Það er búið að vera alveg dásamlegt veður á Akureyri í dag og þegar vorið læðist svona aftan að manni fer ég að hugsa í pastel litum. Ég er ekkert mjög hrifin af páskagulum lit og hef ekki verið með mikið páskaskraut, jólin eru minn tími. En svona í seinni tíð hef ég verið að skreyta meira með pastel litum, ljós- bleikum, bláum, grænum, gulum og fjólubláum litum. Ég er líka meira fyrir kanínur en unga þó þeir séu ágætir með og svo nota ég líka fugla og ég er alltaf með greinar úr garðinum sem eru aðeins farnar að grænnka..Hér eru nokkur verkefni sem gaman er að dunda sér við fram að páskum ég vona að þetta nýtist ykkur eitthvað.
það er hæglega hægt að föndra svona sjálfur sjá hér er hægt að fá sniðið
Þessi snið eru frá Pretty blog
Páska hurðakrans héðan
Hér getið þið lært að gera svona falleg silhouette egg
og þessi eru frá Mörtu Stewart og hér er kennsluleiðbeiningar
þessi fallega gamaldags páskakarfa er héðan
þessi páskasnið er hægt að nota á ýmsan máta héðan
Nú er upplagt að föndra svolítið með bönunum fyrir páskana sniðið er hér
Ef þið hafið nógan tíma og þolinmæði þá má læra hérna að gera svona pappamassa egg
Egg fyrir prjónafólkið uppskrift hér
Svo má sauma svona krúttlega körfu til að tína eggin í. Sniðið er hér
Þessa krúttlegu páskapúða sá ég hér
Páskaveisla
Þetta væri mjög fallegt að gera fyrir páskana eða sumardaginn fyrsta, mér finnst alltaf að maður eigi að halda ærlega upp á hann.
helgarkveðja Adda
Fjólubláu kanínurnar eru virkilega fallegar :)
ReplyDeleteKv. Hanna