30 September 2009

Trappa


FYRIR : trappa úr IKEA


EFTIR: sama trappa úr IKEA

Smá málning getur breytt miklu og það er oft gaman að sjá hvað hlutirnir breytast með smá vinnu.
Kveðja Adda


28 September 2009

prjónastúss


Lopapeysa sem ég gerði fyrir eiginmanninn

Peysa og húfa sem ég gerði handa Dagbjörtu Báru, en hún er lítil vinkona mín. Þarna var ég að hekla fyrir tölunum í fyrsta skipti en naut að sjálfsögðu diggrar aðstoðar mömmu.
kveðja Adda

27 September 2009

Svona var veðrið í morgun þegar við Embla fórum í sunnudagaskólann. Er ekki örugglega september ennþá.
Kveðja Adda

26 September 2009

Veggvasar

Loksins er ég búin að fá þennan fína veggvasa sem mig var búið að dreyma um lengi,
þetta var afmælisgjöfin mín í ár ég safnaði afmælispeningunum saman til að geta eignast hann.
Þetta er klassisk hönnun Dorothee Becker frá 1969 sem kallast Uten. Silo og Vitra framleiðir í dag

20 September 2009

Síðustu sumardraumarnir


Hér er mynd af blómum sem ég tíndi stundum í sumar til að fá sumarið aðeins inn í hús, sérstaklega þar sem veðrið var ekki alltaf upp á marga fiska.
En nú þegar blómin eru horfin þá er bara spurning um að skella sér út í blómabúð og viðhalda sumrinu og ánægjunni sem blómin kalla fram.
kveðja Adda

13 September 2009

Bloggað á ný

Jæja þá ætla ég að reyna að fara af stað aftur og blogga. Hér ætla ég að setja inn skemmtilegar hugmyndir, hönnun og allt sem mér finnst áhugvert.
Við sjáum hvað setur.
kveðja Adda