29 July 2013

Sumar skírn

Ég var svo heppin að mér var boðið í skírn í júníbyrjun hjá dóttur Báru vinnkonu minnar og fékk leyfi til að föndra aðeins fyrir veisluna. Að sjálfsögðu gleymdi ég að mynda herlegheitin en fékk þessar myndri lánaðar 
hjá öðrum.

 Mynd: Elías Björnsson

Jónas Ari  heitir drengurinn og er ótrúlegt þægt og meðfærilegt barn og svo er hann alíka lgjört sjarmakrútt.

 Mynd: Elías Björnsson

Athöfnin  var haldinn úti  í garðinum hjá Báru og Hermanni í dásamlegu veðri.


Mynd: Elías Björnsson

Amma og afi  með gullmolana sínaÉg keypti mér þennan fiðrildaskera í Ameríku algjört nauðsyn enda oft búin að sitja sveitt við að klippa út í höndunum þegar ég vildi skreyta með fiðrildum sem gerist alltaf annað slagið.


Ég átti fallegan pappír í ljósblá/grænu og klippti út nokkur fiðrildi sem ég notaði til að skreyta veisluborði  (þetta er ekki mynd af veisluborðinu)


Símamynd: Þórgnýr Dýrfjörð

Ég gerði svo nokkrar bollakölur með lemon curd innan í og og rjómasmjörkremi ofan á

Símamynd: Þórgnýr Dýrfjörð

Formin eru með ljósbláum fiðrildum og fékk ég þau í Hagkaup.
Ég útbjó svo merki miða í tölvunni þar sem ég setti nafnið öðru megin og skírnardaginn hinu megin og límdi saman á tréprik og stakk í bollakökurnar.


 Þennan snildarskerfa keypti ég líka í Ammeríku og ég notaði hann til að skera út blómamynstrið á bollakökurnar

Símamynd: Þórgnýr Dýrfjörð

Ég prófaði að gera köku pinna í fyrsta skipti og það gekk nú ekkert rosalega vel fyrir sig því að pinnarnir  vildu renna í gegn um kúlurnar en þá prófaði ég að henda kúlunum inni í frystinn og þá gekk þetta betur. Ég dýfði þeim svo í hvítt súkkulaði og stráði aðeins bláum sykri yfir. Ég lenti líka í smá vandræðum með það hvernig ég ætti að láta þá standa þar sem ég átti engan stand undir svo ég skar í sundur melónu og stakk þeim í hana. Börnunum fannst þetta að minnsta kosti spennandi nammi.

Mynd: Elías Björnsson

Ég var búin að leita út um allann bæ af fallegum ljósbláum pappír til að gera nafnaveifuna en fann hvergi. Ég leitaði þá bara á netinu af fallegum bakgrunnum sem ég prentaði á pappír og klippti síðan út veifur sem ég setti bókstafina á. Ég notaði svo ljósbelikan borða til að þræða þær upp á. Þetta sést ekki vel á myndinni en ég gleymdi að mynda þetta þegar ég var að búa þær til, já ég veit ég er klaufi.

 Mynd: Elías Björnsson

 Yndislega fallega fjölskylda Harpa og Haddi með Dagbjörtu Báru og Jónas Arakveðja Adda
24 July 2013

Enn og aftur af palli og sumarbloggi

En er hægt að taka þátt í sumarbloggpartýinu hjá henni Stínu Sæm í "Svo margt fallegt" þið getið kíkt á það hér.
Ég er ennþá á pallinum enda með mörg skemmtileg verkefni þar í gangi.

Í sumarbyrjun  myndaði ég borðið á pallinum og þá leit það svona út

Þar sem við búum í litlu sgömlu húsi þá hefur mér alltaf fundist pallurinn vera hálfgert lýti á húsinu og mig hefur lengi langað til að mála hann hvítann til að hann falli betur að húsinu. Pallurinn er um 50 fermetrar og ég hef bara ekki lagt í það að mála hann. Þar sem við vorum svo sem ekki að fara neitt í fríinu okkar þá skellti maðurinn minn sér í það að mála  garðhúsgögnin í staðin.


Þetta er frekar mikið verk að mála stólana og þarf að fara margar umferðir  þetta búið að taka drjúgan tíma og enn ekki alveg búið.


Við keyptum sólhlíf  á helmingsafslætti í BYKO og stendur við hliðina á borðinu. Við eigum hitalampa sem hægt er að setja ofan á borð og þá getur maður aðeins lengt tímann úti á pallinum.


Þegar stólarnir voru orðnir hvítir þá fannst mér upplituðu bláu sessurnar heldur ljótar á stólunum.
Ég plataði því vinkonu mína sem var að koma norður að fara fyrir mig á útsölu í IKEA og kaupa nýjar sessur.


Ég er ótrúlega bjartsýn og keypti ljósar sessur á örugglega eftir að sjá eftir því en það er bara svo flott og allir litir ganga með þeim;)


Fallegt ekki satt að vísu læt ég dóttir mína og vina hennar sitja á handklæði til að sulla ekki niður í sessurnar uussssssss
Hér eru myndir af nýju sólhlífinni


og húsinu 


Pallurinn séð frá garðinum


Það er nú ýmislegt brallað á pallinum t.d. að fá sér smá hressingu- fastir liðirsvo er prjónað og lesið...


...föndrað og skapað


Hér er ég að geta perlukrossa sem ég er að selja hér en þessir eru á leiðinni í Sirku á AkureyriSvo förum við reglulega í heitapottinn okkar og ósjaldan eru strumparnir með 


 Þessi er komin með eina umferða af málningu og bíður eftir fleirum og svo eigum við eftir að mála borðið líka.

Það er enn nóg af verkefnum t.d. þurfum við að mála handriðið á svölunum, gera við þær, mála glugga og fleira en suma daga nennir maður bara engu og þá er gott að slappa bara af og njóta.

Sólskinskveðja Adda


18 July 2013

Kassabílagerð á palli

Það er nú ýmislegt gert á pallinum þeim arna enda er hann vel nýttur yfir sumarið.
 Ég ákvað að taka þátt í sumarbloggpartý hjá Stínu Sæm sem er með bloggsíðuna Svo margt fallegt og þið getið séð hér. Ég var líka með í fyrra og er nú búin að setja inn eina færstu. Ég á örugglega eftir að bæta einhverju við enda er ýmislegt í gangi á á pallinum og alltaf verið að breyta og bæta.

 Embla og vinkonur hennar þær Þorbjörg og Júlíanna ákváðu að smíða sér kassabíl og fengu Þórgný til þess að hjálpa sér við verkið.

Þórbjörg skaffaði hjólin undir bílinn en svo þurfti að skreppa aðeins í búð til að kaupa það sem vantaði eins og öxla fyrir hjólin og fleira.
Það þurfti líka að spá aðeins í hlutina og ákveða hvernig kassabíllinn ætti að líta út.


 Svo voru aðeins æfðar smá lyftingar í leiðinni enda sterkar stelpur hér á ferðÞær sem ekki voru að lyfta hvöttu hinar til dáða.


 Svo var nú farið í það að setja bílinn saman


 Saga rör í sundur


Þar sem allir lögðust á eitt til að hjálpast að


Fyrirmyndar sammvinna hér á ferð


og áhuginn leynir sér ekki


Svo voru hjólin sett undir... ...máta lengdina og svona.


Það er nú vissar að fylgjast með því hvort hann geri þetta örugglega  rétt


Þá eru hjólin komin undir


og nú þarf að þræða bandið sem stýrir hjólunum í gegnum gat á spýtuni og allir fylgjast með.Þá var tekin smá prufu túrStúlkurnar alsælar með nýja fararkostinn sinn og það á bara eftir að setja á hann almennilegt sæti. Frúin hlær í betri bíl............

Kveðja Adda

15 July 2013

Sumarbrúðkaup

Um síðustu helgi fórum við hjónakornin í brúðkaup á Siglufirði hjá Þórgunni og Jóni Inga en Jón Ingi er systursonur Þórgnýs mannsins míns

Brúkaupið eða giftinginn sjálf fór fram í skógræktini í Siglufirði í blíðu og fallegu veðri eins og athöfnin sjálf.

 Þórgnýr tók þessa mynd af brúðhjónunum og Helenu Rut dóttur þeirra


 En þegar maður fer í brúðkaup þá þarf maður að finna brúðagjöf við hæfi og þar sem brúðhjóin búa erlendis þá var ákveðið að syskini Þórgnýs og börn þeirra leggðum saman í peningagjöf. Mér leiðist mjög að gefa peninga í umslagi og engan pakka svo ég fann notaða bók um Flóru Íslands oft hægt að fá fínar notaðar bækur í Fjölsmiðjunni eða í Góða hirðinum. Ég skar út nokkrar góðar blaðsíður þannig að peningarnir kæmust fyrir.  

Gjöfin er við fyrstu sýn bókin en  í henni leynist svo annað og meira.
Svo  pakkaði ég bókinni  og notaði  í til þess bút af fallegtu veggfóðri því ég fann eingan pappír í bænum sem mér fannst nógu fallegur og ekki með miklu mynstri.


 Ég bjó svo til hvíta Bóndarós (pom pom´s) og saumaði hjarta með nöfnum brúðhjónanna á og setti á pakkann og þá leit þetta svona út.


Mér langaði til að búa sjálf til brúðarkortið og eftir mikla leit fann ég hugmyndina af brúðarkortinu  á netinu 


 og var bara nokkuð sátt með útkomuna


Hér eru brúðhjónin nýgiftu og Helena Rut dóttir þeirra
Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð
Brúarvagninn
 Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð


Veislann var haldinn í Bátahúsinu á Siglufirði og var það stórkostleg umgjörð um þetta fallega brúðkaup.
Háborðið var um borð í stærsta bátnum á safninu
Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð


Brúðhjóninn skera brúðartertuna
Mynd: Þórgnýr Dýrfjörð

 Mynd af okkur hjónunum en Þórgnýr  hafði það starf undir höndum að mynda alla veislugestina með þennann ramma og verða myndirnar notaðar sem gestabók. 
Hann tók samt ekki þessa mynd en það gerði Gauti Grétarsson

Takk fyrir frábærann dag kæru brúðhjón þið eruð dásamleg.

Kveðja Adda