25 September 2014

Nýja herbergið hennar Emblu

Litla stelpan okkar er að stækka og rúmið hennar var að verða full lítið fyrir hana. Þá voru góð ráð dýr. Á efstu hæðini í litla piparköku húsinu okkar eru 3 svefnherbergi, eitt hefur verið notað sem gestaherbergi og svo er hjónaherbergi og barnaherbergi. Í gestaherberginu er kósíhorn sem ég hef áður fjallaði um hér.
Embla ákvað að selja rúmið sitt, skipta um herbergi og sofa bara í kósískotinu, þetta kostað i nokkrar breytingar sem enn er ekki séð fyrir endan á.
Hérna eru myndir frá gamla herberginu hennar Emblu


Séð inn í nýja herbergið


Kommóðan hennar Emblu komin  á nýjan stað


Minnistafla sem ég bjó til úr gamalli korktöflu og sjá má hér


Embla fékk gamla stólinn sem ég gerði upp og sjá má nánar hér



Ég fékk þessi pappahús í Söstrene Grene


 Borð og tveir stólar ssem ég fékk á sínum tíma í IKEA og málaði Mottan er úr Rúmfó


 Við erum ekki alveg búin  að gera upp við okkur hvort við höldum eða seljum stólana og borðið en til að byrja með verður þetta svona.


 Vefurnar fékk ég á sínum tíma í Sirku



Gamall spegill og hilla sem ég fékk fyrir mörgum árum en var aldrei búin að finna rétta staðinn fyrir


Þarn geymir daman nú snyrtidótið sitt


Gardínur eiga eftir að fara upp fyrir utan myrkrartjöldin


Þarna sést skápur sem er innbyggður en ég er að hugsa um að setja skápahurðir fyrir sem ég ætla að að svo mála með krítartöflumálningu. Þarna er líka búrið hans Lúlla sem er naggrísinn hennar Emblu


Gamallt snyrtiborð fékk ég fyrir ca 25 árum, ég málaði það með afgangnum af málningu sem ég setti á  útidyrnar hjá mér fyrir nokkrum árum. Það á eftir að mála stólinn en hann fékk ég ásamt öðrum eins fyrir nokkrum árum í Dæli á flóamarkaði


Hér sést innbyggða hillan betur


Skrifborðið en höldurnar er frá Margréti Jóns leirlistakonu.


Þarna sést inn í kósískotið.


Eldavél sem ég bjó til úr gömlu náttborði sjá hér


Kósí kósí kósí


Það er mjög notalegt að lesa þarna inni


Hér eru stafrófsmyndir sem ég fann á netinu.


Ég fann líka fallegar myndirsem á netinu sem ég prentaði út og límdi innaní.


Skotið er líka skreytt með seríu og litlum veifum.


Nú þurftum við að setja hilluna upp á hlið en í hinu herberginu hennar lá hún þversum.


Smá hilluskraut




Ég bjó til þessa nafnamynd



Svona lítur þá herbergið út enn sem komið er;)
kveðja Adda





17 September 2014

Sumarbrúðkaup

Ég var svo heppin að ég fékk að undirbúa brúðkaup í sumar og koma með alls konar hugmyndir sem alltf var vel tekið í. Brúðurina langaði mikið að vera með einhverskonar pappírs brúðarvönd. Ég ákvað að prófa að gera hann úr kaffifylterum (hvítum kaffi pokum). Ég fann myndir á netinu og þar fékk ég líka snið af blöðunum.


Ég þurfti kaffipoka, vír, grænt blómaband, og svo var bara hafist handa. Ég þurfti að gera nokkra þar til ég var orðin nógu ánægð.


Hér er komin mynd á blómið  



svo var bara að gera það aðeins stærra og svo var bara að svegja bjöðin aðeins


ég var aðalega með blómin hvít á lit en litaði þó nokkur með kaffi svo það væri aðeins litamunur á þeim


í sum setti ég perlur en ekki í öll


Hér er vöndurinn svo tilbúin



Ég gerði líka pappírshjól til að skreyta veggina með


Svona leit þetta út í salnum


Ég gerði pappírsveifur sem á stóð brúðkaup, nöfn brúðhjóna og dagsetning


Brúðurinn pantaði svona pappírs brúðguma og brúðarmeyjar á netinu og setti myndir af öllum gestunum til þess að merkja sætin.


Brúðurinn pantaði nóg af pom pom´s á netinu og með því skreyttum við salinn


Veislan var haldin í húsnæið Oddwello og hvítur jarðvegsdúkur var settur yfir stólana


Þetta er háboðrið en við settum ljósaseríur í gluggatjöldin og hvítan jarðvegsdúk yfir.


Mér finnst alltaf svo fallegt að nota stóru fallegu stjakana frá Margréti Jóns á háborð

kveðja Adda