27 February 2013

Bakgarðurinn

Það eru margar fallegar búðir á Akureyri og ég á nokkrar uppáhalds eins og þið sem fylgist með blogginu mínu hafði ekki farið varhluta af, ein af þessum búðum er Bakgarðurinn sem staðsett er við Hólaveg á Akureyri( beint á móti Borgarbíói og hinu megin við götuna er ÁTVR). Bakgarðurinn er alveg yndislega búð  það er ekki nóg með að búðin sjálf sé fallega heldur og öllu svo fallega stillt upp heldur eru það öll skynfæri sem njóta þess að fara í heimsækja búðina. Það er yndisleg gömul tónlist spiluð og svo er góð lykt af ilmkertum og sultum sem svífur yfir öllu. 
Bakgarðurinn er í eigu sömu hjóna og eiga Jólagarðinn sem margir þekkja inni í Eyjafjarðasveit og er ein fallegasta búð landsins.


 Ég skrapp í Bakgarðinn í dag og fékk að taka nokkrar myndir á Paddann minn sem skýrir kannski misgóðar myndir.


Þarna má glitta í gamlan skenk bleikan örugglega úr RL búðinni


 Hér eru nokkrar yfirlitsmyndir úr búðinni


 tekið frá vinstri til hægri


Það eru örugglega ekki píanó í mörgum búðum sem ekki eru hljóðfæraverslanirÞessir skemmtilegu trjádrumbar eru notaðir sem hluti af uppstillingu en eru ekki til sölu 
en flottir eru þeir engu að síður
Hér er hægt að fá yndislegar sultur og alls konar gómsætt gúmmeaði


Vörunar eru margar frá skandinavíu og ég bara stóðst ekki þennann flotta ref (sem er frá Maileg sem er dönsk hönnun) og keypti hann handa mér.... ég meina Emblu .


mig langar mikið í þennan líka (handa Emblu sko...)


Casagent eru fallegar leirvörur frá Ítalíu


Hér er til dæmis falleg ljósbleik kanna


Svart/hvíta hornið, takið eftir því að það er hægt

Þessar fallegu klemmur eru handmálaðar tréklemmur og koma í þessum krúttlegu pokum 


Þessi fallegi tindáti er náttúrulega frá kongsins Köben en ekki hvað


Ég hef lengi verið mjög hrifin af þessum fallegu kanínum sem eru líka frá Maileg og fást í ótal tengundum og stærðumHér eru nokkur dæmi

Afgreiðsluborðið nær eftir endilangri búðinni


Það er skreytt með girðingu að framan frábær hugmynd


þarna glittir í búðarkassann sem er falinn á bak við háu girðinguna frábær lausn og hér er til nóg af fallegum borðum og blúndum


Páskaskrauti er að renna inn í búðina um þessar mundir


Þetta eru pappírsegg sem fást í ýmsum litum og tegundum 


Ég veit ekki hvort það sést á myndinni en þessi egg eru ljósbleik og dröppuð handmáluð frá Slóveníu alveg dásamlega falleg (mér var hugsa til þín Kristín mín)


Handmáluð egg frá Slóveníu


Brún egg með ljósum tónum


Krúttleg ljós blá egg úr pappír sem setja má eitthvað skemmtilegt inn í fást einnig í gulu og bleiku


Hér er hægt að fá gamaldags hóstamixtúru talsvert fallegri flöskur en maður fær úti í apóteki


H C Andersen te fæst að sjálfsögðu í BakgarðinumCasagent eru leirvörur frá Ítalíu sem fást í fallegum pastel litum

Mandarínukassi sem eingöngu er skreyttur með einni blúndu en er alveg að virka


Ótrúlega flottur bakki


 Eru þetta ekki yndislegir litirÍ bakgarðinu fæst ýmislegt góðgæti eins og ýmsar sultur, sænskt hrökkbrauð, handgerður brjóstsykur, alls konar söft og fleira.Má ekki bjóða ykkur maregnstoppa eða englakossaÓtrúlegt úrval af alls konar sultum, 


og það er allt sett svo fallega fram


Súkkulaði á skeið, bara að hita mjólk og setja ofaní og það ertu komin með þetta fína kakó


 Hér er til mikið af fallegum viskastykkjum, ofnum löberum og dúkum


Fallega skreytt með eldiviðarstöflum


Í Bakgarðinum má finna mikið úrval af allskonar vírakörfum og hillum


Ég veit ég veit þetta eru alltof margar myndir en það er bara endalaust fallegt í Bakgarðinum.


kveðja Adda