05 December 2015

Innidagur


Í dag var innidagur og þá er gott að nota til baksturs ekki satt. Þegar ég baka þá fer eldhúsið á hvolf og því verða ekki birtar neinar rómatískar jólabakstursmyndir hér. En þegar bakstursilmurinn er kominn í húsið, veðrið úti bankar á gluggana þá er svo notalegt að kvekja á kertum og njóta. 
Ég bað eiginmanninn að mynda eldússkápinn i þessari fallegu birtu.


Ég fylli kúpulinn af alls konar jólakúlum sem ég hef sankað að mér í gegnum árinn en þær eru í pastellitum ásamt gylltum og silfurlituðum kúlum og svo er ég líka með rafhlöðuseríu inna í honum.


Ég spreyjaði svo jólasnjó ofan á kúpulinn og smá dass af glimmer


Ég þarfa varla að taka það fram að tertufötinn eru frá Margréti Jóns leirlistakonu.
Bílinn með jólatréinu á toppnum er úr Sirku en litli kúpulinn fékk sömu yfirhalningu og sá stóri.

kveðja Adda


No comments:

Post a Comment