30 November 2010

Jólasnjór

Sæl og blessuð
Nú er jólalegt um að litast og fátt betra eftir góðan göngutúr í fallegu vetrarveðri að fara inn og baka fyrir jólin


Svona leit nú út á Akureyri í nóvember, fátt til sem er jólalegra.
Myndina tók Þórgnýr Dýrfjörð.



Ótrúlega fallega piparkökusnjókorn


snjókúlusnjókarlar


piparkökuvettlingar


Glaðlegir snjókarlar


Piparkökukarlakrans


Ég vildi að ég nenti að dúlla svona



Flestar þessara kökumyndir koma frá Mörtu Stewart

ilmandi piparkökukveðjur Adda




26 November 2010

Snjókorn falla á allt og alla.....

Heil og sæl
Snjókorn geta verið mjög fallegt skraut og hér eru nokkur dæmi um það.



Þessi snjókorn eru úr vaxi en það má líka gera svona úr perlum og strauja svo yfir


Pappír og glimmer


Fallegt pappírs snjókorn


Hér eru snjókornin úr perlum og vír


Það er mjög gaman fyrir alla í fjölskyldunni að koma saman, klippa út snjókorn og skreyta með þeim glugga eða jólapakka


Ég veit nú ekki alveg úr hverju þessi snjókorn eru úr því að þau geta hangið úti. En það væri nú sniðugt að framleiða svona úr t.d. plexigleri.


Það má skreyta eitt og annað með svona fínum snjókornum




Það er líka hægt að nota gamal blúndudúka og heklaðar dúllur til að skeyta fyrir jólin


Svona er hægt að gera með greinum eða spítum, mála hvítt og setja svo glimmer yfir


Flestar þessar myndir eru fengnar hjá Mörtu Stewart

Kveðja Adda


25 November 2010

Gjafapappír

Sæl og blessuð
Ég rakst á þennan fallega gjafapappír á síðunni hennar Lísu. Blámi heitir sprotafyrirtæki sem systurnar HannaMargrét og Unnur Dóra Einarsdæturstanda á bak við og þær hafa hannað gjafapappír úr gömlum landakortum. Pappírinn fæst meðal annars í Epal, Minju og ég held að hann verði líka til sölu í Sirku á Akureyri.






Hér eru glasamottur, hugmynd frá Mörtu Stewart þar sem landakort eru notuð


Kveðja Adda




24 November 2010

Jólaskreytingar úti

Sæl og blessuð
Jæja nú er orðið tímabært að fara að skreyta úti enda veitir ekki af að lýsa upp tilveruna núna í svartasta skammdeginu. Ég verð hins vegar að bíða aðeins lengur eða þangað til það hlýnar aðeins svo að ég finni runnana hjá mér og geti sett á þá seríu. Ég þarf líka að moka ofan af garðbekknum svo ég geti sett á hann risa jólakúlur, greni, stóra köngla og seríu. Ég set kannski inn myndir við tækifæri ef það þiðnar eitthvað fyrir jól. En á meðan er hér smá útijólastemning.


Klakakertastjaki þarna er bara notast við kökuform. Ég á hins vegar voða flotta stjörnuform til þess að búa til svona klakakertastjaka. Það er hægt að frysta grenigreinar, ber og ýmislegt jólaskraut. Ég set kannski inn myndir seinna.


Þarna er rauði og hvíti liturinn í aðalhlutverki


Það má skreyta hurðir með ýmsu öðru en krönsum




Þetta er svona jólabekkur


Ekki amalegt að fá svona móttökur þegar mætt er í jólaboðið


Þarna býr greinilega einhver stjarna


Svo kölluð Grýlukerti, að vísu manngerð


Það var hægt að fá svona kúlur í kjarnaskógi fyrir jólin


Glerkrukkur og sprittkerti í tré, alltaf fallegt




Kveðja Adda

20 November 2010

Jólaskreytingar

Sæl og Blessuð
Nú get ég bara ekki á mér setið lengur og ætla að steypa mér í jólastemminguna. Það er alveg orðið tímabært að byrja að búa til jólaskraut.

Flott að skreyta svona með trjádrumbum, greinum og könglum beint úr náttúrunni. Svo má bæta inní hreindýrum sem fást t. d. í Sirku

Svona fínheit fást í Sirku

Vírakrans sem ég bjó til frá grunni, ég setti í hann seríu, saumaði hjörtu og festi á hann ásamt perlum, og öðrum hvítu jólskrauti

Ikea kransinn minn fyrir nokkrum árum

Jólaborðskraut

Flott að setja svona saman í skál, kúlur perlur og kerti

Það má líka skreyta skápa og hillur

Ég er alltaf veik fyrir svona bleiku og fallegu

Pappírssnjókorn á grein

Ég hafði hugsað mér að gera nokkrar svona stjörnum á jólatréið í ár

Jólakúlur í skál alltaf klassiskt

Alveg dásamleg stigaskreyting

Svona aðventuflöskur fengust í fyrra í Sirku

Kramarhús eru alltaf svo falleg, á grein, jólatréið, í gluggan eða bara hangandi neðan úr loftinu

Kramarhús sem ég gerði fyrir nokkrum árum úr glimmerpappír, blúndu og glansmynd.

kveðja Adda