11 March 2012

Veislur

Þar sem fermingarnar eru að skella á þá ákvað ég að setja inn nokkrar veislumyndir. Fyrir tveimur árum var ég með fermingarveislu og stúdentsveislu með tveggja mánaðar millibili og hér eru nokkrar myndir. Báðar veislunar voru haldnar heima sjá okkur.


Ég nota pom poms mikið þegar ég er að skreyta og fyrir borgaralega fermingu sonarins míns skreytt ég aðalega með hvítum misstórum pom poms, greinum, hvítum rósum og hvítum origami fuglum sem ég lærði að búa til á Youtube


hér má sjá í pom pomsið


Skreytingarnar voru frekar einfalda og litirnir voru hvítt, grænt og pínulítið svart. Ég gleymi alltaf að mynda skreytingarnar áður en gestirnir koma og svo er engin tími eftir að veislan er hafin til að mynda, maður þarf helst að fá einhvern fyrirfram til að mynda fyrir sig. En hér á myndinni er eiginmaðurinn og tengdapabbi


svona leit borðstöfan út fyrir ferminguna en þá vorum við nýbúin að taka borðstofuhúsgögnin í gegn


Ég stíng oft tvemur rósum saman í glæran vasa og læt þær vera alveg ofan í vasanum


Sonur minn vildi hafa kökuveislu og María Rut frænka hans tók að sér að gera fermingartertuna úr sykurmassa, þar sem drengurinn er skáti þá fékk hann útileguköku með tjaldi og varðeldi.
Það er svo frábært fyrirkomulag í fjölskyldunni og ég mæli með það kemur að stórveislum þá kemur hver með eina köku, þetta léttir svo mikið á þeim sem er með veisluna. Svo næsti þegar er veisla í fjölskyldunni þá mæti ég með tertu, möffins eða eitthvað sem hentar, það er mjög lítið mál að búa til eina köku en mikið mál að gera margar fyrir utan allt hitt sem þarf að gera. 


Borðið í held sinni


Við vorum með servíettur frá Heklu með mynd af Lóu, okkur fannst það mjög vorlegt, íslenskt og fallegt. Ég klipti út myndir af Lóu og setti á tvö kerti sem ég notaði sem fermingarkertinn og sjást þarna hægra meginn á myndini,. Þarna sést fermingatertan líka betur.


Ég klippti nokkrar greinar af trjánnum í garðinum og var búin að hafa þær í vatni í 2 vikur þannig að þær voru farnar að grænka aðeins


Ég gerði origami fugla (crane-Trönur) úr hvítum pappír og hengdi kristalla neðan í þær


Hér eru Trönurnar hangandi í grein


svo keypti ég í Sirku svartar siluett myndir úr tré af drengjum og stúlkum og hengdi á greinarnar 


Hér sést þetta betur


Elsti sonur minn útskrifaðist sem stúdent 17. júni og þá vorum við með smárétti, servíetturnar voru íslenskar servíettur eftir Heklu  með mynd af fíflum á og svo notaði ég aftur kertin (með Lóuni) frá því í fermingarveislu yngri sonarins


Hér er pakka drykkja og pakkaborð og svipaðar skreytinga og voru í fermningarveislunni nema nú voru líka bleikar rósir, reynigreinar úr garðinum og íslenski fáninn.


Hér er nýstúdentinn á pallinum sem skreyttur var með íslenska fánanum og þar sem veðrið var alveg dásamlegt gátum við haft borð úti líka.

kveðja Adda

2 comments:

  1. Flott hjá þér og góðar hugmyndir :) og sniðugt að setja myndir af servíettunum sem eru notaðar á kertin líka ..psss en þetta eru sko Lóur en ekki Tjaldur :)
    Kveðja
    Lilja

    ReplyDelete
  2. éééé ég veit ekki alveg hvað er með mig ég marg tygg upp aftur og aftur að þetta sé Tjaldur en ég var með þær sérvíettur í annari veislu;)það er greinilegt að ég er ekki mikið að skoða myndirnar mínar.
    kveðja Adda

    ReplyDelete