29 November 2011

Brostu með hjartanu


Undafarna daga hef ég verið að gera tilraunir með að búa til hjörtu úr alls konar efni sem fyrir finnst á heimilinu. Sum hjörtun eru tilbúin en önnur eru ekki alveg fullbúin en hér gefur að líta á afraksturinn.

Efniviðurinn

Gamlar tölur og gamaldags myndir sem ég prenta á sérstakan pappír og strauja svo á efni

Smá blóm sem ég er búin að eiga lengi og hef notað á ýmislegt

Perlukassinn aldrei langt undan, einn af fjórum sem til eru á heimilinu

Borða og spotta kassinn

Efni og blúndur, efst trónir hjarta sem ég gerði fyrir mörgum árum síðan og síðan hef gert fjölmörg svona hjörtu og sett á jólapakkana. Þetta hjarta er mjög einfalt úr hvítu filti með silfruðum glimmer í sem ég fékk í AB búðinni sálugu (ég dauð sé eftir þeirri búð mér finnst vanta almennilega föndurbúð á Akureyri). En hjartað var sem sagt úr hvítu fílti saumað saman með silfur garni og neðan úr því hékk"kristall"eða stórar perlur.

Hér eru nokkur hjörtu tilbúin eða svona næstum því

Alls konar blúndur

Þetta er með strauðari mynd á

Blúnda, perlur og fjaðrir

Mynd, blúnda og blóm

Blúnda úr gömlum gardínum

Silkiblóm og blúnduhjarta. Var að prófa að láta blómið á hjartað en mér finnst það aðeins of stórt og ætla að búa til minna blóm.

Ég prufaði að henda hjörtunum upp í eldhúsgluggann til að sjá þau hanga saman (því að er meira gaman)

Þessi eru með dinglum dangli neðan úr sér

sést kannski ekki nógu vel

Þetta hjarta er með kristal neðst

Mér hlýnaði aðeins um hjartaræturnar við að dúlla þetta á meðan veturinn geysaði úti fyrir og það eiga örugglega eftir að fæðast fleiri hjörtu á næstu dögum.

kveðja Adda

26 November 2011

Tvöfaldi bakkinn

Ég sá svo flottar myndir hjá Dossu á blogginu hennar Skreytum hús af tvöföldum bakka. Ég á alveg eins bakka sem ég keypti í sumar í RL á 1.495 kr og spreyjaði hvítann af því að það passaði betur inn hjá mér. Ég notaði hann inni í vinnuherbergi undir alls konar föndurdót. Reynar voru þessi bakkar til bæði hvítir og brúnir en þegar ég keypti minn þá voru bara til brúnir og ég hafði ekki hugmynd um að hægt væri að fá þá hvíta. Ég sá um daginn að þeir voru komnir aftur og eru nú til bæði brúnir og hvítir. Svo um daginn var ég með matarboð og ákvað að færa bakkann inn í stofu og skreyta hann dálítið. Hér eru nokkrar myndir af bakkanum eins og hann er í dag en ég á eftir að færa hann í meiri jólabúning síðar.

Myndirnar eru ekki mjög góðar það var orðið of dimmt fyrir litlu myndavélina mína

Hreindýrið er úr RL og koma 3 saman í pakka á um 5oo kr


Silkiblómin sem ég er að dunda mér við að búa til skreyta allt svo fallega

Fuglinn er orðin dálítið gamall, hann fær stundum að vera uppi allt árið

Hreindýrið hreykir sér

Bakkinn allur

Gammel bleiku glerflöskurnar mínar úr Frúnni í Hamborg

Ég er með hreindýradellu og þetta hreindýr er úr leikfangabúð


Stundum breyti ég uppstillingunni tek eitt út og set annað inn í staðin

Kveðja Adda

22 November 2011

Aðventan á næsta leiti

Fyrsti sunnudagur í aðventu er á næsta sunnudag svo það er ekki seinna vænna að fara að huga að aðventudagatalinu. Ég er ekki búin að ákveða nákvæmlega hvernig ég ætla að hafa þetta í ár oft hef ég verið með nokkur dagatöl en á meðan ég hugsa mig um er hér nokkrar hugmyndir


Aðventudagatal búið til úr trjágrein og trékúlum fann þetta á Pinteres en gat ekki fundið hvaðan þessi mynd er upprunnin
Þetta er hægt að kaupa hér


Það eru örugglega ca 20 ár síðan ég gerði piparköku aðventukrans eitthvað svipað þessu.
Myndin fengin hér

Þetta dagatal er héðan

Þetta er héðan




Þessa mynd fékk ég hér

Hér eru leiðbeiningar hvernig þetta er gert


Þessa mynd fann ég á Pinteres

Fann ekki hvaðan þessi mynd er en fékk þessa á Pinteres

Þessi mynd er héðan

Hér er sýnt hverni þetta er gert


Mér finnst þetta rosa flott frá Alvas hus


Hér eru umslög númeruð sett í þau eitthvað góðgæti og hengd upp á snúru


Ég keypti lítil súkkulaðistykki með fallegum myndum sem voru merkt 1-24 sem ég ætla að setja einhvern veginn upp. Þetta er mjög einföld útgáfa fengin hér


Hér eru gamlar ryðgaðar dósir notaðra héðan

Aðventuepli

kveðja Adda

15 November 2011

Maður getur lengi á sig blómum bætt

Mér hefur lengi langað að læra að búa til blóm úr tafti, silki eða einhverju álíka. Loksins gaf ég mér tíma til að prófa. Ég fór á Youtub. com og fann vídeó sem kennir blómagerð. Hér er afraksturinn af fyrstu blómunum en ég á örugglega eftir að gera fleiri í ýmsum útfærslum þetta er svo einfalt og gaman.
svona blóm eru svo flott sem allskonar skraut

Ég nota þau í ýmsar uppstillingar


Svo má næla þau í sig




eða setja í hárið





Bara það sem manni dettur í hug

Þau eru líka mjög flott til að skreyta gjafir

En svo eru þau líka svo falleg svona ein og sér

Kveðja Adda