09 October 2011

Hjónaherbergið


Þessi brúðhjón hafa fylgt okkur hjónunum lengi örugglega yfir 20 ár en ég keypti þau í lítilli búða á Akureyri sem er ekki lengur starfandi. Ég er búin að gleyma því eftir hvern þau eru en það var öruggleg íslenskur listamaður

Ég veggfóðraði einn vegg í herberginu þegar við fluttum inn en svo gerðist bara ekki neitt meira og herbergið sat á hakanum

svona leit þetta út

Eignaðist þessa gömlu og fínu ljósakrónu þegar við fluttum í Byggðaveginn fyrir um 12-13 árum síðan


Ég notaði lit frá kalklitum (Auði Skúla) sem heitir Antique rose og alveg dásamlega fallega bleikur


Fyrst leist mér ekkert á blikuna þar sem liturinn er svona dökk laxableikur í fötunni. En það prufaði ég bara að mála einn bakka með honum og þá kom í ljós hvað hann var fallega bleikur

Nú lítur þetta svona út en ég gleymdi að búa um rúmið svo ég tók fleiri myndir

Ég fékk þennan flotta snaga sem heitir Birkir í Hrím hönnunarhúsi Akureyri. Ekki vanþörf á undir allt skartið sem frúin er að búa til


Fallegur englamyndirnar eru grafikmyndir eftir Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur listakonu.

Svona lítur þetta út núna með rúmteppinu

Ég er með veggfóðurs dellu á háu stigi og er með einar 4-5 tegundir af veggfóðri heima hjá mér auk þess sem ég bý líka til gjafaöskjur úr veggfóðursafgöngum ofl.
þetta veggfóður er frá Laura Ashley en þar er alltaf hægt að fá falleg veggfóður. Þetta mynstur er í sérstöku uppáhaldi, ég var með þetta sama vegfóður á veggnum hjá Emblu dóttir minni í Byggðarveginum. Ég er með það bleiku í hjónaherberginu, hvítt /drappað á einum vegg í stofunni og koksgrátt/silfrað í eldhúsinu

Náttborðið mitt

Að glugganum

Veggfóðursveggurinn


Miklu meira róma þegar búið er að kveikja á lampanum




Þessa rennibraut fékk ég í Góða hirðinum fyrir mörgum árum og var hún í storfunni þegar við bjuggum í Byggðaveginu en hér var ekki pláss fyrir hana í stofunni svo hún endaði upp í hjónaherbergi

í glugganum er stór sparigrís sem ég keypti mér í Reykjavík þegar ég var ca 10-12 ára

Hann er með handmáluðum blómum á sinn hvorri hliðinni þessi hlið hefur mér alltaf fundist fallegri


sparigrísinn hin hliðin


Náttboðið mitt, þessa fínu klukku keypti er frá Greengate og var ótrúlega lukkuleg með hana í þær 2 vikur sem hún virkaði en falleg er hún.

Hillan og veggfóðrið er svona hálfgerður rúmgafl, ég ætlaði mér alltaf að sníða einn úr mdf og panelklæða hann en það hefur nú ekki orðið af því ennþá. Svo væri ég líka alveg til í 2 gamlar hurðar sem rúmgafl. Hillan er úr Sirku. Ég á eftir að gera eitthvað meira í herberginu en þetta dugar í bili.

kveðja Adda



4 comments:

  1. Ja hérna, ég kem kannski Adda mín einhvern tímann og fæ að leggja mig ef ég verð voða þreytt, þetta er yndislegt allt saman, þarna hlýtur að vera gott að kúra!

    ReplyDelete
  2. Mjög fallegt svona bleikt án þess að verða yfirþyrmandi væmið :)
    Kveðja, Þorbjörg.

    ReplyDelete
  3. Ofsalega fallegt, og ég er yfir mig hrifin af veggfóðrinu :)

    Þú gætir líka notað áfram hilluna og gert þér svona einhvern veginn höfðagafl
    http://data.whicdn.com/images/9076247/interesting-headboard-design-bed-pillow-tufted-shelf-hanging-cottage-style-pretty-beautiful-idea_large.jpg?1303513073

    ReplyDelete
  4. Takk fyrir stúlkur og góð hugmynd Dossa

    ReplyDelete