03 January 2012

Dýrindi


Ég fékk þetta dýrindis jólatré í jólagjöf. Það eru eðalsmiðirnir Tóti og Markó á Akureyri sem smíðuðu það. Ég hef sagt ykkur frá þessum smiðum áður hér en ég á líka aðventukrans sem þeir smiðuðu. Þeir smíða líka snyrtiborð, skrifborð, stórar luktir og fleira og fleira. Þeir eru komnir með síðu á Facebook sem heitir Tutto nostro endilega kíkið á það sem þeir eru að gera.


Ég ætlaði að vera löngu búin að mynda það eða réttara sagt fá manninn minn til að mynda það en einhvern veginn hefur ekki gefist tími til þess um jólin. Ég greip því gömlu vélina mína og smellti af nokkrum myndum til að sýna ykkur.


Ég var að skoða bloggið hennar Stínu Sæm sem heitir Svo margt fallegt og er alveg dásamleg síða sem ég heimsæki reglulega og þá var hún að segja frá svo skemmtulegu myndvinnsluforriti sem er frítt á netinu og heitir Photo Scape


Ég missti mig gjörsamlega í þessu forriti og nú er allt í lagi þótt að myndirnar úr litlu myndavélinni minni séu kornóttar og ljótar þær verða bara enn flottari þegar búið er að gera þær gamaldags og fikta í litum, ljós og skugga


Ég læt hér fylgja með myndina af hinu dýrindinu mínu sem ég fékk í jólagjöf í svona gamaldags útgáfu með nýasta púðanum sem ég gerði sérstaklega fyrir þennann stól

Kveðja Adda

4 comments:

 1. Þetta er ferlega fagurt og gott að einhver í mýrinni löngu getur skreytt heimili sitt með þessu fallega jólatréi. Er nú búin að setja þetta á must have listann fyrir 2012 ..... en er nú samt að reyna að temja mér nægjusemi - kannski ég fái bara að koma fyrir næstu jól í hvítt eða púrtara og dáist þá í leiðinni að trénu þína fína :-) kveðja úr ríki Kalla kóngs og Sylvíu. Stína

  ReplyDelete
 2. Gleðilegt árið Stína mín
  þú ert ævinlega velkomin í heimsókn og ekki skal standa á mér að drekka með þér hvítt eða port
  kveðja til ykkar allra í Svíaríki

  ReplyDelete
 3. Gleðilegt árið sömuleiðis Adda .-)
  Tek þig á orðinu og fljótlega eftir að við stígum á íslenska grund lyftum við glösum!

  ReplyDelete