14 August 2012

Púðaprýði

Ég saumaði þessa púða í sumarfríinu mínu eiginlega af því að mig og vinkonu mína vantaði afmælisgjafir


Þennan púða gerði ég fyrir vinkonu mína sem gaf hann annari vinkonu okkar í afmælisgjöf


Hann er úr dökkgráu efni sem lítur úr fyrir að vera úr hör en er mjög létt og lipurt og krukklast ekki eins og hörefni.


Ég gerði þennan handa kærri vinkonu í afmælisgjöf


Hann er úr ljósu "hör"efni og (myndin er að okkur vinkonunum í baðfötunum að koma upp úr pottinum hennar;)


Hérna er mynd af púðunum saman í sófanum áður en þeir fóru til nýrra eiganda


Þennan gerði ég eftir jólin þegar ég var búin að pakka jólapúðunum niður og mig vantaði eitthvað í staðinn.


Þarna er púðinn innpakkaður og tilbúin fyrir nýjan eiganda

Það eru fleiri púðar í bígerð en meira um það seinna

kveðja Adda

03 August 2012

Sumarblogg partý

Ég er búin að vera á leiðinni í bloggpartý hjá Stínu Sæm sem er með bloggsíðuna Svo margt fallegt 
en einhvern veginn aldrei komist á leiðarenda. Nú ætla ég að bæta úr þessu og setja inn nokkrar myndir af pallinum hjá mér, sumar eru síðan í fyrra en aðrar frá þessu yndislega sumri sem við höfum notið í ár.


Kökuföt og glerkúplar úti að viðra sig




Alltaf með nokkra bakka í gangi í einu sem ég drösla út og inn eftir veðri


Það verður allt svo fallegt þegar það er búið að færa það upp á kökufat og setja glerkúpul yfir finnst ykkur það ekki?


Hjarta í sumarskapi


Tvö sumarhjörtu


Blikkbeljan er sjaldan langt undan en innihaldið er yfirleitt hvítvín. Kassann fékk ég í Sirku og hann er algjör snilld heldur mjög vel köldu.


Bláu gömlu kaffikönnuna fengu mamma og pabbi í brúðargjöf og hún er í mkilu uppáhaldi hjá mér.


Smá kósi skot sem er nú frekar skuggsælt og ekki fyrir blóm eða plöntur


Þessi gamli baststóll var orðin alveg litlaus og ljótur en ég spreyjaði hann í möttum svart/gráum lit


Gullregnið sem ég keypti í Blómaval fyrir 3 árum síðan og er á leiðinni á nýjan stað út í garði það lifir víst ekki í svona litlum potti endalaust


Má bjóða þér kaffi? Ég á margar kaffikönnur og bolla þó svo að ég drekki ekki kaffi sjálf.


 Kaffikönur og bollar geta líka verið fínir blómavasar


Gömul garðkanna sem ég málaði og setti blómamynd af sérvíettu og ofan í henni eru gerfirósir og sería



Aðalhæindastóll húsmóðurinnar hér hafa margir reifarar verið lesnir


Húsið að framan


Þennan bekk málaði ég fyrir nokkrum árum og þarf greinilega að fara að endurtaka verkið


Hjartafánina er komin upp enda brosa allir með hjartanum um verslunarmannahelgina á Akureyri (séð úr garði nágrannana)


Svona leit pallurinn út rétt í þessu þegar ég og Embla dóttir mín vorum búinar að sóla okkur í heitapottinum okkar (pottur á pallinn fyrir aðeins 3500 krónur í Toy´s rus) við mæðgurnar eru búnar að nota hann mikið bæði í fyrra og svo ennþá meira í sumar.


Fánarnir eru úr Tiger

Bestu sumarkveðjur til ykkar og passiði bara að njóta síðsumarsins líka þó svo að það sé komin ágúst.

kveðja Adda


02 August 2012

Sumarfrí og saumaskapur

já ég veit það ég er búin að vera alveg hundlöt hér á blogginu og alls ekki til fyrirmyndar en nú ætla ég að reyna að vera dugleg og bæta úr þessu.
Sumarið er búið að vera alveg yndislegt og ég er búin að vera á fullu að njóta þess enda sumarið stutt.


Þetta er úrsýnið úr stofunni minna í heitapottinn sem er á pallinum og við erum búin að sem nota vel síðustu tvö sumur (að minnsta kosti ég og Embla)


Fékk þennann flotta skartgripastand í Sirku, passar svo vel undir armböndin sem ég er að búa til


Þessi fíni dúkur er reyndar gamalt rúmteppi sem ég fékk í Húsi fiðrildana


Sjá nánar


Þessa bleiku María mey fékk ég líka í Hús fiðrildana


Guðdómleg held ég að sé orðið


Þennan bleika hjálm fékk ég líka í Húsi fiðrildanna sem nú er komin á Skúlagötu í Reykjavík. Æðisleg búð svo ekki sé meira sagt, mæli með henni



Nákvæmleg fallegi game ábleiki glerliturinn sem ég er að safna


Í þetta fór sumarfríið aðalega (að sauma hjörtu ofl.) Endilega kíkið á hjartaúrvalið sem er að finna á síðunni minni" Festar og fallegt skart á Fasebook.


Ég keypti þetta púðaver á 1000 krónur á tilboði í Sirku smell passar við sængurver sem yngsta daman á

kveðja Adda