30 August 2011

Í safnið

Loksins eignaðist ég litla fatið eftir Margréti Jóns leirlistakonu og svo er litli kertastjakinn ofan á fatinu líka eftir hana

kveðja Adda

27 August 2011

Áfram vinnuherbergi

Borðið í vinnuherberginu er gamalt borð sem ég eignaðist fyrir um 10 árum síðan. Það átti að henda borðinu á haugana af því að borðaplatan á því var óný. Ég fékk að hirða borðið setti á það nýja borðplötu og málaði.


En nú var komin tími á að gera eitthvað fyrir borðið. Ég var búin að fara eina umferð á borðplötuna með hvítum grunn en nennti svo ekki að mála meira

ég fór því í rúmfó og keypti mér svona ódýran en fallegan plastdúk

Mundaði heftibyssuna bullandi sveitt af því að ég er hálf hrædd við þessa byssu og er alltaf dauðskelkuð við að nota hana en þrjóskan við að flikka upp á hluti er hræðslunni yfirsterkari (afsakið myndirnar þær eru ekki nógu góðar en það er víst ekki hægt að taka nýjar þegar maður er búin að breyta borðinu).


Þetta er svo afraksturinn og ég er bara nokkuð sátt en á þó örugglega eftir að laga uppstillinguna á borðinu einu sinni eða tvisvar og svo á ég eftir að spreyja ruslafötuna bleika eða hvíta.

Nú er bara að drífa sig út til að njóta Akureyrarvöku
góða helgi kæru vinir

kveðja Adda
Kveðja

22 August 2011

Sumarinnkaup

Ég er að reyna að blogga eitthvað um leið og ég kemst í tövu en það er oft mjög erfitt að komast að á þessu heimili. En ég er alveg að verða galin á tölvuleysi mínu en vonandi kemur betri tíð með blóm(tölvu) í haga.

Keypti mér þessar litlu fallegu flöskur í Frúnni í Hamborg í sumar en hún er önnur uppáhalds búðin mín á Akureyri. Ég er að safna glerhlutum í þessum bleika lit, ég á bara eftir að mynd safnið og setja hér inn á bloggið mitt, geri það við tækifæri.

Var mikið að spá í að kaupa mér svona hjarta í gluggann í fyrra en lét aldrei verða af því fyrr en þau voru öll búin. Svo þegar ég sá að þau voru komin aftur í Blómabúð Akureyrar var ég ekki lengi að skella mér á eitt stykki þetta er líka svo fallegt þegar búið er að kveikja á kertinu innan í því.

Á laugardaginn var ég svo hamingjusöm þegar leikskólakennarar sömdu áður en kom til verkfalls að ég snaraðist inn í Sirku og keypti mér þennan fallega dúk frá Susanne Schjerning og servíettur í stíl

hér sést munstrið betur

Ég þarf örugglega ekki að taka það fram að skálin á borðinu er frá Margréti Jónsdóttur leirlistakonu

svo sumarlegt eitthvað ekki veitir af að draga sumarið aðeins á langinn þar sem að við hér norðanlands misstum alveg af júní.

þetta dýrindi er líka úr Sirku, þetta er kassi undir servíettur en auðvita má nota hann undir hvað sem er

hér sjáið þið innan í kassann þar er líka svo fallegt munstur og servíetturnar fyldu með

þetta fallega blóm keypti ég á handverkshátíðinni á Hrafnagili og það er eftir Lindu Björk Ólafsdóttuundir nafninu Djásn og getur bæði verið næla og spenna. Mér finnst það líka svo flott
bara svona upp á skraut í hillu.

Kveðja Adda

21 August 2011

2 Jónar komnir í hús

Um daginn var ég að segja ykkur frá plöttum með mynd af Jóni Sigurðsyni sem ég fjallaði um hér á blogginum mínu og Almar Alfreðsson gerir. Nú eru tveir Jónar komnir í hús og ég er loksins búin að finna þeim stað.

Ég hengdi þá upp við hliðina á stofuskápnum þar sem krílið mitt hékk áður

ég fékk mér að sjálfsögðu bleikan og bláan maður fer nú ekkert að svíkja lit.Eru þeir ekki flottir? Kannski bætast við fleiri seinna hver veit.
Endilega kíkið á síðuna hans Almars Alfreðsonar og sjáið hvað hann er að gera flotta hluti.


Litla krílið er eftir Línu Rut

Hérna er það komið upp á nýja staðinn sinn


kveðja Adda

07 August 2011

Helgarverkefnin

Andinn kom loksins yfir mig um helgina og ég tók aðeins til hendini. Vinnuherbergið hjá mér er búið að líta út eins og ruslakompa í alltof langan tíma og það var ekki hægt með nokkru móti að vera þar inni. Ég hef lengi ætlað að mála furuhillu sem var keypt fyrir löngu í Rúmfatalagernum en ekki komið mér að því fyrr en nú. Ég málaði hana hvíta og setti gjafapappír úr IKEA (átti ekki veggfóður sem passaði) inn í bakið. Að sjálfsögðu gleymdi ég að taka fyrir myndir;( en hér sjáið þið alla vega eftir myndir.

Svona lítur hillan út núna þegar búið er að endurraða í hana

Ég nota mikið litlar töskur sem ég kaupi í Tiger undir perlur, borða og ýmislegt sem ég nota til skartgripagerðar. Það er svo gaman að því að það koma alltaf reglulega nýjar tegundir af töskum því það er svo flott að hafa þær í mörgum mismunandi litum.

herbergið eins og það lítur út núna en ég á eftir að gera ýmislegt fleira eins og að mála herbergið og veggfóðra einn vegg. Svo ætla ég að mála píanóið svart og flytja það inn í stofu í haust

Mig vantar alltaf kassa undir allt draslið sem ég sanka að mér og því var upplagt að breyta þessum skókössum í fallega hirslur undir pappíra og litasafn heimilisins.

Þessa stóla keyptum við í IKEA fyrir yfir 20 árum síðan og ég er búin að sauma nokkrum sinnum utan um þá og mála á þeim fæturnar. Stólarnir eru orðnir frekar lúnir og það var á þeim hvítt áklæði sem var orðið blettótt og ljótt. Ég nennti ekki að sauma utan um þá einu sinni enn svo ég keypti gráa taumálningum frá Sveinu Björk textílhönnuði og málaði þá gráa. Þessi málning er algjör snild og með henni má lappa upp á húsgögn sem maður hefði að öðrum kost þurft að fara með til bólstrara.

Svona líta þeir út eftir málun og nú má nota þá aðeins lengur.

Það liggur mjög þröngur og brattur stígi upp á efri hæðina sem leit svona út fyrir helgi...
...en lítur svona út núna

nærmynd af tröppunum.

Ég er mjög ánægð með útkomuna

kveðja adda


02 August 2011

Jón í lit

Jón í lit eru veggplattar með lágmynd af Jóni Sigurðsyni sem gefin var út sem minjagripur árið 1944. Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðsonar hefur Almar Alfreðson vöruhönnuður tekið afsteypur af plattanum og veitt þeim nýtt og skemmtilegt útlit með því að sprauta þær í 20 mismunandi litum.

þær eru rosalega flottar svona nokkrar saman

þetta er litaúrvalið það er úr mörgu að velja og hver ætti að geta fundið lit við sitt hæfi.

Almar er með fleiri skemmtilega hluti sem hann hefur hannað á heimsíðu sinni ég mælið með að þið kíkið á hana.
(myndirnar eru fengnar á heimasíðu Almars)

kveðja Adda