10 January 2012

Litlir kassar....

Jæja nú þegar jólin eru komin ofan í kassa og allt að falla í rútínu aftur þá er tækifæri til þess að dunda sér við að gera ýmislegt sem kostar lítið sem ekkert. Á mínu heimili hafa pappakassar oft verið mjög vinsælir í alls konar leiki og stundum hefur kassinn utan af jólagjöfini verið áhugaverðari en gjöfin sem í honum var að minnsta kosti tímabundið.
Þegar ég var lítil þá var yfirleitt keypt mjólk í 5 lítra kössum inn á heimilið þar sem við voru fjórar síþyrstar stelpur. Það var ekkert skemmtilegra en þegar mamma skar kassana þannig út að úr varð vagga fyrir dúkkurnar okkar.

Hér eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir sem ekki kosta mikið.


það má gera ýmislegt sniðugt úr pappakössum og hér er þessar fínu hugmyndir 

 Kastali 


Bíll og bensínstöð hvorugt lifir ekki án hins nú á tímum


Stýrið er búið til úr plastdisk


Hérna er þessi líka fína elshúsinrétting úr pappakössum



Þetta finnst mér snilld ónýtir CD diskar fyrir eldavélahellur


Ísskápur


Þessi flotta verslun er fengin á síðunni Ikatbag og þar má finna nákvæmar lýsingar á því hvernig hún er búin til.


Má bjóða þér á flug? Þessi mynd er héðan


 Er ekki fínt að byrja með frekar hljóðlátan gítar? Leiðbeiningar hér.





Þessir kastalar eru frá Ann Wood en hún er ótrúlega flínk að gera kastala....


...og svo gerir hún líka skip og ýmislegt fleira endilega kíkið á síðuna hennar


Krítatöflu/tússtöfluborð úr pizzakössum.  Hér eru góðar leiðbeiningar  


 Þetta pappakassahús er héðan

Þá er bara að bretta upp ermar og byrja leikinn

Kveðja Adda

4 comments:

  1. Ótrúlega snjallt, nota bara hugmyndarflugið :)

    Kær kveðja til þín :)

    ReplyDelete
  2. Jiii....þetta er geggjað ! Já, það þarf oft ekki mikið og það þarf heldur ekki að kosta of mikið :-)

    Hérna er ein hugmynd í viðbót fyrir þig sem ég sá um daginn, kaffihús: http://45walldesign.blogspot.com/2011/11/millz-coffee.html
    http://45walldesign.blogspot.com/search?updated-max=2011-11-21T14:27:00-08:00&max-results=10

    kveðja
    Kristín Vald

    ReplyDelete
  3. Góðar hugmyndir! Þegar ég var lítil og var ekki búin að eignast barbiehús þá bjó mamma til barbiehús úr pappakössum með gluggum og gardínum og herbergjum og öllu. Mér fannst það miklu meira spennandi heldur en barbiehúsið sjálft þegar ég loks eignaðist svoleiðis :-)

    ReplyDelete
  4. Það þyrfti að pósta þessum myndum á Barnaland eða eitthvert þar sem ungt fólk með börn les og sér... það er jú kreppa og þetta er snilld og hægt að láta marga drauma rætast :)

    ReplyDelete