27 December 2011

Jólatré í stofu stendur

Í ár var jólatréið ekki mjög stórt  (samt alveg nóg) því var stór hluti jólaskrautsins áfram í kössunum. Ég og Embla dóttir mín skreyttum tréið. Í ár vorum við aðalega með hvítt og glært skraut á tréinu, ljósaperuengla, hjörtu sem ég bjó til, skraut sem tengdamamma gerir, kristallar og grýlukerti. Svo settum við kertaljósa seríu á tréið.


Aðafangadagskvöld


Hjarta sem ég bjó til



glerfugl á grein og grýlukerti


Ég gerði fullt af svona englaperum í fyrra fyrir jólin en þessa hugmynd fékk ég á netinu hjá Hönnu sem er með bloggsíðuna Sjarmerende Gjenbruk



Hjarta sem ég bjó til



Stjarna sem tengdamamma bjó til


Ljósaperuengill búin til úr ónýtri ljósaperu og vængina fékk ég í Tiger í fyrra


Hjarta sem ég bjó til.

(myndirnar hér að ofan tók Þórgnýr Dýrfjörð)



Tengdamamma bjó til þennan fallega kassa og inn í honum er bjalla


peruengill úr ónýtum ljósaperum og vængina fékk ég í Tiger í fyrra



Punktuirnn yfir i-ið gamli toppurinn minn sem ég fékk í jólagjöf þegar ég var pínulítil frá afa og ömmu á Húsavík.
Hann er orðin svolítið lúinn en mér þykir mjög vænt um hann


Kveðja Adda

2 comments:

  1. Mikið er þetta fallegt allt saman! :-) Ég tók mér það bessaleyfi að bæta blogginu þínu á blogglistann okkar á Allt er vænt sem vel er hvítt blogginu :-)

    ReplyDelete
  2. takk fyrir það
    ég fylgist reglulega með blogginu þín
    kveðja Adda

    ReplyDelete