31 May 2011

Ný bók

Það er alltaf jafn gaman að eiga afmæli, ég er mikil afmæliskona og ég kann sko alveg að njóta þess að eiga afmæli. Ég fékk þessa fínu bók í afmælisgjöf frá Styrmi elsta syni mínum. Hann veit sko alveg hvað mamma hans kann að meta og hitti alveg naglan á höfuðið þarna, enda vinnu hann í bókabúð og veit hvar dýrgripina er að finna. En þessi bók styklar á stóru í 150 ára sögu húsgangahönnunar. Bókin er stór og þung og það er eiginlega bara hægt að skoða hana við borð, þetta er ekki bók sem þú ferð með í rúmið en flott er hún.Bókin býður tilbúin aflestrar á sófaborðinu.
kveðja Adda


29 May 2011

Ponsjó og hálskragar

Þessi flottu Ponsjó og hálskragar eru frá Ríkey Kristjánsdóttur sem býr á Seyðisfirði. Þeir fást í nokkrum litum í Sirku á Akureyri. Ég á einn fjólubláan sem er algjört æði og ég er mikið búin að nota mikið síðan ég fékk hann. Það er engin þeirra eins. Ég held að þeir fáist líka í húsi handanna á Egilstöðum.


Þetta er mitt ponsjó yndislega mjúk og dásamleg flík
Ljósgrárþessir hálskragar eru bara flottir við hvað sem er, búnir til úr gömlum blúndudúkum, kögri, borðum og fleiru.


Hvítur kragi

Svartur með blúndu og dúlleríi


Þessi er ljósbrúnn með mjúku skinni


Þessi er svona steingrár með grábrúnu kögri og blúndum og pallíettum.


Allar þessar myndir fékk ég á Facebook síðu Sirku

kveðja Adda


21 May 2011

Armbönd


Þetta er meðal annars það sem ég er að dunda við þessa dagana

kveðja Adda

20 May 2011

í köku skapi

Ég var að skoða bloggið hennar Stínu Sæm þar sem hún hefur fundið svo falleg "möffins" eða "bolla"kökuform og standa. Ég smitaðist af kökunum en ég nenni ekki að baka núna svo ég ég set bara inn kökumyndir í staðin.Mig hefur lengi langað til að prófa að gera svona makkarónukökur er meira að segja búin að finna mér uppskrift.
Það er nú örugglega ekki verra ef kakan er bleik að innan. Hér eru leiðbeiningar.


Mér finnst þessi alveg dásamleg og hér er uppskriftin ef þið viljið spreyta ykkur


Flottar sleikjupinnakökur í öllum regnbogans litum. Ég hef ekki gert svona kökur sjálf ennþá en langar mikið til að prófa. Sjá nánar hér að vísu á spænsku hérHvernig lýst ykkur á þessa bollakökuvél, þið getið fengið hana hér

Kannski nenni ég að baka eitthvað um helgina hver veit

kveðja Adda

09 May 2011

skór og aftur skórÞessir klossar eru að sjálfsögðu sænski merkið heitir calou og þessi tegund heitir Knyta þeir fást í nokkrum litum hjá Spennandi og svo er líka hægt að sjá úrvalið hjá Calou í Svíþjóð. Gaman væri að fá sér svona klossa á pallinn fyrir sumarið.
Þessir flottu skór fást hjá Rakel Hafberg


kveðja Adda
01 May 2011

Hjólaborð


Ég er búin að eiga svona hjólaborð úr IKEA í mörg ár og lakkaði það á sínum tíma með örlitlum viðarlit. Í gegnum árin hafði lakkið gulnað nokkuð og ég var orðin leið á þeim lit. Ég ákvað því að mála borðið og að sjálfsögðu gleymdi ég að taka mynd af borðinu áður en ég byrjaði svo ég notast bara við þessa frá IKEA.

Ég málaði borðið 3 umferðir með hvítum grunni og svo málaði ég með Kalkmálningu með gráum lit sem heitir Lute secco á borðplötuna og pússaði svo allt saman aðeins.Ég á svo eftir að lakka yfir allt saman.
Ég er frekar lélegur myndatökumaður en þetta verður að duga að sinni. Nú er bara að taka næsta hlut fyrir en það kemur í ljós hvað það verður og hvenær
kveðja Adda