01 November 2009


Kroppskápurinn, Þessi skápur var á heimili afa og ömmu sem bjuggu á Kroppi í Eyjafirði. Ég fékk að eiga þennan skáp þegar þau dóu. Skápurinn var brúnn á litinn þegar hann komst í mína eigu og ég lét afsýra hann og í nokkur ár var hann viðalitur en svo málaði ég hann hvítan. Ég veit ekki alveg hvað hann er gamall en þó veit ég að afi og amma fengu hann notaðan.
Mér þykir mjög vænt um þennan skáp og finnst gaman að eiga eitthvað sem minnir mig á ömmu og afa. Skápurinn er staðsettur í eldhúsinu hjá mér og við köllum hann alltaf Kroppskápinn eftir bænum þeirra afa og ömmu.
kveðja Adda

No comments:

Post a Comment