04 March 2012

Gangur tekinn í gegn


Ég var orðin leið á fjólubláa litnum á ganginu hjá mér og mig langaði að breyta til. Ég málaði einn vegg fjólubláann þegar við fluttum inn í húsið fyrir fimm árum síðan en hann var dökk/rauðbrúnn þegar við keyptum húsið.


Ég var með fjólubláa límmiðablóm á nokkrum stöðum á ganginum svona til að kallast á við fjólubláa litinn 



Ég fór með fjólubláann Tópas pakka í Litaland og þeir blönduðu litinn fyrir mig



Þetta er veggurinn sem er á móti fjólabláa veggnum og þarna glittir í útihurðina


Svona var þetta þegar hurðin er lokuð




Ég málaði fjólubláa vegginn bleikan með kakllit eins og í hjónaherberginu




ferlega vond mynd en þegar ég sá það þá var orðið of seint að taka aðra;)


en ég keypti sem sagt gyltann spegill á úrsölu í Rúmfatalagernum 


og málaði hann hvítann


gerði hann svona gemmel í útliti


Ég var búin að leita út um allt að nógu litlu, stuttu og grönnu borði sem passað gæti á vegginn en fann hvergi og var búin að gefast upp á leitinni. Ég var búin að sjá á blogginu When decorating hjá  Auði Skúla nokkur borð sem hún er búin að smíða svo ég ákvað að prófa að gera sjálf svona borð. Þórgnýr maðurinn minn var svo góður að smíða borðið fyrir mig eftir mínum fyrirmælum. Við keyptum bara 2 píla sem notaðir eru í stigahandrið og furuborð plötum sem við létum saga niður og svo notuðum við gamla gólflista.


svona leit þetta út þegar búið var að smíða borðið og þá var bara að mála það




svona lítur þetta svo út þegar það var tilbúið


Ég var með fjólubláan snaga en skipti honum út fyrir þennan gylta með posulínsblómi sem ég átti fyrir en hafði einhvertíman keypt 2 svona í Sirku


Hreindýrið keypti ég fyrir nokkrum árum í Tigir og það fékk að halda sér 



Þar sem ég er með hjartadellu þá eru allir hurðahúnar í húsinu skreyttir hjörtum


Í staðin fyrir fjólubláublómalímmiðana setti ég þessar blómagreinar með fuglum sem fæst í Söstrene Grene


 Á ganginum er hurð sem liggur inn í herbergi sem við breyttum í borðstofu og opnuðum á milli í stofuna . Síðan settum við bókahillur fyrir hurðina í borðstofunni og hún sést því ekkert í borðastofunni en á ganginum sést hún og það var alltaf ætlunin að taka hana en af einhverjum orsökum hefur ekki orðið af því. En ég er búnin að vera að vandræðast með hana vildi festa á hana spegil en það er ekkert hægt að negla eða bora í hurðina þar sem hún er hol að innan. Svo datt mér í hug að búa til minnistöflu svipaðri þessari sem ég gerði fyrir Emblu og festa hana með vír ofan á hurðin og þetta kemur bara mjög vel út.


Fiðrildahillan frá Bility úr Sirku fékk félagskap minni fiðrilda


Snyrtiveskið keypti ég í fyrra í Sirku baðherbergið hjá mér er svo pinku lítið að það er ekki hægt að hugsa þar inni og þess vegna mála ég mig alltaf fyrir framan stofuspegilinn. Því fannst mér ég þurfa að vera með fallegt snyrtiveski sem mætti bara vera á stofuskápnum og fann þetta veski frá Lisbeth Dahl sem var alveg eins og ég hafði hugsað mér.


Vatnsflaska merkt "Vatn fyrir alla" Auður Helga Hinrkisdóttir hjá Kaí merkingum merkti hana og glasið er úr Sirku. Tappan bjó ég til úr korktappa og bleikri höldu sem ég keypti í Sirku og skrúaði á korktappann.


svona lítur þetta út fullbúið en ég á samt eftir að mála gólflistana



Ég er bara nokkuð sátt hvað finnst ykkur?


spegill í nærmynd


 og að lokum er hér smá hringferð





kveðja Adda

10 comments:

  1. Tærasta snilld sem samspil ykkar hjóna hefur hér skilað, þarna verður hlýlegt, gott og notalegt að koma inn, það er alveg klárt:)

    ReplyDelete
  2. Þetta er æðislegt og borðið algjör snilld!

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  3. Ótrúlega flott breyting, ég dýrka borðið !

    kv.Hildur

    ReplyDelete
  4. það fyrsta sem ég tók eftir er hvað forstofuhurðin þín er falleg... en svo komu næstu myndir og vá hvað þetta er flott hjá þér.
    Mér finst bleiki liturinn æði.. aldrey séð fallegri bleikan en þennann í kalkinu, svo blíðlegur eithvað ;) og ég hef einmitt verið að gjóa augunum á borðin hjá Auði, langar svo í console borð (heitir það það ekki?) við einn vegg hjá mér. Hvar er helst að finna svona píla? finst þetta koma svo vel út hjá þér.
    Já og tappinn!! algjör snilld.
    Frábær póstu rstútfullur af hugmyndum sem mér líkar.
    Takk fyrir þetta.
    kveðna Stína

    ReplyDelete
  5. Takk fyrir Stína ég fékk pilana í Húsasmiðjuni
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  6. Geggjað fallegt - og mér finnst brill að sjá borðið því að ég fór með systur minni í Húsó fyrir hálfum mánuði og keypti svona eins til þess að útbúa svona borð handa systurdóttur minni :)

    Ofsalega fallegt og vel heppnað, til lukku með þetta!

    ReplyDelete
    Replies
    1. takk fyrir Dossa mín já er það ekki skemmtilegt hvað margt er líkt með óskyldum og gaman að kynnast fólki með sömu áhugamál og hugmyndir
      kveðja Adda

      Delete
  7. En flott borð .... fer í hugmyndabankann minn :-) Edda

    ReplyDelete
  8. Þetta er rosalega flott hjá þér, sniðug lausn á borðfótum!

    ReplyDelete
  9. Mjög falleg umbreyting hjá þér, róleg og rómantisk.

    ReplyDelete