15 December 2011

Heimsókn í Jólagarðinn

Það er fátt yndislegra í desember en að fara í heimsókn í Jólagarðinn Eyjafjarðarsveit


Þar býr einn alveg ekta jólasveinn það er allt í lagi að toga í skeggið á þessum jólasveini


Embla mín í stiganum sem liggur niður á neðri hæð í Jólagarðinum og ég hef það eftir áræðanlegum heimildum að þessi stigi sé eftirlíking af stiganum sem eitt sinn var í Sjallanum á Akureyri áður en honum var breytt.


Möffins og köku jólaskraut


Þetta jólatré minnir mig á lítið jólatré sem ég á og fékk að gjöf fyrstu jólin mín


Þetta dásamlega "tré" snúst í hringi og á því eru alveg dásamlega fallegar jólakúlur hver annari fallegri (það var mjög erfitt að mynda það á símann minn)

 

í jólagarðinum fást hnetubrjótar í öllum stærðum og gerðum



Sætir sveppir úr gleri koma í 3 stærðum
Ég sá líka æðislega sveppi sem voru úr fílti og þeir voru í 2 stærðum en ég gleymdi að mynda þá, ég á örugglega eftir að fá mér svoleiðis áður að jólin koma.


Köku hnetubrjótar


Hvítur flottur jólasveinn


Svo fást alveg dásamlega fallegir allskonar fuglar í jólagarðinum


Á Akureyri er búð sem er tengd jólagarðinum og hún heitir Bakgarðurinn kannski skrepp ég þangað við tækifæri og leyfi ykkur að fylgjast með

kveðja Adda

1 comment:

  1. Falleg samantekt í máli og myndum hjá þér. Ég var þarna á ferðinni fyrir hádegi sama dag og langar að koma því á framfæri hversu frábærar og notalegar í senn móttökur jólasveinsins voru en ég var þarna á ferðinni með leikskólabörnum og við fundum svo glöggt hve innilega velkomin við vorum - það er alltaf gott að finna :) Og leyst út með gjöfum þar að auki!

    ReplyDelete