22 February 2010

Smá skraut

Hjörtu á skápurðir og fleira sem ég bý til úr fílti, perlum og vír


Smá hurðarskraut sem ég bý til úr pappírsglasamottum, glansmyndum, perlum og vír
kveðja Adda


17 February 2010

nýtt af prjónunum

Embla og Dóra með húfur sem ég prjónaði og Embla kallar býkúpur. Ég gerði líka svona húfu handa Karítas en hún var í fjólubláum tónum

Peysa handa Emblu, hún heitir Bláklukkur og er úr léttlopa

Kápa frá mér til mín úr lopa og tvöföldum léttlopa

Peysa úr léttlopa sem ég prjónaði á Styrmi í fyrra haust og hann hefur ekki farið úr síðan

Peysa handa Styrmi úr Lopa

Nú er ég með barnakjól á prjónunum en svo þarf ég líka að fara að búa til fleiri perlukrossa, einnig þarf ég að fara að gera upp borðstofuborðið og stólana svo fátt eitt sé talið.
Það eru næg verkefni en vantar bara dálitla drift

kveðja Adda



16 February 2010

Ég var að fá mér þennan dásamlega hring frá "Hring eftir hring" hönnuður hans heitir Steinunn Vala. Svona hringar er til í fleiri litum og fást í Sirku.


Flott dúkka sem ég fann á síðunni Beas barnslikheter þar er hægt að prenta myndina út, strauja svo á efni og sauma brúðu, volla og þá er frábær gjöf tilbúin.

kveðja Adda