19 November 2009


Húsið mitt um jólin í fyrra. Það er alveg ótrúlegt hvað snjór getur verið hlýlegur finnst ykkur það ekki, umvefur allt svo fallega

Minning frá liðnum jólum svona aðeins til að koma manni í gírinn
kveðja Adda

03 November 2009


Gömul bók sem pabbi gaf mér og á hanni liggur landfesti en það er hálsfesti sem búin er til úr perlum og landakortum af Sæunni Þorsteinsdóttur sem býr á Akureyri.
Landfestarnar fást að sjálfsögðu í Sirku.
kveðja Adda

01 November 2009


Kroppskápurinn, Þessi skápur var á heimili afa og ömmu sem bjuggu á Kroppi í Eyjafirði. Ég fékk að eiga þennan skáp þegar þau dóu. Skápurinn var brúnn á litinn þegar hann komst í mína eigu og ég lét afsýra hann og í nokkur ár var hann viðalitur en svo málaði ég hann hvítan. Ég veit ekki alveg hvað hann er gamall en þó veit ég að afi og amma fengu hann notaðan.
Mér þykir mjög vænt um þennan skáp og finnst gaman að eiga eitthvað sem minnir mig á ömmu og afa. Skápurinn er staðsettur í eldhúsinu hjá mér og við köllum hann alltaf Kroppskápinn eftir bænum þeirra afa og ömmu.
kveðja Adda