15 September 2013

Nýjasti óskalistinn

Hér eru nokkrir hlutir sem eru á óskalistanum hjá mér


Þessi hrærivél er mjög ofarlega á innkaupalistanum mínum, ég á gamla Kenwood hrærivél sem ég erfði eftir Ömmu mína á Húsavík og hún er búin að þjóna mér vel. Ekki það að ég sé ekki ánægð með hana, hún hefur að vísu alveg hræðilega hátt og er búin að bila núna 2 sinnum svo ég er farin að óttast að hún endist ekki mjög lengi úr þessu. En þetta er sem sagt óska hrærivélin þegar ég fæ mér nýja.


Peysan TJÖRN frá Farmersmarket er nýj í þessum svarta og gráa lit og það væri nú kósí að hreiðra um sig í þessu í vondum veðrum með góða bók við hönd.



Bleikur Iittala vasi er bara dásamlegur, ég á einn hvítann og það væri nú ekki dónalegt að fá einn bleikan í stíl.


Mig vantar ljós framm á litla ganginn minn og þetta ljós frá Krunk er alveg fullkomið á þann stað.

Wooden doll fást í Pennanum og það er á döfinni að eignast etthvað af þessu dýrindi


Svona fallegt bollastell fæst að sjálsfsögðu í Húsi fiðrildanna

þetta krútt er út HM 


Bara æðislegir þessi bambabokar úr HM

Flottur dregill á matarborðið úr HM


Kanínu púði í barnaherbergið HM


Bambahandklæði úr HM


Sjáið þig eitthvað þema

kveðja Adda