31 July 2011

festar og fallegt skart

Ég er búin að verið mjög löt að blogga en það skýrist kannski af því að fartölvan mín er ónýt og ég er ekki en búin að fá mér nýja tölvu. En hér eru nokkrar myndir af því sem ég er búin að vera að dunda mér við í ár og hefur undið ótrúlega upp á sig. Ég byrjarði að búa mér til hálsfestar og armbönd eins og mig langaði í af því ég fann það ekki í búðum. Síðan þá fóru vinkonur mínar og fólk sem sáu gripina að biðja mig um að gera líka handa sér svo nú er ég komin með sölusíðu á facebook undir nafninu "Festar og fallegt skart" ef þið viljið kíkja á það sem ér er að föndra, en hér eru nokkrar myndir


kveðja Adda

03 July 2011

Fallegir hlutir eftir yndislegan listamann

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er listamaður á Akureyri sem í mörg ár hefur gert ótrúlega fallegar grafík myndir sjá hér. Hún sækir mikið af myndefni sínu í íslenska náttúru. Nú er hún farin að láta framleiða ýmsa muni eftir myndunum sínum. Sveinbjörg starfrækir vinnuaðstöðu og sýningaraðstöðu í Gallerí Svartfugl og Hvítspóa á Akureyri ásamt Önnu Gunnarsdóttur texttíllistakonu. Hægt er að nálgast munina hennar Sveinbjargar víða m.a. í Epal. Ég mæli með að þið lítið í kringum ykkur eftir þessu fallegu hlutum.


Bakki með postulínsbollum. Bollarnir eru í þremur gerðum og verða til í lok ágúst


Járnkertastjaki verður hægt að fá einhverntímann í þessum mánuði

Löberar úr lérefti og bómull og það eru tvær gerðir af mynstri, annað er grenikrans og er 160 x 53 cm og hitt mynstrið heitir garðveisla og er 130 x 38 cm


Bakkarnir koma í tremur gerðum og eru ú skandínavísku birki


Grenikrans löber


Hér er betri mynd af dúkunum
Það er einnig hægt að fá tvær tegundir af serviéttum frá SveinbjörguPlexikransar bæði til glærir og mattir og einnig má fá plexihjörtu í rauðu og glæru


Sandblástursfilmurnar frá Sveinbjörgu er hægt að fá með ýmsum munstrum og gerðum. Ég er með svona krans í litlum eldhúsglugga hjá mér en þessi mynd er eins og allar hinar fengin á heimasíðunni Svartfugl.is


Hér er dæmi um hvernig hægt er að nota plastfilmur til að skreyta glugga


Þessi ullartteppi eru ótrúlega kósi á pallinum á síðkvöldum


myndirnar eru fengnar á heimasíðunni svartfugl.is
kveðja Adda