28 December 2011

Jólagjöfin mín í ár...


Mig er búið að langa lengi í svona fallegan hvítan gamaldags stól. Ég á einn gamlan sem er rauður með brúnum handföngum og fótum. Ég keypti hann notaðan og ætlaði að gera hann upp en hann er bara svo vel með farinn og fallegur þessi elska að ég hef enn ekki tímt að hreyfa við honum. 
Hér er hann með jólapúða sem ég gerði fyrir jólin.


En svo fann ég akkúrat réttu stólana í ILVUog var svona að spegúlera hvort ég ætti að fá mér einn í jólagjöf. Svo var það eina helgina rétt fyrir jólin var gefinn afláttur á þessum stólum í ILVU þá stóðst ég ekki mátið og keypti stólinn og hann kom til okkar rétt mátulega fyrir jól


Í einu orði sagt þá er hann alveg dásamlegur og ég er alveg í skýjunum með hann og er ákveðin í því að fá mér annan eins seinna meir. 
Hér er hann með pökkum sem ég gaf vinkonum mínum í jólagjöf.

Ég á örugglega eftir að mynda stólinn meira með alls konar uppstillignum hann er bara svo flottur.

kveðja Adda

Jólakúlur Emblu


Embla 6 ára dóttir mín


Hún gerði þessa jólakúlur með mér fyrir jólinn


Hún stimplaði hendurnar á sér á dökkbláa jólakúlur með hvítri málningu og málaði svo augu, munn, nef, trefil á snjókarlana


Myndirnar eru ekki góðar en ég náttúrulega gleymdi að mynda kúlurnar áður en við pökkuðum þeim inn

Kveðja Adda

27 December 2011

Jólatré í stofu stendur

Í ár var jólatréið ekki mjög stórt  (samt alveg nóg) því var stór hluti jólaskrautsins áfram í kössunum. Ég og Embla dóttir mín skreyttum tréið. Í ár vorum við aðalega með hvítt og glært skraut á tréinu, ljósaperuengla, hjörtu sem ég bjó til, skraut sem tengdamamma gerir, kristallar og grýlukerti. Svo settum við kertaljósa seríu á tréið.


Aðafangadagskvöld


Hjarta sem ég bjó tilglerfugl á grein og grýlukerti


Ég gerði fullt af svona englaperum í fyrra fyrir jólin en þessa hugmynd fékk ég á netinu hjá Hönnu sem er með bloggsíðuna Sjarmerende GjenbrukHjarta sem ég bjó tilStjarna sem tengdamamma bjó til


Ljósaperuengill búin til úr ónýtri ljósaperu og vængina fékk ég í Tiger í fyrra


Hjarta sem ég bjó til.

(myndirnar hér að ofan tók Þórgnýr Dýrfjörð)Tengdamamma bjó til þennan fallega kassa og inn í honum er bjalla


peruengill úr ónýtum ljósaperum og vængina fékk ég í Tiger í fyrraPunktuirnn yfir i-ið gamli toppurinn minn sem ég fékk í jólagjöf þegar ég var pínulítil frá afa og ömmu á Húsavík.
Hann er orðin svolítið lúinn en mér þykir mjög vænt um hann


Kveðja Adda

26 December 2011

Jólaborðstofan

Gleðilega hátíð kæru vinir og takk fyrir að kíkja á bloggið mitt, sérstaka kveðju fá þeir sem duglegir skrifa í skilaboðaskjóðuna.

Hér eru nokkrar myndir úr borðstofunni hjá mér


Stór skál eftir Margréti Jóns leirlistakonu ég fylli hana með jólakúlum og set svo rafhlöððuseríu ofan í hjá öllu saman.


Enn einn aðventu skreyting með silkiblómum sem ég bý til. Númerinn fékk ég í Danmörku fyrir mörgum árum síðan þau eru úr gyltum glimmer og hengd á kertin með títiprjónum.


Stórar brúnar  glerkúlur sem ég fékk í Sirku fyrir ca 3-4 árum síðan hanga í hurðaopinu inn í borðstofunaTvö glerhjörtu sem ég keypti í Danmörku fyrir mörgum árum síðanBókahillan í borðstofunni


Þennan litla sæta aðventukrans úr járni keypti ég í Danmörku og þarna sést líka í afa Matta


Spiladós sem ég málaði fyrir einum 9 - 10 árum síðan, ég gerði nokkrar svona og gaf í jólagjafir það árið


Litla bleika jólatréið mitt sem ég fékk að gjöf fyrstu jólin mín frá afa og ömmu á Húsavík. Það er sem sagt komið til ára sinna en er líklega uppáhalds jólaskrautið mitt.


Lítið rautt jólahús fyrir kerti úr einhverskonar frauðplasti þetta fékk ég líka í jólagjöf frá afa og ömmu á Húsavík þegar ég var lítil


Jólatötturinn eftir Aðalheiði Eysteins fékk mér hann fyrir nokkuð mörgum árum síðan.


Þennan svein fékk ég þegar ég var lítil (minni) frá ömmu og afa í sveitinni (Kroppi)


Platkerti sem ég fékk í jólagjöf frá afa og ömmu á Húsavík þegar ég var lítil örugglega orðið meira en 40 ára gamallt. Það var miklu meira um sig en gylta skrautið hefur verið að detta af með tímanum.


Ég átti einn svona jólasvein þegar ég var lítl og maðurinn minn einnig svo hér eru þeir samankomnir kátir sem aldrei fyrrSvona leit borðstofan úr í aðventuveislunni okkar nú fyrir jólin rétt áður en gestirnir settust til borðs en við komum 12 fullorðinum við borðið.


Hér er svo fjölskyldan saman komin við borðstofuborðið á aðfangadagskvöld.


Ég ætlað að setja inn myndum af jólatréinu við tækifæri

jólakveðja Adda

22 December 2011

Jólastofan fyrri hluti


Sjónvarpsskápurinn


Aðventuskreyting með gamaldags englamyndum sem ég límdi á kerti, smá greni og könglar og bakkinn er úr Sirku.


Þessi flottur kerti fékk ég í RL og hef ekki tímt að kveikja á þeim ennþá


Smá jólgrein í krukku úr Sirku


Þessa jólasveina málaði ég fyrir nokkuð mörgum árum


Hreindýr úr Sirku og jólasveinn sem ég keypti á útsölu í Blómaval fyri nokkrum árumMaría mey keypt í Sirku fyrir einhverjum árum


Stærri stofuglugginnElgurinn minn er uppi allt árið alltaf með seríu en mis skreyttur eftir árstíðum. Nú passar hann upp á hjörtun sem ég er búin að gera. Elgurinn var keyptur í Sirku fyri nokkrum árum

Þetta er aðeins hluti af stofuskrautinu, ég set inn fleiri myndir þegar tækifæri gefst.

kveðja Adda

20 December 2011

Jólapúðar

Ég er búin að vera að gera hjörtu fyrir jólin og á sum þeirra setti ég gamaldags jólamyndir. Mér datt þá í hug hvort ekki væri sniðugt að búa til jólapúða líka. Ég er oft svo fljótfær að ég henti mér bara í saumaskapinn og náði ekki að klára fyrir aðventuveisluna okkar svo enn á ég eftir að loka fyrir púðana að neðan. Hér er svo afraksturinn.


Ég bjó til tvo stóra púða 50x50 og setti gamaldags jólasveinamyndir á þá
Hér eru þeir í sófanum

og hér eru þeir í stólunum mínum annar er svolítið krukklaður enda búið að sitja á honum áður en ég náði að mynd hann (þá meina ég sitja ofan á honum)
hér er hin myndin þær eru líkar en ekki alveg eins


Hér eru svo minni púðarnir í minni sófanum á þeim eru myndi af vetrarklæddum konum og hér er nærmynd af þeim

Kveðja Adda