29 April 2012

Helgarvinnan

Þetta er það sem ég var að dunda mér við um helgina . Hjörtun fást á Facebook síðunni minni Festar og fallegt skart ef þið hafið áhuga;)
Og af því að ég var nú búin að taka upp tramsfer pappírinn þá skellti ég í nokkur umslög utan um kertaglös. Flaskan með englamyndinni sem er þarna á bakkanum er undan sírópi og myndina fékk ég í Sirku en það er hægt að fá margar tegundir mynd til að setja á flöskur, öskjur, skápa eða bara hvað manni dettur í hug.

kveðja Adda

25 April 2012

Ný Íslensk hönnunn

Þessi flotta hönnun kemur frá Studió Bjöss


Fatahengi -skýrir sig sjálft


Bæði til í hvítu og svörtu


Og snagar þarfa að segja eitthvað meira 
Jöklabakkar eru flottir undir ostinn


Það er hægt að fá Eyjafjallajökul, Vatnajökul sem fást nú í Hrím og Hofsjökul og Mýrdalsjökul


Þessu flotta borði er hægt að snúa á tvo vegu og það er með sér hólf fyrir blöð og tímarit

Myndirnar eru frá þessum síðum hér fyrir neðan
Hér er hægt að skoða Facebook síðu Bjöss og hér er heimasíðan

kveðja Adda

24 April 2012

Listamaður Apríl mánaðar


Er Jón Laxdal
Jón Laxdal Halldórsson er fæddur 19. júli 1950 á Akureyri. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1971 og stundaði heimspekinám við Háskóla Íslands 1971-1975.
Jón hefur starfað sem kennari, starfsmaður á sambýlum fyrir þroskahefta, listasögukennari svo fátt eitt sé nefnt. Jón hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga auk þess að hafa gefið út 5 ljóðabækur og prósa. Einnig er hann í hljómsveitinni Norðanpiltar.
Jón Laxdal er giftur Aðalheiði S. Eysteinsdóttur listakonu sem ég hef áður fjallað um á blogginu mínu sjá  hér þau búa í Freyjulundi sem er gamalt félagsheimili. Þar eru þau bæði með vinnustofur sem gaman er að heimsækja

Megasarfleygur


Gagn og gaman fleygurÞessa flösku gerði Jón og færði manninum mínum að gjöf 
Þessa mynd fengum við hjónin í brúðkaupsgjöf og hún er algjörlega í uppáhaldi 

Kona í skautbúningi með strokk
Þennann flotta skúltúr eftir Jón Laxdal  er ég búin að eiga í nokkur ár og hann er algjör perla


30 Þ fékk eiginmaðurinn í 30 ára afmælisgjöf
Þessar tvær myndir að ofan eru mín eign


Verk eftir Jón frá sýningu hans "Heimili" 

Myndirnar eru teknar af síðunni Freyjulundur.is nema af þeim verkum sem við hjónin eigum.

Ég skora á ykkur að kynna ykkur verk Jóns Laxdals og ef þið eigið eigið leið um þá endilega kíkið í Freyjulund það er ferð sem þið sjáið ekki eftir.

kveðja Adda08 April 2012

Gleðilega páska

Gleðilega páska kæru bloggvinir og takk fyrir innilitið á síðuna mína. Ég er alltaf að hitta fleiri og fleiri sem kíkir hér reglulega inn og mikið væri nú gaman ef þið gæfuð ykkur tíma til að skrifa í (gestabókina)athugasemdir.

Oftast þegar eitthvað setndur til á mínu heimili, jól, afmæli, útskriftir og fleira hef ég  útbúið borða, fána eða eitthvað annað úr pappír og hengt upp til hátíðarbrigða. Þetta er páskaborðinn í ár

Ég vona að þið eigið ánægjulega páskahátíð og fáið nóg af súkkulaði að narta í.

Hér er slóð þar sem hægt er að hlaða niður svipuðum fánum og prenta út og hér eru aðrir

Páskakveðja Adda

06 April 2012

Páskarnir heima

Hér er smá innilit í það litla páskaskraut sem ég er með á mínu heimili. Ég er ekki mikið fyrir gulann lit nota meira pastelliti og aðalega bleikt. Ég er því lítið fyrir unga en mun hrifnari af kanínum.


Ég tek alltaf greinar úr garðinum mínum ca 2 vikum fyrir páska og set í vatn þá verður komið aðeins grænt á greinina um páskana og svo skreyti ég hana.


Ég bjó til lítil páskaegg fyrir páskana í fyrra úr skrapppappír. Ég klippti út 2 egg og límdi þau svo saman og þræddi borða í gegn og hengi þau svo á greinarnar


Fuglana fékk ég í Tiger


Ég hamstra alltaf þegar skrapppappírinn fer á útsölu í A4 en þá voru arkirnar á 12 kr stk.


Ég reynir að velja svolítið páskalegan pappír


Ég prentaði út gamlar páska myndir og límdi þær bara á kertin með límstifti


Bleiki liturinn er allsráðandi (aldrei þessu vant;)


Ég fékk þessar sætu kanínur í  Húsasmiðjunni nú fyrir páska á 50% afslætti, það var ein stór í pakka og svo tvær litlar í öðum pakka og kostuðu um160 kr, að vísu voru þær á teini en ég tók hann bara af.


Hér sjást þær betur og í félagskap með þeim er egg sem ég bjó til fyrir páska og fjallaði um í síðasta pósti.


Hér eru nokkur heimatilbúin blúnduegg saman komin


Ég skrapp á mánudaginn til Kristínar vinkonu sem er með bloggsíðuna Blúndur og blóm (endilega kíkið á hana hún er með svo fallega og rómantíska síðu) og við vorum að fönra nokkur páskaegg saman. Hún hafði keypt sér svona leiregg í Rúnfatalagernum og þau voru svo sniðug að geta staðið sjálf, þannig að ég þurfti náttúrulega að fá mér svoleiðis egg líka og fór í Rúmfatalagerinn á miðvikudagin en þá voru þessi egg komin á helmings afslátt og kostuðu bara 6 í pakka 350 kr,-


Ég er nú ekki alveg búin að klára að skreyta öll eggin en þetta er tilbúið


Ég fékk mér þennann flotta járnbakka í Europrice en þeir eru með 30-50% útsölu á öllu í búðinni hér á Akureyri af því að hún er að hætta. Bakkinn kostaðu tæplega 1400 kr.


Þessi bakki fékk smá páskaupplyftingu 


Þetta páska spjald er úr járni og fékkst í Sirku í fyrra.

vonandi njótið þið páskana það ætla ég svo sannarlega að gera.

kveðja Adda