20 December 2011

Jólapúðar

Ég er búin að vera að gera hjörtu fyrir jólin og á sum þeirra setti ég gamaldags jólamyndir. Mér datt þá í hug hvort ekki væri sniðugt að búa til jólapúða líka. Ég er oft svo fljótfær að ég henti mér bara í saumaskapinn og náði ekki að klára fyrir aðventuveisluna okkar svo enn á ég eftir að loka fyrir púðana að neðan. Hér er svo afraksturinn.


Ég bjó til tvo stóra púða 50x50 og setti gamaldags jólasveinamyndir á þá
Hér eru þeir í sófanum

og hér eru þeir í stólunum mínum annar er svolítið krukklaður enda búið að sitja á honum áður en ég náði að mynd hann (þá meina ég sitja ofan á honum)
hér er hin myndin þær eru líkar en ekki alveg eins


Hér eru svo minni púðarnir í minni sófanum á þeim eru myndi af vetrarklæddum konum og hér er nærmynd af þeim

Kveðja Adda

8 comments:

 1. Óóó hvað þetta er fallegt! Eru þetta myndir sem að þú prentar bara út eða???

  Share woman, share ;) Þetta er yndislega fallegt hjá þér!

  ReplyDelete
 2. Takk fyrir Dossa
  Ég keypti bara transfer pappír sem ég fékk í Eymundsson. Ég prentið gamaldags myndir (sem ég á tugatali í tölvunni) út á pappírinn og svo strauja ég myndirnar yfir á efnið. Maður þarf að hafa í huga að myndirnar speglast þannig að stundum er betra að snúa þeim í tölvunni áður en maður prentar þær út sérstaklega ef það stendur eitthvað á myndunum. Þessi pappír sem ég keypti er hugsaður á boli og myndirnar er svolítið pastlegar og vilja krumpast ef setið er mikið á þeim. Ég gaf mér engan tíma til þess að leita út fyrir bæinn að einhverju betra en það er örugglega hægt að fá eitthvað t.d. í Virku í Reykjavík. Ég hugsaði bara æ þetta á bara að vera upp á punt en það má þvo þetta á 30°
  jólakveðja Adda

  ReplyDelete
 3. Snilld! Þarf nokkra klukkustundir í viðbót í sólarhringinn til að ná að sinna svona meiru :)

  En myndirnar sem þú setur á kertin, er það einhver spes pappír? Afsakið spurningaflóðið!

  ReplyDelete
 4. Ég átti einu sinni eitthvað spes límlakk til að nota á sevíettur þegar meður setti þær á kerti en þar sem fína föndurbúðin okkkar AB búðin er ekki lendur starfandi á Akureyri og ég þurfti að gera þetta strax límdi ég bara myndina (ég notaði bara venjulegan ljósritunarpapír)á með límstifti og setti blúndu neðst á þær og pínu hjarta eða eitthvað sætt(en það sést ekki á myndunum). Það þarf að passa að pappírinn brenni ekki og ég tek oft myndina bara ef þegar kertið hefur brunnið langt niður. Ég er búin að nota svona pappírmyndir lengi á kerti setti t.d. mynd af dóttir minni og nafnið þegar hún var skírð og þegar hún varð 2 ára setti ég Bangsimon myndir á kerti svo eitthvað sé nefnt. þetta er frábælega sniðugt til að punta smá hjá sér þegar eitthvað stendur til.
  Kveðja Adda

  ReplyDelete
 5. OMG þetta var ég ekki búin að sjá! Algjör snilld hjá þér Adda:)

  ReplyDelete
 6. Ég er alveg dolfallin yfir púðunum, rétt eins og hjörtunum sem þú sýndir okkur um daginn. Svo einstaklega fallegt hjá þér.
  Gleðileg jól kæra Adda og vonandi hefurðu haft það gott þessa stuttu helgi.
  jólakveðja;
  Stína

  ReplyDelete
 7. Hæ hæ !
  Flottir púðar hjá þér:)
  Ertu til í að hafa samb við mig á runao@mac.com
  þ.e.a.s ef þú ert að taka að þér að gera svona :)

  Bestu
  Rúna

  ReplyDelete
 8. Sæl Adda...
  Finnst þessir púðar æðislegir ! :)
  Ég er með tvær spurningar.. Hvað ertu með myndirnar stórar og hvernig seturu blúndurnar í kringum myndina ?? :)

  kv. Ragna Lóa

  ReplyDelete