31 December 2010

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár kæru vinir með ósku um hugmyndaríkt nýtt ár
.★..*.*★*.★*Happy new year˛*★* ˛.*.★*.˛* .*

Kertastjaki frá Margréti Jónsdóttur leirlistakonu á Akureyri færður í smá hátíðarbúning

Kveðja Adda




27 December 2010

Gleðileg jól


Gleðileg jóla kæru vinir og farsælt komandi ár


Jólapakkarni í ár


þetta er hluti af pökkunum sem við sendum í ár


Embla að skreyta litla jólatréið okkar

Jólakveðja Adda

20 December 2010

Leyndarmál


Ég bara verð að segja ykkur frá fallegu leyndarmáli.
Í Sirku eru komnir nokkrir yndislega hlutir sem eru handsmíðaðir af tvemur laghentum smiðum hér á Akureyri. Þetta eru aðventudagatal, vegghillur, tréjólatré og kertaluktir.
Dagatölin eru með 4 kertum og fæst í tveimur stærðum
ég er nú þegar búin að fá mér minna dagatalið ég stóðst það bara ekki


Þórgnýr Dýrfjörð tólk myndirnar nema af vegghilluni hún er fengin af heimasíðu Sirku


Þetta er minni gripurinn


þessi kertastjaki er fyrir stærri kerti(svona venjuleg)
Þeir hafa einnig smíðað jólatré sem er svipað þessu bara heilt tré, það var glæsilegt en ég náði ekki mynd af því áður en það seldist


Þetta eru gluggarnir í Sirku og þarna sést í milli stærð af kertalugt en hún er smíðuð úr tré og síðan kaklmáluð


Í þessum glugga sjást tvær kertalugtir ein minnsta gerð og stæðsta gerð það er líka hægt að fá þær í hvítum lit


Hérna sjást barnafötin sem einnig fást í Sirku en þau eru framleidd undir merkinu Igló.
Gluggarnir í Sirku eru alltaf einstaklega fallega skreyttir


Þessi fallega vegghilla er einnig frá þessum sömu hagleiksmönnum og fæst hún bæði í dökkum og ljósum lit og tveimur breiddum

Kveðja Adda


18 December 2010

Jólin heima


Stofan mín föstudagskvöldið 17. desember 2010



það þarf að klikka á myndina til að sjá hana stærri

Kveðja Adda

17 December 2010

Jólaljósin heima

Heil og sæl
velkomin inn í hlýjuna


Kertalugt búin til úr stórri krukku, smá greni, blúnda og silfurglimmersnjókorn
úr Rúmfatalagernum


Hér eru jólasokkar heimilismanna sem ég gerði fyrir nokkrum árum, elsti sokkurinn er 16 ára gamal. Það eiga reynda allri á heimilinum svona sokk nema ég.
Ég hef líka gert svona jólasokka handa systkinabörnum mínum og mannsins míns


Elgurinn góði sem ég fékk í Sirku fyrir 2 árum, hann er reyndar uppi allt árið en misjafnlega skreyttur eftir árstíðum


Eldhúsglugginn svo falleg hrímaður og veðurbarin í vetrarhretinu ekki hægt að biðju um það jólalegra (ef það sést á myndinni).


Þessar flöskur fékk ég á sínum tíma í Sirku og einnig járnhjörtun sem á þeim er.


Litli eldhúsglugginn minn skreyttur með gerfigreni, fallegum kúlum og engil frá Himneskum herskörum en hann er uppi allt árið. Þar er líka rautt hjarta sem á stendur "Gleðileg jól" með glimmerstöfum það er úr Jólagarðinum í Eyjafjarðarsveit (ef það sést).


Þennan flotta járnkertastják gaf Begga svilkona mín mér


Þetta fallega kerti er íslensk hönnun frá Heklu (það er líka hægt að fá servíettur í stíl) fæst í Sirku, Pottar og Prik á Glerártorgi og blómabúðum.
Mér finnst það svo fallega með könglum á stóra tertufatinu frá Margréti Jóns leirlistakonu.


Aðventukransinn í eldhúsglugganum mínum. Á kertunum eru
járnplötur með tölustöfum frá 1 og upp í 4 þær og jarnbakkinn eru að sjálfsögðu úr Sirku


Þennan kertastjaka keypti ég í Europris hann er held ég ætlaður fyrir útikerti en ég hef ekki ennþá tímt að setja hann út og er því bara með kubbakerti í honum inni.


Þennan kertabakka fékk ég fyrir nokkrum árum í Sirku.

Ég er eiginlega alveg vonlaus ljósmyndar og er að semja við eiginmanninn um að taka fleiri jólamyndir af heimilinu sem ég ætla að setja inn við tækifæri.
Nú er ekta vetrarveður úti, snjóbylur með frábæru kúruveðri og ég er búin að kveikja á ótal kertum og ætla að fá mér portvínstár .

knús í hús Adda



10 December 2010

Yndisleg tónlist

Sæl og blessuð
Ég verð bara að leyfa ykkur að heyra í Sigrúnu Örnu vinkonu minni en hún var að gefa út disk sem heitir "Mitt er þitt". Yndislega rólegur og fallegur diskur. Þetta verður klárlega jólagjöfin í ár. Diskinn er hægt að fá í Frúnni í Hamborg, Sirku og í Pennanum Eymundson.


Kveðja Adda

09 December 2010

Pappírsdúkar og fleira fallegt

Sæl og blessuð
Ég er svo hrifin af svona pappírsdúkum á þá í mörgum stærðum og gerðum. Ég nota þá mikið bæði sem pakkaskraut, skraut á jólatréð og fleira


Ég rakst á þessa æðislegu séríu einhvers staðar á netinu


Falleg stjarna búin til úr pappírsdúk


Svona gerir maður


Pappírsdúkar notaðir sem myndarammar og sem skraut á bækur

Hugmyndir frá Mörtu Stewart


Svona má nota seríurnar

Svona mynsturkskera langar mig í en þetta er hægt
að panta á netinu t.d. hjá Mörthu Stewart

Það er margt sniðugt hægt að gera með svona skera t. d. notar
Kjerstis hann svona


Það er svo flott að setja kubbakerti í svona stórar krukkur ég er búin að redda mér nokkrum


Kveðja Adda