27 October 2009

Gangurinn minn


Hurðin fram í forstofu sem er ein sú minnsta á landinu en þar ef jafnframt stigauppgangurinn á efri hæðina


Hillur var það eins sem hægt var að koma á þennan vegg af því að hann er svo þétt við dyrnar og því rúmaist ekki borð, skápur eða kommóða þarna sem hefði nú ekki verið vanþörf á fyrir all draslið sem fylgir manni. Svo málaði ég Tópas fjólublátt á vegginn ég mætti bara í Litaland með fjólublánan tópaspakka og þeir blönduðu þennan líka fína lit.


Töskusnaginn góði er á ganginum mínu sem er svo ógnarsmár að það er fátt sem þar rúmast og því þarf að skipuleggja hlutina vel.
Á snaganum hangir uppáhalds taskan mín sem Elín systir færði mér að gjöf því henni fannst hún svo Ödduleg °Ü°


Góð leið til að geyma dúkkulísurnar sínar og svo gleður það augað í leiðinni, þetta er við vinnuherbergið mitt.

Kveðja Adda

No comments:

Post a Comment