26 January 2012

Minnistafla


Kommóðan og minnistaflan



Ég var búin að vera að vandræðast með vegginn fyrir ofan kommóðuna í herbergi dóttur minnar og átti erfitt með að ákveða hvað ég ætti að setja þarna.
Ég var búin að gera mér minnistöflur og í einhverjum leiðangri mínum í Vogue rakst ég á þetta fallega efni og fannst það passaði vel inn í barnaherbergið.


Ég átti gamla minnistöflu sem sonur minn var með í herberginu sínu þegar hann var lítill, ég var búin að breyta henni einu sinni þannig að ég límlakkaði myndir úr Andrésblöðum á bakið á henni og notaði hana þannig þegar hann varð eldri. En nú hafði þessi korktafla legið ónotuð í nokkur ár svo það var upplagt að nota hana enda stærðin á henni alveg hárrétt.


Ég gleymdi á mynda ferlið en þetta er sára einfalt. Það þarf bara spjald, gamla korktöflu, spónaplötu, MDF eða eitthvað nógu ódýrt, vatt, efni, heftibyssu, límbyssu, silkiborða og tölur eða annað til að setja yfir samskeytin. Ég festi vattið og efnið með heftibyssu við bakið á korktöfluni og strengdi svo silkilborða þvers og kruss á töfluna. Ég heftaði svo í böndin þar sem þau krossast á töflunni að framan og límdi tölu ofan á heftin með límbyssu og þá er taflan tilbúin


Kanínulampann fékk dóttir mín í jólagjöf þegar hún var 2ja ára hann er alveg yndislegur og bambalampi er næstur á óskalistanum. Dala hestana sænsku keypti ég í Svíþjóð fyrir um 12 árum síðan


Svo er hægt að setja myndir eða minnismiða undir böndin eða fest á hana hluti með títiprjóni. 
Ég er búin að gera nokkrar svona töflur gerði t.d. eina hvíta með blómum sem fer inn í vinnuherbergi þegar það verður tilbúið. 



Perlukross sem ég er að búa til og selja



Ég set inn fleiri myndir úr barnaherberginu á næstu dögum

kveðja Adda

6 comments:

  1. Æðisleg minnistaflan hjá þér og dúkkuvagninn geggjaður! Dóttir mín á einmitt svona kanínulampa;) Hlakka til að sjá fleiri myndir.

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  2. Allt svo fallegt og frábært að geta margnýtt og notað sömu korktöfluna, ekkert smá fallegt efni sem þú hefur valið. Dúkkuvagninn og bleiku Dalahestarnir dásemd, lamparnir líka!

    ReplyDelete
  3. Vá, virkilega falleg taflan :) Efnið er líka alveg dásamlegt! Sama má segja um litla dúkkuvagninn.

    Hlakka til að sjá meira :)

    *knús
    Soffia

    ReplyDelete
  4. vá hvað þetta er kósý, mér finst vagninn alveg gordjöss.
    hlakka til að sjá fleyri myndir af herberginu , þetta lofar góðu.

    ReplyDelete
  5. æðisleg tafla hjá þér, mjög vel gert ;) og dúkkuvagninn er bara adorable.

    ReplyDelete
  6. takk fyrir stúlkur
    vagninn er gamall en svona vagnar voru og eru til á einhverjum leikskólum Akureyrarbæjar. Hann var rauður og hvítur en ég gerði hann upp svona eins og hann er í dag. Þessir vagnar eru mjög stöðugir og því góðir til stuðnings fyrir litla stubba sem eru að æfa sig í að ganga
    kveðja Adda

    ReplyDelete