21 August 2010

Rómó

Dásamlega bleikt svefnherbergi

Gammel og flott

Flott uppstilling

Fallegir bollar, alltaf veik fyrir svoleiðis
Blóm setja alltaf svo rómantiskann blæ á heimilið

Sniðugt að geyma skartgripina í fallegum bolla

Ég væri alveg til í svona gamaldags útvarp

Fallegir skór geta sett skemmtilega svið á heimilið ef þeim er raðað upp á þennan hátt

Váááá

Spurning um að mála bara piparkökuhúsið sitt bleikt

Draumabíllinn á eftir Volvonum að sjálfsögðu

Æðisleg tré vildi alveg hafa svona í garðinum mínum

Góða helgi
kveðja Adda

18 August 2010

Gamaldags lopapeysa

Þessa peysu prjónaði ég handa mér í sumarfríinu mín. Pabbi minn átti svona peysu þegar ég var lítil.

Hún er eftir gömlu einblaðsuppskriftunum og til að létta hana aðeins gerði ég hana úr 2 földum plötulopa í staðin fyrir 3 földum og prjónaði hana á prjóna númer 7 í staðin fyrir 6.
Ég elska þessa peysu hún er svo flott við alls konar kjóla og fínerí

kveðja Adda

16 August 2010

Suðurferð

Ég keypti þessar fallegu skálar í Borð fyrir tvo á Laugaveginum Reykjavík
þær eru til í nokkrum litum og stærðum einnig eru til diskar og glös í þessu merki sem heitir Pip studio og er frá Amsterdam hér getið þið séð heimasíðuna þeirra. Ég ætla seinna að fá mér fleiri svona rómantískar skálar.

Svona er inn í fuglaskálinni

Fuglaskálinn að utan

blómaskálinn að innan

Blómaskálinn að utan

gamaldags blómamyndir

falleg móðurmynd

Þessi eftirprentun af Gullfossi að ég held var til á mörgum heimilum þegar ég var að alast upp en hún er merkt GÞ (að ég held) /-64.
Ef einhver veit hvað sú skammstöfun þýðir þá má hann láta mig vita.

Mér finnst þessi mynd æðisleg hún er svo gammel og flott.
Allar þessar myndir fékk ég í "Góða hirðinum" fyrir lítinn pening.
Ég á að vísu eftir að finna þeim stað en held að það væri voða flott að raða þeim saman á vegg.

kveðja Adda

01 August 2010

Mömmur og múffins

Mömmur og múffins var haldið í Lystigarðinum í gær laugardag þá voru seld 1000 múffins til styrktar fæðingardeild FSA. Þórgnýr Dýrfjörð tók myndirnar.

Ég bakaði Mars múffins með smjörkremi og karmellusósu og svo er smá dass af mars súkkulaði ofaná og smá moli af marssúkkulaði inní

Svo bakaði ég Red velvet múffins sem eru rauðar með bleiku frostingskremi

Fjöldi manns mætti og naut sín í fallega Lystigarðinum okkar og stemmingin var yndisleg

Úrvalið var frábært og gaman að sjá svona fallegar kökur og skrautlegar

Auður Skúla átti þessa frábæru hugmynd, sem heppnaðist fullkomlega.

Kveðja Adda