31 December 2012

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir allar heimsóknirnar á árinu sem eru að líða. Ég óska ykkur hugmyndaríks og skapandi nýs árs


29 December 2012

Jólin 2012


Hér eru nokkrar jólamyndir af heimilinu


Þetta skilti er úr tré og við fengum það í jólagjöf það fékkst í Sirku 


                                                  Jóladagatalið fékkst í jólagarðinum


Hreyndýrahausarnir eru úr Tiger


Bleika jólatréð er fyrsta jólaskrautið mitt en það fékk ég í jólagjöf fyrstu jólin mín frá afa og ömmu á Húsavík. Kertastjakan fékk ég líka í jólagjöf frá ömmu og afa á Húsavík en það var eftir að ég er komin í barnaskóla en þá tíðkaðist það að á litlu jólunum máttum við koma með jólakertastjaka að heiman og svo kveiktum við á þeim á meðan við hlustuðum á jólasögu sem kennarinn las fyrir okkur.


Þennan yndislega fallegu kertalukt gaf Embla okkur í jólagjöf fyrir 2 árum þegar hún var í leikskólanum Pálmholti


Könglakertastjakar úr Blómaval


Þessi jólasvein er úr járni og ég fékk hann í Jólagarðinum


Þessi jólasveinn er úr keramiki og ég málaði hann fyrir nokkrum árum síðann


Þennan saumaði ég fyrir nokkrum árum ætlaði reyndar að gera fleiri en það var ekkert úr því


Þessar fallegu kertaluktir fengust fyrir mörgum árum í Blómaval


Jóladósajólasveinn úr keramiki sem ég gerði fyrir mörgum árum síðan, ég gerði þó nokkra svona og gaf í jólagjöf


Jólasveinn úr keramiki sem ég gerði og hreindýr úr Tiger


Kerti sem ég gerði fyrir jólinn í kertastjökum frá Margréti Jóns og könglaseríuna fékk ég fyrir mörgum árum í Símens búðinni áAkureyri sem heitir reyndar Ljósgjafinn


Stjörnur úr perlum sem ég keypti í Danmörku fyrir mörgum árum síðan


Bjalla sem Embla bjó til í leikskólanum


Jólatré út RL fyrir nokkrum árum síðan og englarnir eru danskir


Þessi yndisleg hreindýr (eða dádýr) fékk ég fyrir nokkrum árum í Danmörku


Stofuglugginn á hreyfingu


Hreindýr úr Sirku


Jólasveinar úr Jólagarðinum


Lukt úr Sirku og hreindýr úr RLph snjókorn frá Svíþjóð


Englar úr pappír sem dóttir mín gerði með Beggu sinni og gaf okkur í jólagjöf


Þrjú pappírsjólatré sem ég geri fyrir jólin


Sjónvarpsskápurinn


Aðventudagatal frá Tutto nostro


og jólatréð líka yndislega fallegar vörur frá þeim. 

jólakveðja Adda

16 December 2012

Smá kaup



 Jólakassin minn kassinn er úr A4 og er frá Tilda, ég er bún að breyta nokkrum sinum í honum hann gefur svo marga möguleika.



Ég fór í nóvember til Svíþjóðar og þar fann ég dásamlega búð ekki ólíka Sirku og keypti nokkur smotterí þar eins og  þetta snjókorn sem er úr járni en hreindýið eru úr RL frá því í fyrra 


Hér er næsmynd af því


og þetta hjarta kemur einnig frá Svíþjóð




Svo keypti ég líka nokkur svona dásamleg hreindýr úr gleri eða postulíni


Ég stóðst þau bara ekki en þau eru fra Bloomingville og eru til í nokkrum tegundum


Oooo er hann ekki mikið krútt

jæja þá hef ég ekki tíma til að blogga meira en framundan hjá mér er aðventuveisla með nokkrum góðum vinum og afmæli eiginmannsins

Ég vona að þið njótið aðventunar því að geri ég;)
jolakveðja Adda

14 December 2012

Veisluborð

Í síðustu viku var ég beðin um að skreyta veisluboð fyrir vikuna og í framhaldi af því kom Auðunn Níelsson ljósmyndari í heimsókn  hér er heimasíðan hans endilega kíkið á hana þær eru alveg dásamlegar myndirnar hans. Þar sem aðeins er hægt að koma 1-2 myndum aðí svona um fjöllum í blaði þá er hérna aðeins meira að  lít á.

Hér eru myndir sem ég tók við sama tækifæri en ég tek það fram að þær eru á engan hátt í líkingu við þær myndir sem Auðunn ljósmyndar tók enda er hann fagmaður fram í fingurgóma


Yfirlitsmynd af borðinu


Lítil krúttleg hvít hreindýr sem fást í Sirku


Hvítur dúkur með smá glimmer í frá Rúmfatalagernum
grenigreinar, könglar, gerfisnjór, glimmer, kertaluktun mín, hjörtu sem ég saumaði, hvít jólaté stórt og minna úr Pier, hreindýr úr Sirku, staupin ú Valrós diskarnir úr húsgagnaverslun sem einu sinni var á Akureyr, bleiku glösin eru úr IKEA og fylgidiskarnir af flóamörkuðum






Mér finnast þessi hvítu gler tré æðisleg þau eru úr Pier




Hnífapörin fengum við í brúðkaupsgjöf fyrir....hóst.... árum síðan og rauði gaffalinn er úr búi mömmu þeir eru sex í mismunandi litum og ég hef alltaf dáðst svo mikið af þeim og valdi mér yfirleitt bleikan surprice eða rauðan. Ég var ekki smá hamingjusöm þegar hún gaf mér þá.


Svo eru það kaupstaðar eða kirkju diskarnir sem ég safna en ég er áður búin að fjalla um þá hér


Tertufatið er frá Margréti Jóns, gler kúpulinn úr Sirku og jólakúlurnar eru safn liðina ára, ég reyni alltaf að finna jólakúlur í pastellitunum (keypti mínar fyrstu bleiku jólakúlur fyrir u.þ.b. 23 árum) svo leynast þarna líka gamlar kúlur eins og úrið (þetta gyllt með rauðu) og ég fékk að gjöf þegar ég var lítil. Svo er þarna líka ef glögt er skoðað rafhlöðusería


Hér er ég búin að spreyja jólasnjó ofna á kúpulinn og strá glimmer yfir 


 Hjarta sem saumaði, mér finnst þau svo flott á stóru kertastjökunum hennar Margrétar


Jólasveina kertalukt sem ég bjó til


Svo er það rúsinan í pylsuendanum jólasokkar á hvern stól með blúnduborðum og smá gren.

Þetta var góður undurbúningur fyrir aðventuboð sem við hjónin erum alltaf með síðasta sunnudag fyrir jóla en þá komum við saman 5 til 6 hjón og hver leggur eitthvað til eitthvað góðgæti á veisluborðið fyrir utan rauðrófusúpu sem maðurinn minn gerir og er orðin hefð á þessum degi. liður. Úr verður þessi yndælis kósí samverustund með góðum mat og góðum vinum og allir eru svo afslappaðir mitt í jólaundirbúningnum.

jólakveðja Adda


08 December 2012

Jólamarkaður


Það er í nógu að snúast í desember enda er hann með uppáhaldsmánuðunum mínum. Mér finnst stundum að 
hann sé styttri en aðrir mánuðir einhverra hluta vegna og það er óvenju stutt á milli helga 

Ég tók þátt í jólamarkaði sem haldin var í gömlu slippstöðinni hér á Akureyri í dag og það var mjög skemmtilegt



hér er mynd af borðinu mínu fullt af jólagossi;)


Armbandsúrvalið hjá frúnni


Ég kepti þetta jólatré hjá konu sem var líka á markaðinum


það er búið til úr bók og hér má sjá kápuna


Hún var einnig með þessi skemmtilegu lopatré eða kannski er betra að segja trjálopi


og svo keppti ég líka þennan krans af þessari sömu konu sem ég man bara alls ekki hvað heitir því miður.
Ég er mjög hrifin af svona endurvinnslu hugmyndum


Svo keypti ég líka þessi litlu og krúttlegu jólatré af ungum mönnum sem þarna voru og ég veit því miður ekki hvað heita heldur en þeir eru mikið í Punktinum á Akureyri. Þeir voru líka með þessi jólatré græn á lit.

Þetta var frábær markaður með mörgum fallegum og eigulegum hlutum. Það eru svo margir að gera flotta og skemmtilega hluti.


Það er til jólalykt á flöskum án gríns frá Cabtree & Evelyn og þessar eru mitt uppáhalds. Ljósi spreybrúsin er Windsor forest sem er konungleg greni/könlga skólgar lykt og ég nota mikið á aðventunni. Rauða spreyið er Noel sem er kryddaður ilmur með appelsínu og trönuberja likt og það er að mínu mati hátíðleg jóla lykt og hana nota ég mikið yfir hátíðarnar. Ég er búin að eiga Noel lyktin í mörg ár bæði sem reykelsi og sprey frábær vara ég mæli með.

jólakveðja Adda