29 June 2013

Afmæli

Í gær komu óvænt í heimsókn til Akureyrar systir mín og fjölskylda hennar. Dóra dóttir hennar á afmæli á morgun 30. Júni eins og móðir mín. Dóra verður 8 ára og átti á ósk heitasta að leika við Emblu bestu vinkonu og uppáhalds frænku á afmælinu sínu og því ákváðu þau bara að skella sér norður.


Það voru því miklir fagnaðarfundir þegar þær frænkur hittust en það eru akkúrat 2 mánuðir á milli þeirra í aldri.

Ég skellt í nokkrar bollakökur handa afmælisbörnunum í tilefni dagsins


Stelpurnar sáu svo um að skreyta kökurnar


Ég prófaði líka að gera franskar makkarónur í fyrsta skiptið þær áttu að vera ljós bleikar á litinn en voru meira í ætt við brúnan/drappaðan lit. Kremið innan í þeim var súkkulaði hindberja kerem.


Veðrið var svo yndislegt að við borðuðum úti á palli


Marta systir mín og mamma Dóru afmælisbarns, Karitas systurdóttir mín, pabbi, Embla, Dóra og mamma sem einnig á afmæli 30. júní eins og Dóra systurdóttir mín


Vinkonurnar og frænkurnar Embla og Dóra


Afi með stelpunum sínum


Mamma og Marta systir


Nöfnurnar og afmælisstelpurnar Dóra og Dóra


kveðja Adda