24 March 2010

Páskamyndir








Hér eru nokkrar gamaldags páskamyndir til að koma ykkur í gírinn fyrir páskana.
Ég ætla að setja inn eitthvað páskaföndur næstu daga.
kveðja Adda

20 March 2010

Gömul hilla sem afi minn og amma á Húsavík áttu og ég fékk að eiga eftir þeirra dag.
Afi sagði mér einhverntíman að hann hefði keypt þessa hillu á Akureyri og hélt að hún hefði verið jafnvel verið smíðuð þar. Ef einhver hefur nánari upplýsingar um svona hillur sem voru mjög algengar á heimilum í eina tíð má hin sami láta mig vita.

Hér má sjá myndina sem príðir hilluna,ekki hægt að hafa það mikið þjóðlegra

kveðja Adda

15 March 2010

Smá-föndur

Pennastatíf sem búin eru til úr niðursuðudósum og gjafapappír

Bókamerki

kveðja Adda

14 March 2010

Sauðir

Herra Mókollur - prjónabindi er flott íslensk hönnun eftir Kristbjörgu Maríu Guðmundsdóttir og Birgir Hákon Hafstein, Ragna Ágústdóttir hanaði lopamundstrið á 7. áratug síðustu aldar.
Bindin fást í Sirku.

Ég gaf manninum mínum svona sauðabindi í nýársgjöf.
Þórgnýr með sauðabindið við opnum fyrstu ljósmyndasýningar sinnar16. janúar s.l.
Bindið vakti mikla athygli og ég veit til þess að nokkrar konur fóru eftir sýninguna og keyptu svona bindi handa mönnunum sínum í bóndadagsgjöf.


Ný flott íslensk hönnun, snaginn Svarti sauðurinn eftir Ragnheiði Tryggvadóttur vöruhönnun en hún hannar undir merkinu Ratdesign. Snaginn er framleiddur á Akureyri, skorinn og beygður í Slippnum og pólýhúður í Pólýhúðun á Akureyri.
Snaginn fæst í Sirku.
Ég á eftir að fá mér svona snaga, ég er bara að reyna að finna úr hvar ég geti sett hann upp heima hjá mér.

Kveðja Adda

13 March 2010




Á þessari mynd er dásamlegur gamall dúkkuvagn, ég er búin að vera að leita lengi að gömlum dúkkuvagni fyrir Emblu en ekkert orðið ágengt ennþá


Veggfóður frá Ferm sem Sirka er að selja


Daman á heimilinu

þessar myndir fékk ég á síðu sænska tímaritsins Family living en þar eru oftar er ekki mjög skemmtilegar myndir frá flottum heimilum. Þessar myndir eru frá heimili í Svíþjóð, sjá hér.
Ég hef ekki fundð þetta blað hér á landi en væri alveg til í að kaupa það.

kveð að sinni Adda

09 March 2010

Vafrað á netinu



Þennan geggjaðagjafapappír og box má fá hér á heimasíðu Blafre design sem er lítið fjölskyldufyrirtæki staðsett í Osló. Þau eru líka með skemmtilega blogg síðu sem heitir Blafrebloggen og þar má finna margar skemmtilegar hugmyndir.


Þessi tösku fann ég hér

og hér á Summar sewing finnið þið upplýsingar um gerð hennar

Þennan snaga fann ég á þessari síðu hér sem heitir Tante Mimmi

Kveðja Adda