Gleðilega hátíð kæru vinir og takk fyrir að kíkja á bloggið mitt, sérstaka kveðju fá þeir sem duglegir skrifa í skilaboðaskjóðuna.
Hér eru nokkrar myndir úr borðstofunni hjá mér
Stór skál eftir Margréti Jóns leirlistakonu ég fylli hana með jólakúlum og set svo rafhlöððuseríu ofan í hjá öllu saman.
Enn einn aðventu skreyting með silkiblómum sem ég bý til. Númerinn fékk ég í Danmörku fyrir mörgum árum síðan þau eru úr gyltum glimmer og hengd á kertin með títiprjónum.
Stórar brúnar glerkúlur sem ég fékk í Sirku fyrir ca 3-4 árum síðan hanga í hurðaopinu inn í borðstofuna
Tvö glerhjörtu sem ég keypti í Danmörku fyrir mörgum árum síðan
Bókahillan í borðstofunni
Þennan litla sæta aðventukrans úr járni keypti ég í Danmörku og þarna sést líka í afa Matta
Spiladós sem ég málaði fyrir einum 9 - 10 árum síðan, ég gerði nokkrar svona og gaf í jólagjafir það árið
Litla bleika jólatréið mitt sem ég fékk að gjöf fyrstu jólin mín frá afa og ömmu á Húsavík. Það er sem sagt komið til ára sinna en er líklega uppáhalds jólaskrautið mitt.
Lítið rautt jólahús fyrir kerti úr einhverskonar frauðplasti þetta fékk ég líka í jólagjöf frá afa og ömmu á Húsavík þegar ég var lítil
Jólatötturinn eftir Aðalheiði Eysteins fékk mér hann fyrir nokkuð mörgum árum síðan.
Þennan svein fékk ég þegar ég var lítil (minni) frá ömmu og afa í sveitinni (Kroppi)
Platkerti sem ég fékk í jólagjöf frá afa og ömmu á Húsavík þegar ég var lítil örugglega orðið meira en 40 ára gamallt. Það var miklu meira um sig en gylta skrautið hefur verið að detta af með tímanum.
Ég átti einn svona jólasvein þegar ég var lítl og maðurinn minn einnig svo hér eru þeir samankomnir kátir sem aldrei fyrr
Svona leit borðstofan úr í aðventuveislunni okkar nú fyrir jólin rétt áður en gestirnir settust til borðs en við komum 12 fullorðinum við borðið.
Hér er svo fjölskyldan saman komin við borðstofuborðið á aðfangadagskvöld.
Ég ætlað að setja inn myndum af jólatréinu við tækifæri
jólakveðja Adda
Yndislega fallegar myndir! Aðventuskreytingin og jólakúluskálin frumleg og flott og litirnir algjörlega í okkar anda auðvitað:)Gamla skrautið snertir strengi og aðventuborðið glæsilegt og jólafjölskyldan flott:)
ReplyDeleteGleðilega hátíð til þín og þinna! Mikið er yndislegt gamla skrautið þitt, og auðvitað það nýja líka, en svona gamalt skraut með sögu og tilfinningalegt gildi er alveg ómetanlegt!
ReplyDeleteFinnst líka dásamlegt að þið hjónin hafið átt svona tvíburasveina sem að núna eru sameinaðir :)
Jóla*knús
Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár! Hlakka til að sjá hvað þú verður að bralla á nýja árinu :)
ReplyDelete