19 November 2009


Húsið mitt um jólin í fyrra. Það er alveg ótrúlegt hvað snjór getur verið hlýlegur finnst ykkur það ekki, umvefur allt svo fallega

Minning frá liðnum jólum svona aðeins til að koma manni í gírinn
kveðja Adda

03 November 2009


Gömul bók sem pabbi gaf mér og á hanni liggur landfesti en það er hálsfesti sem búin er til úr perlum og landakortum af Sæunni Þorsteinsdóttur sem býr á Akureyri.
Landfestarnar fást að sjálfsögðu í Sirku.
kveðja Adda

01 November 2009


Kroppskápurinn, Þessi skápur var á heimili afa og ömmu sem bjuggu á Kroppi í Eyjafirði. Ég fékk að eiga þennan skáp þegar þau dóu. Skápurinn var brúnn á litinn þegar hann komst í mína eigu og ég lét afsýra hann og í nokkur ár var hann viðalitur en svo málaði ég hann hvítan. Ég veit ekki alveg hvað hann er gamall en þó veit ég að afi og amma fengu hann notaðan.
Mér þykir mjög vænt um þennan skáp og finnst gaman að eiga eitthvað sem minnir mig á ömmu og afa. Skápurinn er staðsettur í eldhúsinu hjá mér og við köllum hann alltaf Kroppskápinn eftir bænum þeirra afa og ömmu.
kveðja Adda

27 October 2009

Gangurinn minn


Hurðin fram í forstofu sem er ein sú minnsta á landinu en þar ef jafnframt stigauppgangurinn á efri hæðina


Hillur var það eins sem hægt var að koma á þennan vegg af því að hann er svo þétt við dyrnar og því rúmaist ekki borð, skápur eða kommóða þarna sem hefði nú ekki verið vanþörf á fyrir all draslið sem fylgir manni. Svo málaði ég Tópas fjólublátt á vegginn ég mætti bara í Litaland með fjólublánan tópaspakka og þeir blönduðu þennan líka fína lit.


Töskusnaginn góði er á ganginum mínu sem er svo ógnarsmár að það er fátt sem þar rúmast og því þarf að skipuleggja hlutina vel.
Á snaganum hangir uppáhalds taskan mín sem Elín systir færði mér að gjöf því henni fannst hún svo Ödduleg °Ü°


Góð leið til að geyma dúkkulísurnar sínar og svo gleður það augað í leiðinni, þetta er við vinnuherbergið mitt.

Kveðja Adda

25 October 2009


Litla piparkökuhúsið að haustlagi, það minnir mig á að ég á eftir að mála garðbekkinn, en það bíður næsta sumars eins og svo margt annað.


Var að prjóna þessa húfu á mig til að nota í leikskólanum, kannski geri ég aðra eins handa Emblu við sjáum til.

kveðja Adda



24 October 2009


Draumastóllinn minn kemur úr hönnunarsmiðju Charles og Ray Eames, hann var hannaður árið 1954 og þá var hann úr trefjagleri en í dag er hann úr plasti. Vitra framleiðir stólinn og fæst hann hjá pennanum Hallarmúla.




Þessir jólaskautar finnst mér æðislegir, ég væri til í að gera svona fyrir jólin ef ég hef tíma.
Þetta er uppskrift frá Tilda sem eru frábærar norskar föndurvörur og fást í A4 og það er einnig hægt að panta svona úr Panduro listanum á netinu. Þá er bara að kveikja á kertum og skella ser í jólaföndrið.

kveðja Adda

22 October 2009


Fékk mér 2 svona ósýnilegar hillur í Tekk Company um daginn, búin að langa í þær lengi ég á að vísu eftir að setja þær upp og á enn eftir að finna þeim stað í húsinu en koma tímar koma ráð.
set inn myndir þegar þetta er komið upp.

kveðja Adda

21 October 2009

Á prjónunum


Peysa sem ég er að prjóna ú Lopa, hún er verulega skrautleg og mjög þykk eitthvað í ætt við kápu hugsa ég.


Hauskúpuhúfa úr Lopa að sjálfsögðu.

Næst er á döfinni að prjóna slá úr moher garni með palíettum og einhvers konar hálsklút/stroff

kveðja Adda

18 October 2009



Nú er heldur betur komin tími fyrir kertaljós og seríur þó svo að ég sé með séríur uppi allt árið þá fer bráðum að koma tími á seríur í gluggana þegar svartasta skammdegið skellur á manni með miklum þunga

kveðja Adda

16 October 2009


Þær eru voða krúttlegar svona smámunahillur sem búnar eru að fá upplyftingu væri alveg til í að gera svona ef einhver lumar á slíkri hillu. (Ég man ómögulega hvar ég fékk þessa mynd en það var á einhverri góðri bloggsíðu)


Þeir eru flottir leirmunirnir hennar Þóru Breiðfjörð mig langar sérstaklega í svona skál á fæti sem maður getur notað undir smákökur eða bara nammi

bless bless í bili
Adda





15 October 2009



Ég væri alveg til í svona flotta formköku


eða svona
sjá fleira á girnilegar kökur á frábærri síðu sem heitir Holy sweet
þar eru guðdómlegar kökuskreytingar


Það væri nú ekki dónalegt að drekka úr svona fínum bolla, ég myndi þó frekar velja hvítvín en kaffi. Bollinn er eftir Hrafnkel Birgisson og er ofarlega á óskalistanum

kveðja Adda


10 October 2009

Fallegur nýfallinn snjór ég kýs hann heldur en veðrið sem er úti núna, rok og rigning, ekki mitt uppáhald. En þá er best að halda sig inni með kertaljós og góða bók.



Kertaluktir sem Bryndís á Stíll býr til, þetta er mjög fín endurvinnsluhugmynd á gömlum sultukrukkum með myndum af íslenskum blómum. Í svartasta skammdeginu er akkúrat tími fyrir kósíheit og kertaljós mæli með þessu.
kveðja Adda


09 October 2009

unglingahúfa


Ég var að prjóna þessa húfu á Styrmi úr lopa hann fékk svarta og gráa húfu en Bjarmi vill fá skærgræna, með svörtu og hvitu
ég á reyndar eftir að prjóna hana.
kveðja Adda

06 October 2009

Heima er best

Heima er best límmiðinn sem er fyrir ofan hurðaropið inn í stofu hjá mér, hann blasir við þegar maður kemur inn um útidyrnar og vekur upp hlýju og notalegheit. Límmiðinn er hugmynd Ólafar Jakobínu og fæst í Sirku, þar er einnig til límmiði sem á stendur
Drottin blessi heimilið.



Nýjasti límmiðinn frá Ólöfu Jakobínu viðeignadi á þessum óvissutímum?
eða vekur þetta kvíða og minnir okkur á kreppuna?

Kveðja Adda


05 October 2009



Þessi yndislegi bolli og félagar hans í 3 öðrum litum eru frá Rice og fást í Sirku, þeir eru á óskalistanum mínum
kveðja Adda

04 October 2009

Bókaklúbburinn


Berlínaraspirnar eftir norsku skáldkonunnar Anne B. Ragde varð fyrir valinu í bókaklúbbnum mínum svo nú þarf ég að drífa mig í því að redda mér bókinni og lesa fyrir næsta bókaklúbb sem verður seinni partinn af október.

Í dimmum desembermánuði liggur gömul kona fyrir dauðanum í Þrándheimi. Á meðan hún bíður örlaga sinna þurfa eiginmaður hennar, þrír synir og sonardóttir að takast á við atburði fortíðar til þess að geta hafið nýtt líf. En hvernig eiga gamall maður sem þvær sér ekki, hundaþjálfari, smámunasamur útfararstjóri, svínabóndi og samkynhneigður gluggaútstillingameistari að finna sameiginlegan takt í tilverunni? Anne B. Ragde er nú vinsælasti höfundur Noregs. Berlínaraspirnar varð margföld metsölubók í Noregi, skaut Da Vinci lyklinum aftur fyrir sig, enda er hún skrifuð af miklu næmi fyrir ólíkum hliðum tilverunnar og snýst um grundvallarspurningar; hvernig hægt er að sættast við tilveruna í stað þess að flýja hana.

Pétur Ástvaldsson þýddi, Mál og menning gefur bókina út.

Hljómar spennandi ekki satt!


Krúttleg svunta búin til úr tóbaksklút, sá þetta á síðunni hjá Mörtu Stewart.
Sniðug jólagjafahugmynd .
Kveðja Adda

03 October 2009

Krummi krunkar inni


Þennan krumma fékk ég í Sirku nema hvað. Hann er hönnun Ingibjargar Bjarnadóttur. Hrafnin kemur í svörtu, hvítu og bleiku

30 September 2009

Trappa


FYRIR : trappa úr IKEA


EFTIR: sama trappa úr IKEA

Smá málning getur breytt miklu og það er oft gaman að sjá hvað hlutirnir breytast með smá vinnu.
Kveðja Adda


28 September 2009

prjónastúss


Lopapeysa sem ég gerði fyrir eiginmanninn

Peysa og húfa sem ég gerði handa Dagbjörtu Báru, en hún er lítil vinkona mín. Þarna var ég að hekla fyrir tölunum í fyrsta skipti en naut að sjálfsögðu diggrar aðstoðar mömmu.
kveðja Adda

27 September 2009

Svona var veðrið í morgun þegar við Embla fórum í sunnudagaskólann. Er ekki örugglega september ennþá.
Kveðja Adda

26 September 2009

Veggvasar

Loksins er ég búin að fá þennan fína veggvasa sem mig var búið að dreyma um lengi,
þetta var afmælisgjöfin mín í ár ég safnaði afmælispeningunum saman til að geta eignast hann.
Þetta er klassisk hönnun Dorothee Becker frá 1969 sem kallast Uten. Silo og Vitra framleiðir í dag

20 September 2009

Síðustu sumardraumarnir


Hér er mynd af blómum sem ég tíndi stundum í sumar til að fá sumarið aðeins inn í hús, sérstaklega þar sem veðrið var ekki alltaf upp á marga fiska.
En nú þegar blómin eru horfin þá er bara spurning um að skella sér út í blómabúð og viðhalda sumrinu og ánægjunni sem blómin kalla fram.
kveðja Adda

13 September 2009

Bloggað á ný

Jæja þá ætla ég að reyna að fara af stað aftur og blogga. Hér ætla ég að setja inn skemmtilegar hugmyndir, hönnun og allt sem mér finnst áhugvert.
Við sjáum hvað setur.
kveðja Adda