypt í Svíðþjóð nú í haust


Ég er með hreindýr uppi allt árið en samt er það misjafnt hvað hreindýr eru uppi hverju sinni en þessi fá að vera uppi í bili að minnsta kosti.


Vasi og kertastjaki frá Margréti Jóns ég hætti seint að dásama hana og hennar verk


Ég saumaði hjartað sem er á kertastjakanum og það er með bleikri slaufu og myndin þarna á bakvið er af stúlku í bleikum kjól og það fékk ég í Frúnni í Hamborg sem því miður er hætt:( og ég sakna mjög mikið.


Þetta sófaborðið er gamallt borð sem ég málaði fyrir mörgum árum svart og það sér ekkert á því.
Bleiku mósaik skálinn er úr Listfléttunni (sem mér skilst að sé búið að opna líka í Reykjavik) og er eftir þær systur í Oddrúnu og Bryndísi í BOM en þær búa líka til skartgripi sem eru seldir í Sirku


Þennann kassa fékk ég í A4 í honum er lítið kertahús úr Garðheimum, dádýr, kerti með englamynd sem ég gerði, flaska sem ég límdi mynd á og skreytti og svo leynist þarna hjarta líka (sést ekki mjög vel á myndinni)


Maríurnar mínar tvær sem standa í stofuglugganum. Sú minni var keypt í Sirku fyrir mörgum árum en hin er úr  Hús fiðrildanna þeirri dásamlegu búð


Hér er hluti af bleika gler safninu mínu upp á sjónvarpsskápnum og mósaik vasinn er frá þeim systrum Bryndísi og Oddrúnu.


Ljósblá vatnsflaska "vatn er fyrir alla" stendur á henni en merkinguna gerði Auður Helena Hinriksdóttir í Kaí merkingar.


Bleiki gangurinn minn líklega sá stærsti í heimi;)


Bjölluhjarta með smá dass af beliku


Þá erum við komin inn í eldhús og þá er að tjekka á hvort eitthvað finnist hér í pastel..


Skápurinn er gamal frá ömmu minni og afa á Kroppi í Eyjafirði þau keyptu hann notaðann, við köllum hann alltaf Kroppsskápinn. Í honum geymi ég alla gömlu bollana sem ég er að safna en það er engin þeirra eins


Hér er einn sem geymir silkiblóm sem ég bjó til


Her er lítil bleik glerskál sem geymir fyrir mig armböndin mín




Hitabrúsar í eldúsglugganum. Ég nota stundum þennann stærri (of kors) þegar ég þarf að taka með mér hvítvínsflösku í óvissuferðir eða pikknik það er svo mikli skemmtilegara að drekka úr svona fegurð.


Skápurinn í eldhúsinu þarna er gamli hitabrúsinn sem pabbi og mamma fengu í brúðkaupsgjöf fyrir um 47 árum síðan, mamma notaði hann aldrei en ég var alltaf að dáðst af honum svo mamma gaf mér hann og ég nota hann mikið.


Tertufötin eru frá Margréti Jóns nú eru gamlir bollar undir hjálmunum


og minni hjálmurinn



Þennan diskastand keypti ég fyrir mörgum árum í búð hér á Akureyri sem nú er hætt. Bleika hjálminn keypti ég í Hús fiðrildana og sykurkrúsin er keypt á flóamarkaði og geymir fyrir mig teskeiðar


Bleikir bakkar


Ekki vera hrædd þó svo að litla lambið sé pínu skerí svona augnstungið en þetta er ýludýr sem pabbi minn gaf mér kornungri (hann er úr sveit) en þett er örugglega með stærri ýludýrum sem gerð hafa verið


Þá erum við komin inn í forstofu og þar er þessi hilla



Hringurinn er úr Sirku og er hálf tómlegur eftir að jólakortin fóru en ég á eftir að finna eitthvað sætt handa honum í staðinn.

Jæja þá er hringnum lokið að minnsta kosti hér á neðri hæðinni
kveðja Adda