27 February 2011

Notaleg svefnherbergi

Ég er ekki almennilega búin að klára að gera hjónaherbergið notalegt og er mikið að skoða síður með fallegum svefnherbergjum. Hér koma nokkur sem ég átti í inni í tölvunni minni en man ekki hvaðan ég hef fengið.


Glæsileg himnasæng


Hvernig væri að hengja gamlan borðdúk upp á vegg og nota sem rúmgafl


Æðisleg svona bleikt snyrtiborð


í þessu herbergi eru mjög margar vörur frá Greengate en svo skemmtilega vill til að Sirka er að fara að selja aftur vörur frá þessu fyrirtæki.
Rósótt og fallegt
Ég elska svona bleikt og rómó


Það er svo flott að mála trégólfið hvítt


Væri alveg til í svona stól


Glæsilegt veggfóður

Þetta er reyndar barnaherbergi en það er bara svo flott að ég setti það hér með
Hvítt og stílhreint


Þetta rúm finnst mér alveg dásamlegt.

Ég er að bíða eftir því að andin komi yfir mig og ég klári hjónaherbergið mitt.

Kveðja Adda

21 February 2011

Baðherbergi

Það er ekkert baðkar í húsinu mínu og ég sem er algjör baðkerling. Ég safna myndum af flottum baðherbergjum og læt mig dreyma.


Fallegt frístandandi baðkar í blágrænum lit.


Það er örugglega dásamlegt að baða sig í þessu baðkari með flottu útsýni


Annað bað með útsýni ens gott að það sé í einka garði.


hvítt og stílhreint


Spurning um að fá sér bara baðkar í hjónaherbergið ef það er nógu stórt sem það er ekki hjá mér því miður.


Kósí


Svolítið svona Laura Ashley


Það er alveg möguleiki að koma baðinum svona undir súð, þá þarf ég bara að byggja kvist á húsiðEkki skemmir að hafa bleika litinn með


Hér er notað bleikt og blágrænt saman


Svar og hvítt stendur alltaf fyrir sínu.

Kveðja Adda

11 February 2011

Múmínálfarnir


Ég veit ekki með ykkur en hér á heimilinu er mikil aðdáun á Múmínálfunum eftir finnska rithöfundinn Tove Jansso. Maðurinn minn átti bækur um Múmínálfana þegar hann var lítill sem við höfum svo lesið fyrir börnin okkar og aðdáunin hefur haldist í gegnum árin. Við eigum nú orðið flestar allar bækurnar sem komið hafa út á íslensku.


Halastjarnan var endurútgefin núna fyrir jólin enda hafa bækurnar um Múmínálfana verið ófáanlegar í mörg ár


Við eigum einnig 4 teiknimyndabækurnar á ensku en sögurnar um Múmínálfana birtust fyrst sem teiknimyndasögur í dagblöðum


Elsti sonur minn er ein helsti aðdáandi Múmínálfana og hann var heldur glaður þegar hann rakst á þennan disk í Bókval þar sem Hugh Laurie (dr. House) les sögu Múmínálfanna


Hér á heimilinu einnig til matreiðslubók Múmínmömmu sem einnig fékkst í Bókval á sínum tíma

Ég er að safna svona Múmínálfa könnum á að vísu ennþá bara tvær en það er bara byrjunin.
könnurnar fást meðal annars á Amtsbókasafninu á Akureyri og í Búsáhöld í Kringlunni

Ég á líka Múmín innkaupatösku sem má brjóta saman, mín er að vísu dökkbleik og á henni eru Hattífattarnir.
Töskurnar eru hægt að fá í fríhafnarverslun Epals


Mér var bent á verslun sem er meðal annars með skemmtileg og falleg barnaföt en hún heitir Lindex. Í Lindex má oft fá skemmtileg Múmínálfaföt eins og þessi hér á síðunni, það er hægt að panta þetta á netinu.
Dóttir mín er búni að eign eina 2 Múmínálfa kjóla og leggings við. Þetta eru falleg og þæginleg föt.

Jæja nóg af Múmínálfum um sinn
kveðja Adda

09 February 2011

Uppáhalds listamaðurinn minn

Ég á mér eiginlega tvo uppáhalds listamenn og svo skemmtilega vill til að þau eru hjón og heita Jón Laxdal og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Í dag ætla ég að kynna fyrir ykkur annað þeirra en það er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.


Aðlheiður er fædd á Siglufirði 23.júni ´63. Hún fluttist til Akureyrar ´86 og stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri 1989-93. Hún hefur unnið mikið með Dieter Roth akademíunni ásamt ótal öðrum listamönnum. Vinnustofa og heimili Aðalheiðar er í Freyjulundi rétt fyrir utan Akureyri.
Aðalheiður hefur haldi fjölda einkasýninga tekið þátt í ótal samsýningum, gjörningum og fleira bæði hérlendis og erlendis. Hún er ótrúlega hugmyndarík og skemmtilegur listamaður.
Fyrir rúmlega 2 árum fór hún af stað með 50 sýninga röð sem nefnist "Réttardagur 50 sýninga röð". Settar verða upp 50 ólíkar sýningar víða um heim, á tímabilinu júni 2008 til júní 2013. Sýningarnar fjalla allar á ein eða annan hátt um sauðkindina.
Ég skora á ykkur að fylgjast vel með því sem hún tekur sér fyrir hendur.


Ég er mjög hrifin af hröfnunum hennar Aðalheiðar og á örugglega eftir að eignast einn með tíð og tíma mér finnst þeir svo flottir


Krunk, krunk


Svartur sauður


Þessi mynd hér og myndin fyrir neðan eru frá sýningunni Réttardagur sem haldin var í Reistarárrétt við Freyjulund


Horft yfir kindahópinn í réttunum,


minni kindur


Værðarlegar kisur


Sýning Aðalheiðar á veitingastaðnum Hannesi Boy á Siglufirði.
Þessir mætu menn sátu fyrir utan veitingastaðin og fólk gat tyllt sér hjá þeim.


Þessi trillukarl er Hannes Boy sem veitingastaðurinn er skírður eftir, hann stóð uppi á efri hæðinni og horfði yfir salinn.


Frá sýningu Aðalheiðar í Nútímalist Reykjavík í apríl í fyrra sem bar yfirskriftina "Réttardagur" en þarna ná meðal annars sjá sauðburð.

Endilega kíkið á heima síðu Aðalheiðar Freyjulundur.is og sjáið hvað þessi frábæra og hugmyndaríka kona er að gera. Myndirnar eru fengnar á heimasíðu Freyjulundar.

Kveðja Adda