15 March 2012

Listamaður mánaðarins


Ég var að eignast þessia fallegu mynd sem heitir "á góðum degi" og er eftir listakonuna Guðbjörgu Ringsted  ég hef áður fjallað um Guðbjörgu hér á blogginu mínu en hún gerði jólaprýði póstsins nú fyrir jólin og ég fjallaði um hér. Þjóðlegur arfur íslenskra útsaumsmynstra er meðal viðfangsefna Guðbjargar og þar vinnur hún með balderingar og líkir eftir útsaumi á íslenskum þjóðbúiningum kvenna. Guðbjörg býr og starfar á Akureyrir.

Auk þess að vera frábær listamaður þá safnar Guðbjörg líka gömlum leikföngum og rekur í dag leikfangasafnið í Friðbjarnahúsi og ég hef áður fjallað um hér.

.
Guðbjörg Ringsted, ljósmynd: Skafti Hallgrímssson 


Þessi mynd heitir "Konunglegt danskt "og er einnig eftir Guðbjörgu. Ég skora á ykkur að kynna ykkur verk hennar. Ef þið viljið hafa samband við Guðbjörgu Ringsted í netfangið ringsted@akmennt.is 

kveðja Adda

No comments:

Post a Comment