23 June 2011

Flott hönnunÞessi flotti vasi er eftir listakonuna Herborgu Eðvaldsdóttur og var sýndur á DMY í Berlín fyrir stuttu. Í framhaldinu var Herborgu boðið út til að vinna í þrjár vikur hjá postulínsverksmiðjunni Kahla í Þýskalandi sem er mkill heiður. Þetta er samsettur blóamavasi sem hægt er að stækka og minnka og raða saman eftir gerð blómavanda eða bara nota sem skúlptúr. Vasinn er enn ekki komin í framleiðslu en hann er pottþétt komin á óskalistan hjá mér. Ég læti ykkur vita nánar þegar og hvar verður hægt að kaupa vasann. Sjá umfjöllun í fréttablaðinu.


Mynd: Binh Truong
kveðja Adda

19 June 2011

ÓskalistinnÞessi væri flott yfir borðstofuborðinu mínu hún fæst í Sirku og er mjög ofarlega á óskalistanum mínum

Appelsínugulir Calou klossar frá Spennandi flottir á pallinn í sumar

Það væri nú ekki dónalegt að hafa svona flott útvarp úti á palli í sumar er að vísu dálítið dýrt fæst hér Snotur snyrtiveski frá Lisbeth Dal fæst í Sirku


Kveðja Adda

05 June 2011

Úti í garði

Loksins í gær kom það gott veður að það var hægt að hreinsa aðeins beðin og stéttina fyrir framan húsið og sitjast svo út á palli og njóta blíðunar. Það var heppilegt að ég notaði tækifærið í gær til að mynda því það er miður skemmtilegt veður í dag, kuldi og rigning. Þetta kennir manni að njóta þess sem maður hefur þegar maður hefur það.


Mig dreymir um að mála pallinn hvítan en er ekki viss um að ég leggji í það hann er svo stór.
Ég er sem sagt búin að eignast fallega tertufatið frá Pip studio, ég fékk það í afmælisgjöf en það fæst í Blómabúð Akureyrar.Þetta sett er alveg ómissandi á pallinn plastglas og járn kassi (Blikkbelja) úr Sirku. Plastdúkurinn er úr Rúmfatalagernum og fæst líka í grá/brúnu og ljósgrænu, ég er að hugsa um að fá mér líka þann grá/brúna.Hvíta kannan og hvíta staupið sem ég nota þarna undir sultu og skálin á fæti er frá Margréti Jóns leirlistakonu, það er bara allt dásamlegt sem hún gerir.


kveðja Adda


02 June 2011

Rómó innkaup

Þetta dásamlega bútasumsteppi er frá Chic Antique sem er nýtt merki í Sirku á Akureyri og Þessi æðislegu plastglös eru tilvalin fyrir hvítvínið á pallinum í sumar


Dúkurinn er frá Green gate og fæst í Sirku en skálarnar, könnurnar og borðtuskuna fékk ég í Söstrene Grenes

kveðja Adda