15 December 2013

Jólapakkar

Mér finnst mjög gaman að pakka inn jólagjöfunum og get dundað mér lengi við það á stofugólfinu hjá mér. Í ára var ég að dunda mér við að gera ballerínur út pappa, þetta tók að vísu mun lengri tíma en ég gerði ráð fyrir í upphafi. Ég mjög lengi að finna réttu ballerínurnar það tók mig nokkur langann tíma að safna að mér flottum ballerínum bæri dúkkulísum og vintage og svo finnst mér svo gaman að gera ýmsar útfærslur mér leiðist að gera sama hlutinn oft.


Sumar notaði ég sem pakkaskraut á jólagjafir





en aðrar er ég að selja í gegnum síðuna mína "Festar og fallegt skart"


En svo fannst mér ég yrði þá að setja eitthvað á jólapakkana fyrir drengina 


Ég keypti mér fyrir jólin bókina Vintergleder frá Tilda sem ég fékk í A4



Í henni er meðal annars þessir sætu vetrar jólasveinar


Svo ég skellti í nokkra til þess að skreyta með pakk og kannski hengja einhverja þeirra upp líka


Svona líta þeir út


og að sjálfsögðu er enginn eins


Það má nota þá til að skreyta ýmislegt

kveðja Adda







13 December 2013

Jólasvipmyndir


Stofuglugginn vetrarlegur


Áður en serían var sett upp


Stofuskot


Jólakassinn góði


Aðventu kertastjakinn 

Það er aldrei nóg af kertaluktum

 
Jólahjarta á kertastjaka frá Margréti Jóns er í miklu uppáhaldi

Jólakúlur undir kúpli með rafhlöðuseríu

kveðja Adda

29 October 2013

Beikur október

Í tilefni af bleikum október þá eru hér myndir af því hvernig hann hefur áhrif á baksturinn hjá mér


Jarðarberja bollakökur



með jarðaberjasmjörkremi 

og dass af glimmieri

svo eru þær svo ósköp fallegar á tertufatinu frá PIP


inni þeim var rjómi með flóssykri og jarðaberjum


Rós í hnappagatið eða bara í munninn


 Ég var með smá matarboð um helgina og þá gerði ég svona litlar Pavlovur handa hverjum og einum.


Svo áttum við nokkrar í afgang á mánudag og þá var skólafrí hjá börnunum svo við slóum upp smá veislu af því tilefni


Lagt á borð í bleiku en það var engöngu gert af tilefni af bleikum október annars er ég ekkert fyrir bleikt.. hóst, hóst


Þær eru með jarðarberjajóma og ofaná og skreytt með jarðarberjum


Ekki er nú verra að drekka með þessu heitt súkkulaði.


loksins fengu þau að snakka


þegar búið var að mynda herlegheitin

kveðja Adda

15 September 2013

Nýjasti óskalistinn

Hér eru nokkrir hlutir sem eru á óskalistanum hjá mér


Þessi hrærivél er mjög ofarlega á innkaupalistanum mínum, ég á gamla Kenwood hrærivél sem ég erfði eftir Ömmu mína á Húsavík og hún er búin að þjóna mér vel. Ekki það að ég sé ekki ánægð með hana, hún hefur að vísu alveg hræðilega hátt og er búin að bila núna 2 sinnum svo ég er farin að óttast að hún endist ekki mjög lengi úr þessu. En þetta er sem sagt óska hrærivélin þegar ég fæ mér nýja.


Peysan TJÖRN frá Farmersmarket er nýj í þessum svarta og gráa lit og það væri nú kósí að hreiðra um sig í þessu í vondum veðrum með góða bók við hönd.



Bleikur Iittala vasi er bara dásamlegur, ég á einn hvítann og það væri nú ekki dónalegt að fá einn bleikan í stíl.


Mig vantar ljós framm á litla ganginn minn og þetta ljós frá Krunk er alveg fullkomið á þann stað.

Wooden doll fást í Pennanum og það er á döfinni að eignast etthvað af þessu dýrindi


Svona fallegt bollastell fæst að sjálsfsögðu í Húsi fiðrildanna

þetta krútt er út HM 


Bara æðislegir þessi bambabokar úr HM

Flottur dregill á matarborðið úr HM


Kanínu púði í barnaherbergið HM


Bambahandklæði úr HM


Sjáið þig eitthvað þema

kveðja Adda


16 August 2013

Loksins loksins loksins

Þið eru örugglega búin að fá nóg af myndum af pallinum hjá mér en hér koma þó fleiri.  Garðhúsgögnin eru  orðin hvít og falleg og ég fór loksins út til að mynda herlegheitin.
 Myndirnar tala sínum máli




















Hjarta sem ég saumaði og skreytir fuglabúrið góða

  
Nýi fíni bekkurinn























 Svo er hægt að kveikja á kertum og hafa það kósí þegar rökkva tekur




Maður á aldrei of mikið af teppum og púðum


Hvað er betra en smá hvítvín í glas í rökkrinu svona til að teygja aðeins á sumrinu

Kveðja Adda