14 November 2010

Íslenskar jólagjafir


Handbróderaðir púðar frá Þórdísi Jónsdóttur

Þessir púðar fást í ýmsum litum og gerðum, þá er hægt að nálgast hér á heimasíðu Þórdísar
eða á Facebook síðunni hennar. einnig fást púðarnir í Sirku á Akureyri

Ég er ótrúlega ánægð með nýja flískjólinn minn. Ég keypti hann hjá Saumasmiðjunni sem Þórdís Jónsdóttir og Valdís Rut Jósafatsdóttir reka hér í bæ. Þær gera marga fallega hluti bæði á konur og börn. Frábær þjónusta ég mæli með þeim.


Útsaumurinn á erminni

Embla fékk sinn kjól í jólagjöf í fyrra, þetta er hettukjól með kengúruvasa

Hér sést útsaumurinn, en hann er á vasanum neðst á kjólnum og á ermum.


Ég er mjög hrifin af íslenska fyrirtækinu Farmers Market , ég á tvær peysur frá þeim sem mér finnast dásamlegar. Einhvern tímann ætla ég að fá mér svona silkikjól og prjónaða hyrnuKveðja Adda

1 comment:

  1. Hæ systir.
    Geggjaðir púðar og kjólarnir ykkar Emblu eru bara æði :)Þarf greinilega að kíkja á heimasíðuna hjá þeim stöllum.
    Bestu kveðjur til ykkar
    Hemma

    ReplyDelete