28 December 2011

Jólagjöfin mín í ár...


Mig er búið að langa lengi í svona fallegan hvítan gamaldags stól. Ég á einn gamlan sem er rauður með brúnum handföngum og fótum. Ég keypti hann notaðan og ætlaði að gera hann upp en hann er bara svo vel með farinn og fallegur þessi elska að ég hef enn ekki tímt að hreyfa við honum. 
Hér er hann með jólapúða sem ég gerði fyrir jólin.


En svo fann ég akkúrat réttu stólana í ILVUog var svona að spegúlera hvort ég ætti að fá mér einn í jólagjöf. Svo var það eina helgina rétt fyrir jólin var gefinn afláttur á þessum stólum í ILVU þá stóðst ég ekki mátið og keypti stólinn og hann kom til okkar rétt mátulega fyrir jól


Í einu orði sagt þá er hann alveg dásamlegur og ég er alveg í skýjunum með hann og er ákveðin í því að fá mér annan eins seinna meir. 
Hér er hann með pökkum sem ég gaf vinkonum mínum í jólagjöf.

Ég á örugglega eftir að mynda stólinn meira með alls konar uppstillignum hann er bara svo flottur.

kveðja Adda

4 comments:

 1. Æðislegur stóll og frábært blogg
  Kíki alltaf reglulega hingað inn :)

  ReplyDelete
 2. Hann er ÆÐI! Á einmitt einn svona gamlan stól, brúnann með bláu áklæði, sem að ég á eftir að dúlla aðeins við - bara ef ég hefði aðeins meiri tíma í sólarhringinum :)

  Til lukku með hann!

  ReplyDelete
 3. Jeminn!!!! Til hamingju Adda mín, ég segi nú ekki annað :)

  ReplyDelete
 4. Mikið er þetta fallegur stóll! Oh hvað mig langar að eignast svona :-) Fallegur púði líka!

  ReplyDelete