28 April 2011

Tertuföt framhald...

Það voru nokkur tertuföt sem komust ekki inn á síðuna í gær, tölvan eitthvað að stríða mér svo ég bætti þeim bara við í dag.
Ég á tvö bleik föt, efra fatið fékk ég frá svilkonu minni og reyndar annað alveg eins bara minna en það er því miður brotið. Hitt fatið er stórt og flott úr Frúnni í Hamborg og er í svona antik bleikum lit. Ég á reyndar ýmislegt annað í sama lit og kannski kemur mynd af því seinna.


Þetta fat sem heitir Babell er alveg nauðsynlegt að eiga sérstaklega fyrir bollakökur, kemur í mörgum litum og fæst m.a. í Pottar og prik á Glerártorgi á Akureyri.

Þetta finnst mér frábær hugmynd það má líka lím á bolina gler- eða stáldiskHér er sýnt hvernig þetta er gert, ég á örugglega eftir að gera svona í safnið.Ég væri allveg til í svona bleikan líkaÞessir finnast mér algjör draumur fást hér
og þessi tertuföt fást hér bendi sérstaklega á ferköntuðu skálina með jarðarberjunum GLÆSILEG

Bestu kveðjur Adda

27 April 2011

Tertuföt

Ég hef lengi verið veik fyrir fallegum kökudiskum og tertufötum og ég hef sérstakt dálæti á tretufötum sem eru á fæti. Mér finnst það koma svo fallega út á borði þegar maður raðar mismunandi kökum á mis há tertuföt. Hér eru nokkur sýnishorn.
Þesssi fallegu tertuföt eru til í mörgum stærðum og gerðum og fást hérHér fást þessi föt.


og þessi eru héðanTertufötin mínUppáhalds fatið mitt eftir Margréti Jónsdóttur leirlistkonu á Akureyri það er allt svo draumkennt og yndislegt sem hún gerirTertufat á fæti frá Pip studio Hollandi. Þessar vörur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér og fást í Borð fyrir tvo í Reykjavík og Blómabúð Akureyrar og Blómabúðinn Akur (Akureyri). Svona fat er á óskalistanum hjá mér.Er þetta ekki fallegt!

kveðja Adda

24 April 2011

Gleðilega páskaÉg vona að þið eigið yndislega páskahelgi

kveðja Adda

21 April 2011

Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti er meðal mínum uppáhalds dögum. Það hefur alltaf verið hefð á mínu heimili að gefa sumargjafir enda er sá siður á Íslandi eldri en jólagjafir. Við flögguðum að sjálfsögðu í tilefni dagsins en myndin er frá því í fyrra sumar.


Megið þið eiga yndislegt sumar það ætla ég minnsta kosti að gera.

kveðja Adda

17 April 2011

Fermingargjafir

Svona í tilefni páskanna þá er ég hér með myndir af perlukrossum sem ég er að gera og sel í versluninni Sirku á Akureyri og heima hjá mér. Þessir krossar eru mjög vinsælar fremingagjafir og skírnargjafir og fást í mörgum litum. Ef þið hafið áhuga er hægt að hafa samband við mig hér eða í gegnum Facebook síðuna mína.
Þessar myndir er gamlar og sýna krossana ekki alveg eins og þeir eru núna, á nýju krossunum er "þverkrossinn" styttri en á þessum gömlu. Set inn nýjar myndir við tækifæri.Litirnir eru: rauður, 2-3 bleikirtónar, dökkblár, grænblár, skærgrænn, mosagrænn, hvít/silfur, svart/hvítur, appelsínugulur, gulur, giltur/hvítur, marglitur í skærum litum, marglitur í pastellitum, fjólublár, brúnir tónar, gráir/svartir tónar.Mynd úr Sirku krossarnir eru lengst til vinstri á myndinni, appelsínugulur, brúntóna og marglitur.Skartgripastandar og skrín úr Sirku, fjólublár kross er í skartgripaskríninu.


Yndislega fallegu skartgripirnir frá BOM fást líka í Sirku.


kveðja Adda

11 April 2011

Smá páska

Jæja nú er komin tími til að undirbúa næstu hátíð og því fannst mér tilvalið að lauma hér inn nokkrum hugmyndum fyrir páskana.Páskaeggjalengja búin til úr litaprufuspjöldum fengið hér þetta geta allir gert stórir sem smáir.Hjá Mörtu Stewart geti þið lært að brjóta kanínu serviettubrotÞessi kanínu krútt fann ég hérÞessar dísætu kanínukökur eru frá Sweet sugar belle og þar má fá nánari leiðbeiningar um hvernig á að búa þær til.
Þessar sætu dúllur er hægt að gera heima með börnunum nánar um það hér


Kannski maður reyni að gera sig svona fínan um páskana (fann ekki uppruna myndarinnar en ég fékk þessa á Pinterest)Þennan efnivið þarf til að gera svona...........sniðugt ekki satt. Nánari leiðbeiningar hér .


Ég læt þetta duga í bili


kveðja Adda


03 April 2011

íslensk hönnun

Jæja nú er tölvan mín búin að syngja sitt síðasta og ég er farin að safna mér fyrir nýrri tölvu. Mac er efst á óskalistanum. En meðan ég get stolist í tölvu hjá einhverjum þá reyni ég að blogga eitthvað pínulítið. En hér eru nokkrir hlutir frá íslenskum hönnunum sem ég væri alveg til í að eiga.
Vendingur frá Volcano Icelandic design mér finnst þessi svo flotturÞessi er líka flotturÞessi kjóll er frá Mýr design


Þessi bleika slá er líka frá Mýr design hún lítur út fyrir að vera svo notarleg


Skór frá Kron Kron Þessir eru á útsölu og ég er búin að setja þá á óskalistann en ég get ekki gert upp á milli þeirra.Það eru svo margir litir í þeim að þeir ganga við allt


Þessir eru bara draumur


Vonandi eigið þið góða vinnuviku

Kveðja Adda