25 March 2011

Rennilásar til ýmsa hluta nytsamir

Nú er að koma helgin og kannski vantar ykkur eitthvað að dunda við tratrara.... hér er lausnin komin RENNILÁSAFÖNDUR! .....eða það er hægt að kaupa sér ef fönduráhuginn lætur eitthvað á sér kæla.


Þessa rennilásanælu má læra að gera hér


Rennilásaarmband fæst hér


Skó með rannilásablómum er hægt að kaupa hér


Rennlilásaskaartgripu getur þú fengið hér og hér


Það er hægt að kaupa svona flott rennilásablóm úr gömlum rennilásum hér


Fyrir þá sem treysta sér ekki til að föndra er hægt að fá rennilása hálsfestar frá Mink fæst t.d. í Hrím


Þau koma í ýmsum litum


Ef þið viljið búa ykkur til svona armband þá eru upplýsingar um það hér


Rennilásahringina er hægt að læra að gera hér


Eða hárband héðan

Nú er bara að muna að rekja upp rennilásana í gömlum flíkum sem á að fara að henda.
Vona að þið njótið helgarinnar
kveðja Adda

20 March 2011

Krista Design

Fyrir nokkrum vikum síðan var ég með myndir hér á blogginu mínu af festum eða armböndum með nafnaplötum á sem hægt var að panta hér á netinu
Nú er Krista Design farin að vera með svona festar og armbönd


hér er hægt að velja á armband ýmislegt sem tengist áhugamálum barnana, nafn stjörnumerki og fleira


Það er hægt að fá nafn og fæðingardag. Mig langar svo í svona með nöfnum og fæðingardegi allra barnana minna.
Ég er búin að panta mér svona festi neð nafninu mínu á í afmælisgjöf.


Nýjasta hönnuninn hjá Kristu Design er þessi möffinsturnn sem einnig er hægt að nota fyrir kransaköku. Turninn er hægt að leggja saman þegar ekki er verið að nota hann, frábært ekki satt

kveðja Adda

16 March 2011

Endalaust fallegt

Æi þetta er allt eitthvað svo fallegt að ég bara varð að setja þetta hér.


Brégapressur þó maður þurfi kannski ekkert á þeim að halda þá eru þær þara svo fallegar að mér langar til að eiga þær


Mér finnast svo flottar stórar glærar glerkrukkur, það er hægt að gera svo mikið fallegt við þær


Rómó bókamerki


Bleikar rósir klikka aldrei


bleikar blúndur þarf ekki að segja meira


Sumir eru algerir snillingar að stilla svona fallega upp

kveðja Adda


14 March 2011

í draumi

Á mánudegi í roki og rigningu (mér finnst það eitt leiðilegasta veður sem til er) með veikt barn heima. Þá er gott að njóta þess að vera inni, láta sig dreyma, hugsa um allt það fallega sem veröldin hefur upp á að bjóða. Stundum þarf maður bara að setjast aðeins niður, leyfa sér slappa af og njóta.


Kveðja Adda

11 March 2011

Árshátíðarhárgreiðslur og ævintýra kjólar

Einu sinni var.....


Eins og ég hef áður sagt þá er árshátíð hjá mér á morgun laugardag og þemað er Ævintýri.
Ég ákvað að finna til nokkrar árshátíðar hárgreiðslur svona til að koma sér í rétta gírinn. Myndirnar fann ég á Pinterest


*photography by Amber Gray for Brides Magazine, via fgr

*photography by Amber Gray for Brides Magazine, via fgr
Þessar tvær myndir hér fyrir ofan eru frá cremylife


Yndislegur kjóll


Svo saklaus

Marie Italian Vogue


Allt sama greiðslan en mismunandi hárskrautskref fyrir skref
Stjörnu hárgreiðsla fyrir fallegt sítt hár er einfalt að gera svona, alla vega virðist það vera voða einfalt


Þrír hnútar eða bara einn þitt er valið.

vonandi eigið þið ævintýralega helgi

kveðja Adda

10 March 2011

Á síðustu metrunum...

Nú er tölvan mín alveg að syngja sitt síðasta, hún er 6 ára gömul Dell fartölva. Það er búið að skipta einu sinni um skjá og rafhlaðan er náttúrulega löngu orðin ónýt, ótrúlegt hvað svona dýrir hlutir hafa stuttan lífaldur. Jæja ég ætla að hætta að röfla og sýna ykkur fallega tækni sem gaman er að láta sig dreyma um.


Mig langar mikið í Makka mér finnst það svo flottar tölvur og sérstaklega fyrir svona myndvinslu og svoleiðis sem ég hef svo gaman að.
Svona skemmtilegar myndir á Makkaog Iphon fást hér.
Ég er að vísu ekki tæknivædd miða við suma þar sem ég á hvorki Iphon eða Ipod


Svona mynd má fá á bakhliðina á Iphone4 hér


Þetta er svo flott hönnun og að geta valið sér lit á náttúrulega bara að gilda um fleiri raftæki, þvottavélar, sjónvörp og fleira. Það væri miklu skemmtilegara að sinna húsverkunum ef heimilistækin færi í fallegum litum og mynstrum.


Svo má fá sér svona sætan bangsa utan um Ipod classik hér


Vildi að mitt lyklaborð liti svona út


Þetta verður bara að fylgja með


og svo er bara að fá sér lyklaboðssúkkulaði í eftirmat.

Kveðja Adda