06 January 2012

Blúndur í byrjun árs

Kæru vinir takk fyrir allar heimsókninar á líðnu ári og öll fallegu kommentin og falleg orð á götum úti það hefur komið mér verulega á óvart hvað margir virðast kíkja hérna inn reglulega og mikið væri nú gaman ef þið vilduð skrifa í kommentin eða gerast fylgjendur síðunnar (followers).
Takk takk kærlega fyrir mig.

Í byrjun árs er gott að byrja á nýjum verkefnum , hér eru nokkrar hugmyndir


Það er mjög einfalt að setja smá blúndubút í stroff og þá er maður komin með svona fínan hálsklút


Svona er einfalt að búa sér til hálsmen úr blúndu bara klippa smá bút af gömlu gardínunni og setja á keðju og volla þessi fína festi komin.



Mig langar svo í blúndulímband 






 en hér getur þú lært að gera svona sjálfur, ég á örugglega eftir að prófa þetta.


Bækur innbundnar í blúndu kápur


 Dásamleg kóróna úr blúndu 


Þetta þurfið þið til að búa til kórónu


Pífur og blúndur bara dásamlegt


Þessar dúllur eru héðan


 Mjög einfalt en fallegt héðan


 Hér eru leiðbeiningar hvernig þú gerir svona blúnduljós

Ég vona að þið finni ykkur eitthvað til að dunda við á nýju ári

kveðja Adda


10 comments:

  1. ohhh....allar þessar blúndur eru svo bjútífúl :-)

    Væri til í að prófa að gera svona blúndurljós!

    kv
    Kristín

    ReplyDelete
  2. Ættum að stofna blúnduklúbb Adda mín, er það ekki bara málið? Flytja svo inn blúndulímband og fleira bráðnauðsynlegt :) Snilldar samantekt hjá þér!

    ReplyDelete
  3. Blúnduklúbbur já já já...

    ReplyDelete
  4. úúú æðislegt, mér líst vel á blúnduklúbb og bið hér með formlega að fá að vera með :D

    ReplyDelete
  5. Alltaf eitthvað fallegt hér. Takk fyrir mig :o)
    Kveðja
    Kolbrún

    ReplyDelete
  6. Yndislegt allt saman, blúnduljósið mjög spennandi :)

    ReplyDelete
  7. Bara að kvitta fyrir innlitið , er búin að skoða bloggið þitt í einhverja mánuði ,eitt af mínum uppáhalds :) kv. Auður

    ReplyDelete
  8. 'Omótstæðielgar blúndur. líst vel á heimatilbúna blúndulímmiðann.

    ReplyDelete
  9. Ný búin að uppgötva þessa dásamlegu síðu sem þú ert með......Blúndur eru náttúrulega það flottasta:O)
    Kveðja Helga Björg

    ReplyDelete
  10. Flott samantekt hjá þér Adda og fullt af hugmyndum. :)
    Kveðja - Erna Hrönn

    ReplyDelete